Fréttir 22 ára í mánaðarfangelsi 22 ára gamall maður var í gær dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir líkamsárás 14. desember 2002. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, en málið var dómtekið 20. apríl síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Reykjavík gaf út ákæru í málinu í lok janúar. Innlent 13.10.2005 19:11 Flokkarnir fá 295 milljónir Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Innlent 13.10.2005 19:12 Á þriðja milljarð í fegrunarvörur Fegurðin kostar sitt. Íslendingar vörðu vel á þriðja milljarð króna í fegrunarvörur í fyrra, en það er svipuð upphæð og fór í að reka Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri allt síðasta ár. Innlent 13.10.2005 19:12 Úrsögn vegna ósættis Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:12 14 skip fá að veiða í lögsögunni Fiskistofa hefur gefið út leyfi fyrir 14 skip frá löndum Evrópusambandsins til að veiða í íslenskri lögsögu. Níu skipanna koma frá Þýskalandi og fimm frá Bretlandi. Veiðar skipanna hefjast 1. júlí en einungis fimm skip mega stunda veiðarnar á sama tíma innan lögsögunnar. Innlent 13.10.2005 19:11 Varað við snjóflóðum Varað hefur verið við snjóflóðahættu á ákveðnum gönguleiðum í Hvannadalshnjúk. Lögreglu á Höfn í Hornafirði barst ábending í gær um mögulega hættu og að höfðu samráði við þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og Veðurstofuna var gefin út viðvörun sem gildir fram yfir helgi. Innlent 13.10.2005 19:11 Fyrsta lyfið byggt á erfðarannsókn Þriðja og síðasta stig rannsóknar á nýju hjartalyfi, sem byggt er á grunni erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar verður sett af stað á þessu ári, ef fram heldur sem nú horfir. Þetta er fyrsta lyfið í heiminum sem byggt er á erfðarannsókn á algengum sjúkdómi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:11 Endurkröfurnar nema 48 milljónum Endurkröfur frá tryggingafélögunum á tjónvalda námu á síðasta ári 48 milljónum króna. Tryggingafélögin eiga í mörgum tilfellum endurkröfurétt á tjónvalda ef sannað þykir að slys eða óhapp verði vegna gáleysis eða ásetnings. Innlent 13.10.2005 19:11 Styðja slökkviliðsmennina Á ársfundi Landssambands slökkviliðsmanna sem haldinn var fyrir skemmstu var samþykkt ályktun til stuðnings slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Innlent 13.10.2005 19:11 Námsgagnastofnun í þróunarsamvinnu Tveir starfsmenn á vegum UNESCO vinna nú baki brotnu á skrifstofu Námsgagnastofnunnar við að þýða 15 kennsluforrit yfir á ýmis tungumál til notkunnar fyrir börn í Afríku. Innlent 13.10.2005 19:11 Hvíta húsið rýmt Verið er að rýma Hvíta húsið og bandarískar orrustuþotur fljúga yfir húsinu þessa stundina. Ekki hafa verið gefnar nánari upplýsingar um aðgerðina en Reuters-fréttastofan segir að ein farþegaþota sé í 1-2 mínútna fjarlægð frá borginni þessa stundina. Erlent 13.10.2005 19:11 Bretland álíka öruggt og Ísland Útlendingastofnun lítur á Bretland sem öruggt hæli fyrir flóttamenn og telur ekkert því til fyrirstöðu að senda hælisleitendur þangað aftur. Innlent 13.10.2005 19:11 Hjartalyf ÍE vekur athygli Grein um áhrif nýs hjartalyfs Íslenskrar erfðagreiningar, sem birtist í tímariti bandarísku læknasamtakanna, hefur vakið mikla athygli. Meðal annars hefur verið fjallað um lyfið í <em>New York Times</em> og hjá Reuters-fréttastofunni. Innlent 13.10.2005 19:11 Segjast eiga land við Skjaldbreið Þingfest var í Héraðsdómi Suðurlands í gær mál Grímsness- og Grafningshrepps á hendur ríkinu vegna eignarréttar á landi í kringum Skjaldbreið, en óbyggðanefnd úrskurðaði að þar væri þjóðlenda. Dóms er að vænta í haust að loknum málflutningi. Innlent 13.10.2005 19:11 Össur innblásinn Stjórnarandstaðan raðaði sér í efstu sætin í ræðumennsku, að mati fagmanna. Mælsku þingmanna fer þó hnignandi að mati formanns JCI, sem finnst ekki vanþörf á að senda þingheim á ræðunámskeið. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:11 Vonir við fjárlagagerð Benedikt Davíðsson, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, segir að það komi sér ekki á óvart að tæplega 1.600 ellilífeyrisþegar fái engar greiðslur úr lífeyrissjóði. Það hafi verið vitað fyrir löngu síðan. Innlent 13.10.2005 19:11 42 milljónir takk Bílasalan Sparibíll býður nú til sölu bíl af gerðinni Rolls Royce Phantom árgerð 2005. Bíllinn sem um ræðir er í Bandaríkjunum og kostar hingað kominn litlar 42 milljónir. Innlent 13.10.2005 19:11 Spæna í gegnum mosagrónar hlíðar Torfæruhjólamenn eru sagðir hafa unnið mikil skemmdarverk á landi á Reykjanesi með akstri utan vega. Í nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins er kveðið á um að brot af þessu tagi varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:11 Íslandsmeistari í kassaklifri Íslandsmeistarinn í kassaklifri kemur frá Súgandafirði en Íslandsmót í greininni var haldið í KA-heimilinu á Akureyri á dögunum. Kristín Ósk Jónsdóttir keppti í flokki stúlkna 16-18 ára og náði hún að koma undir sig 34 ölkössum á tíu mínútum. Innlent 13.10.2005 19:11 Samþykkja ESB-sáttmála Tvö ríki bættust á dögunum í hóp aðildarríkja Evrópusambandsins sem fullgilt hafa stjórnarskrársáttmála þess. Austurríki varð sjöunda ríkið til að staðfesta sáttmálann, er allir nema einn þingmaður á austurríska þinginu greiddi atkvæði með fullgildingunni. Þá var sáttmálinn einnig samþykktur í atkvæðagreiðslu á þjóðþingi Slóvakíu. Erlent 13.10.2005 19:11 Þingmenn ekki óþekktarlýður Halldór Blöndal, forseti Alþingis, stýrði sínum síðasta þingfundi í kvöld. Aðspurður hvernig honum væri innanbrjósts fyrir lokasprettinn í starfinu sagði hann það vera mikinn létti yfir því að vorið væri að koma. Hann stefnir á að fara norður í sveitina strax á föstudag þar sem hann ætlar m.a. að ganga um bakka Laxár. Innlent 13.10.2005 19:12 Handsprengja nærri Bush Óvirk handsprengja fannst nokkra metra frá sviðinu þar sem Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði Georgíumenn í Tíblisi í fyrradag. Erlent 13.10.2005 19:12 Svik við þúsundir <font face="Helv">Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar mótmælir harðlega ákvörðun um að fresta afgreiðslu frumvarps um afnám fyrninarfrests í kynferðisafbrotamálum. Hann kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í gær og vísaði til samkomulags frá því á mánudag þar sem formenn þingflokkanna og forseti alþingis sömdu um þau mál sem skyldi taka af dagskrá.</font> Innlent 13.10.2005 19:12 Litla stúlkan eftirsótt Fjöldi fólks í Kenýa hefur lýst yfir áhuga á að ættleiða kornunga stúlku sem skilin var eftir í skógi í útjaðri Naíróbí fyrir skemmstu. Stúlkan hafði verið í plastpoka í skóginum í tvo daga þegar flækingshundur kom að og bjargaði henni á ótrúlegan hátt. Erlent 13.10.2005 19:11 Ný samkeppnislög Lög um samkeppnismál voru afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna að lagabreytingarnar snerust fyrst og fremst um aðferðir stjórnarflokkanna til að ná pólítískum tökum á sjálfstæðum og óþægilegum stofnunum. Viðskiptaráðherra sagði að stjórnarandstaðan snéri umræðunni á haus. Innlent 13.10.2005 19:12 Óvenju gestkvæmt á Hverfisgötunni Óvenju gestkvæmt var í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík í nótt, eða ellefu manns. Tveir þeirra sem þar dvelja nú voru teknir fyrir bílþjófnað og verða yfirheyrðir með morgninum og tveir, svokallaðir góðkunningjar, voru teknir þegar þeir komu sér inn í þvottahús í Norðurmýri þar sem þeir ætluðu að gista við lítinn fögnuð húseigenda. Innlent 13.10.2005 19:11 Fjölgað um fjóra á Akureyri Þann 1. júlí næstkomandi verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra en 30 lögreglumenn eru nú starfandi á Akureyri. Á sama tíma verða fjórir sérsveitarmenn, sem starfa hjá lögreglunni á Akureyri, leystir undan föstum vöktum og munu þess í stað sinna löggæslu og sérstökum löggæsluverkefnum á Norður- og Austurlandi. Innlent 13.10.2005 19:12 Rúmlega 80 skjálftar frá miðnætti Gríðarleg skjálftavirkni hefur verið suður af Reykjanesi og má sem dæmi nefna að frá miðnætti hafa mælst þar á níunda tug skjálfta. Þeir öflugustu hafa mælst þrír til fjórir á Richter. Upptök þeirra langflestra eru við Eldeyjarboða. Innlent 13.10.2005 19:11 Í mál við ríkið vegna eignaupptöku Lögmaður hóps manna sem eiga og reka fasteignasölur undirbýr nú málshöfðun á hendur ríkinu. Þeir telja að í nýjum lögum um fasteigasölur felist brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignarrétt og atvinnufrelsi. Innlent 13.10.2005 19:11 Óþverralögum var ekki breytt Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir slæmt að geta ekki afgreitt lög um meðferð vörsluskatta á því þingi sem nú er lokið. "Flutningsmenn eru úr öllum flokkum. Þetta er blettur á löggjöfinni sem verður að þvo af," sagði Ögmundur í upphafi þingfundar á alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 19:12 « ‹ ›
22 ára í mánaðarfangelsi 22 ára gamall maður var í gær dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir líkamsárás 14. desember 2002. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, en málið var dómtekið 20. apríl síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Reykjavík gaf út ákæru í málinu í lok janúar. Innlent 13.10.2005 19:11
Flokkarnir fá 295 milljónir Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Innlent 13.10.2005 19:12
Á þriðja milljarð í fegrunarvörur Fegurðin kostar sitt. Íslendingar vörðu vel á þriðja milljarð króna í fegrunarvörur í fyrra, en það er svipuð upphæð og fór í að reka Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri allt síðasta ár. Innlent 13.10.2005 19:12
Úrsögn vegna ósættis Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:12
14 skip fá að veiða í lögsögunni Fiskistofa hefur gefið út leyfi fyrir 14 skip frá löndum Evrópusambandsins til að veiða í íslenskri lögsögu. Níu skipanna koma frá Þýskalandi og fimm frá Bretlandi. Veiðar skipanna hefjast 1. júlí en einungis fimm skip mega stunda veiðarnar á sama tíma innan lögsögunnar. Innlent 13.10.2005 19:11
Varað við snjóflóðum Varað hefur verið við snjóflóðahættu á ákveðnum gönguleiðum í Hvannadalshnjúk. Lögreglu á Höfn í Hornafirði barst ábending í gær um mögulega hættu og að höfðu samráði við þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og Veðurstofuna var gefin út viðvörun sem gildir fram yfir helgi. Innlent 13.10.2005 19:11
Fyrsta lyfið byggt á erfðarannsókn Þriðja og síðasta stig rannsóknar á nýju hjartalyfi, sem byggt er á grunni erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar verður sett af stað á þessu ári, ef fram heldur sem nú horfir. Þetta er fyrsta lyfið í heiminum sem byggt er á erfðarannsókn á algengum sjúkdómi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:11
Endurkröfurnar nema 48 milljónum Endurkröfur frá tryggingafélögunum á tjónvalda námu á síðasta ári 48 milljónum króna. Tryggingafélögin eiga í mörgum tilfellum endurkröfurétt á tjónvalda ef sannað þykir að slys eða óhapp verði vegna gáleysis eða ásetnings. Innlent 13.10.2005 19:11
Styðja slökkviliðsmennina Á ársfundi Landssambands slökkviliðsmanna sem haldinn var fyrir skemmstu var samþykkt ályktun til stuðnings slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Innlent 13.10.2005 19:11
Námsgagnastofnun í þróunarsamvinnu Tveir starfsmenn á vegum UNESCO vinna nú baki brotnu á skrifstofu Námsgagnastofnunnar við að þýða 15 kennsluforrit yfir á ýmis tungumál til notkunnar fyrir börn í Afríku. Innlent 13.10.2005 19:11
Hvíta húsið rýmt Verið er að rýma Hvíta húsið og bandarískar orrustuþotur fljúga yfir húsinu þessa stundina. Ekki hafa verið gefnar nánari upplýsingar um aðgerðina en Reuters-fréttastofan segir að ein farþegaþota sé í 1-2 mínútna fjarlægð frá borginni þessa stundina. Erlent 13.10.2005 19:11
Bretland álíka öruggt og Ísland Útlendingastofnun lítur á Bretland sem öruggt hæli fyrir flóttamenn og telur ekkert því til fyrirstöðu að senda hælisleitendur þangað aftur. Innlent 13.10.2005 19:11
Hjartalyf ÍE vekur athygli Grein um áhrif nýs hjartalyfs Íslenskrar erfðagreiningar, sem birtist í tímariti bandarísku læknasamtakanna, hefur vakið mikla athygli. Meðal annars hefur verið fjallað um lyfið í <em>New York Times</em> og hjá Reuters-fréttastofunni. Innlent 13.10.2005 19:11
Segjast eiga land við Skjaldbreið Þingfest var í Héraðsdómi Suðurlands í gær mál Grímsness- og Grafningshrepps á hendur ríkinu vegna eignarréttar á landi í kringum Skjaldbreið, en óbyggðanefnd úrskurðaði að þar væri þjóðlenda. Dóms er að vænta í haust að loknum málflutningi. Innlent 13.10.2005 19:11
Össur innblásinn Stjórnarandstaðan raðaði sér í efstu sætin í ræðumennsku, að mati fagmanna. Mælsku þingmanna fer þó hnignandi að mati formanns JCI, sem finnst ekki vanþörf á að senda þingheim á ræðunámskeið. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:11
Vonir við fjárlagagerð Benedikt Davíðsson, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, segir að það komi sér ekki á óvart að tæplega 1.600 ellilífeyrisþegar fái engar greiðslur úr lífeyrissjóði. Það hafi verið vitað fyrir löngu síðan. Innlent 13.10.2005 19:11
42 milljónir takk Bílasalan Sparibíll býður nú til sölu bíl af gerðinni Rolls Royce Phantom árgerð 2005. Bíllinn sem um ræðir er í Bandaríkjunum og kostar hingað kominn litlar 42 milljónir. Innlent 13.10.2005 19:11
Spæna í gegnum mosagrónar hlíðar Torfæruhjólamenn eru sagðir hafa unnið mikil skemmdarverk á landi á Reykjanesi með akstri utan vega. Í nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins er kveðið á um að brot af þessu tagi varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:11
Íslandsmeistari í kassaklifri Íslandsmeistarinn í kassaklifri kemur frá Súgandafirði en Íslandsmót í greininni var haldið í KA-heimilinu á Akureyri á dögunum. Kristín Ósk Jónsdóttir keppti í flokki stúlkna 16-18 ára og náði hún að koma undir sig 34 ölkössum á tíu mínútum. Innlent 13.10.2005 19:11
Samþykkja ESB-sáttmála Tvö ríki bættust á dögunum í hóp aðildarríkja Evrópusambandsins sem fullgilt hafa stjórnarskrársáttmála þess. Austurríki varð sjöunda ríkið til að staðfesta sáttmálann, er allir nema einn þingmaður á austurríska þinginu greiddi atkvæði með fullgildingunni. Þá var sáttmálinn einnig samþykktur í atkvæðagreiðslu á þjóðþingi Slóvakíu. Erlent 13.10.2005 19:11
Þingmenn ekki óþekktarlýður Halldór Blöndal, forseti Alþingis, stýrði sínum síðasta þingfundi í kvöld. Aðspurður hvernig honum væri innanbrjósts fyrir lokasprettinn í starfinu sagði hann það vera mikinn létti yfir því að vorið væri að koma. Hann stefnir á að fara norður í sveitina strax á föstudag þar sem hann ætlar m.a. að ganga um bakka Laxár. Innlent 13.10.2005 19:12
Handsprengja nærri Bush Óvirk handsprengja fannst nokkra metra frá sviðinu þar sem Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði Georgíumenn í Tíblisi í fyrradag. Erlent 13.10.2005 19:12
Svik við þúsundir <font face="Helv">Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar mótmælir harðlega ákvörðun um að fresta afgreiðslu frumvarps um afnám fyrninarfrests í kynferðisafbrotamálum. Hann kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í gær og vísaði til samkomulags frá því á mánudag þar sem formenn þingflokkanna og forseti alþingis sömdu um þau mál sem skyldi taka af dagskrá.</font> Innlent 13.10.2005 19:12
Litla stúlkan eftirsótt Fjöldi fólks í Kenýa hefur lýst yfir áhuga á að ættleiða kornunga stúlku sem skilin var eftir í skógi í útjaðri Naíróbí fyrir skemmstu. Stúlkan hafði verið í plastpoka í skóginum í tvo daga þegar flækingshundur kom að og bjargaði henni á ótrúlegan hátt. Erlent 13.10.2005 19:11
Ný samkeppnislög Lög um samkeppnismál voru afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna að lagabreytingarnar snerust fyrst og fremst um aðferðir stjórnarflokkanna til að ná pólítískum tökum á sjálfstæðum og óþægilegum stofnunum. Viðskiptaráðherra sagði að stjórnarandstaðan snéri umræðunni á haus. Innlent 13.10.2005 19:12
Óvenju gestkvæmt á Hverfisgötunni Óvenju gestkvæmt var í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík í nótt, eða ellefu manns. Tveir þeirra sem þar dvelja nú voru teknir fyrir bílþjófnað og verða yfirheyrðir með morgninum og tveir, svokallaðir góðkunningjar, voru teknir þegar þeir komu sér inn í þvottahús í Norðurmýri þar sem þeir ætluðu að gista við lítinn fögnuð húseigenda. Innlent 13.10.2005 19:11
Fjölgað um fjóra á Akureyri Þann 1. júlí næstkomandi verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra en 30 lögreglumenn eru nú starfandi á Akureyri. Á sama tíma verða fjórir sérsveitarmenn, sem starfa hjá lögreglunni á Akureyri, leystir undan föstum vöktum og munu þess í stað sinna löggæslu og sérstökum löggæsluverkefnum á Norður- og Austurlandi. Innlent 13.10.2005 19:12
Rúmlega 80 skjálftar frá miðnætti Gríðarleg skjálftavirkni hefur verið suður af Reykjanesi og má sem dæmi nefna að frá miðnætti hafa mælst þar á níunda tug skjálfta. Þeir öflugustu hafa mælst þrír til fjórir á Richter. Upptök þeirra langflestra eru við Eldeyjarboða. Innlent 13.10.2005 19:11
Í mál við ríkið vegna eignaupptöku Lögmaður hóps manna sem eiga og reka fasteignasölur undirbýr nú málshöfðun á hendur ríkinu. Þeir telja að í nýjum lögum um fasteigasölur felist brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignarrétt og atvinnufrelsi. Innlent 13.10.2005 19:11
Óþverralögum var ekki breytt Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir slæmt að geta ekki afgreitt lög um meðferð vörsluskatta á því þingi sem nú er lokið. "Flutningsmenn eru úr öllum flokkum. Þetta er blettur á löggjöfinni sem verður að þvo af," sagði Ögmundur í upphafi þingfundar á alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 19:12