Fréttir

Fréttamynd

Khodorkovskí á von á fleiri ákærum

Saksóknarar í Rússlandi segja nýjar ákærur á hendur auðkýfingnum Míkhaíl Khodorkovskí væntanlegar. Khodorkovskí bíður nú dóms vegna skattaundanskots og fjárdráttar. Dóms í því máli er að vænta á mánudaginn kemur en saksóknarar hafa farið fram á  tíu ára fangelsisdóm.

Erlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir að misnota drengi

Saksóknari í Danmörku hefur krafist þess að Flemming Oppfeldt, fyrrum þingmanni Venstre, verði bannað að umgangast börn undir 18 ára aldri. 

Erlent
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri Iceland Express

Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lettarnir voru sýknaðir

Lettarnir tveir sem komu hingað til lands á vegum lettnesku starfsmannaleigunnar Vislande til að aka rútu fyrir GT verktaka á Kárahnjúkum voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær en þeir voru ákærðir fyrir að starfa hér á landi án atvinnuleyfis. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Von á dómi vegna HIV-máls í Líbíu

Hæstiréttur í Líbíu mun í dag skera úr um hvort fimm búlgarskir hjúkrunarfræðingar og einn palestínskur læknir, sem dæmdir eru fyrir að sýkja börn þar í landi af HIV-veirunni, muni verða líflátnir. Sexmenningarnir voru dæmdir til dauða í mars síðastliðnum en þeir áfrýjuðu. Að minnsta kosti 380 börn sýktust af HIV þegar þau fengu sýkt blóð á spítala í borginni Benghazi þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Samið við Kína um fríverslun

Ísland verður að öllum líkindum fyrsta ríkið í Evrópu sem mun gera fríverslunarsamning við Kína. Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landanna sem er undanfari fríverslunarviðræðna.

Innlent
Fréttamynd

Mannfjöldanum ekki viðhaldið

Fæðingar á Íslandi eru færri en svo að þær dugi til að viðhalda mannfjöldanum. Þetta er samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands um fæðingar á Íslandi. Undanfarin fimm ár hefur frjósemi hverrar íslenskrar konu verið undir þeim viðmiðum sem höfð eru. Þó er frjósemi meiri hér en almennt á Vesturlöndum og sú mesta í Evrópu að Tyrklandi undanskildu.

Innlent
Fréttamynd

Læknaði ísbjörn af tannpínu

Fyrir flesta er auðvelt að skreppa til tannlæknis ef tannpína gerir vart við sig. Málið flækist hins vegar nokkuð þegar 400 kílógramma ísbjörn á í hlut. Einn stærsti íbúinn í dýragarðinum í Moskvu hefur undanfarið verið hálflystarlaus eftir að hann fór að finna fyrir eymslum í tönnunum. Því var bugðið á það ráð að kalla til breskan tannlækni sem sérhæfir sig í að gera við tennur í dýrum til þess að losa ísbjörninn stóra við Karíus og Baktus.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldauppsagnir eða aukin umsvif?

Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað manns á Hvannadalshnjúk?

Fyrsta ferðahelgi sumarsins er nú fyrir höndum og var mikil umferð á Vesturlandsvegi seinni partinn dag og voru margir á leið út úr bænum. Margir eru lagðir af stað þangað sem á að njóta helgarinnar. Sumir ferðalanganna ætla sér lengra en aðrir og má þar nefna eitt hundrað manna hóp sem ætlar sér upp Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hermenn skjóta á mótmælendur

Hermenn skutu á þúsundir mótmælenda í bænum Andijan í Úsbekistan í dag en mótmælendurnir kröfðust afsagnar Islams Karimovs, sem hefur setið á stóli forseta um árabil. Ekki er enn vitað hversu margir eru látnirr en skotið var af pallbíl sem hermennirnir voru á. Ástæða mótmælanna er sögð sú að múslímar sem ekki sætta sig við ríkisútgáfu trúarinnar eru hnepptir í fangelsi og kúgaðir.

Erlent
Fréttamynd

Fær flýtimeðferð í dýrlingatölu

Benedikt XVI páfi hefur tilkynnt að forveri hans, Jóhannes Páll II, fái sérstaka flýtimeðferð á því að vera tekinn í dýrlingatölu. Vanalegt er að bíða í að minnsta kosti fimm ár eftir dauða hugsanlegs dýrlings áður en ferlið hefst.

Erlent
Fréttamynd

Fljótlega í dýrlingatölu

Jóhannes Páll páfi annar fær flýtimeðferð og verður tekinn í dýrlingatölu fljótlega, að sögn eftirmanns hans, Benedikts sextánda. Hann lýsti því yfir við presta kaþólsku kirkjunnar að hann hefði vikið til hliðar reglunni um að fimm ár þurfi að líða áður en undirbúningur að því að taka menn í dýrlingatölu hefjist.

Erlent
Fréttamynd

Upplausn í Úsbekistan

Upplausnarástand ríkir nú í borgini Andijan í fyrrverandi Sóvétlýðveldinu Úsbekistan. Tíu lögreglumenn voru í morgun teknir í gíslingu og minnst níu hafa verið drepnir og nokkur hús eru alelda. Í nótt gerðu uppreisnarmenn úr röðum herskárra múslíma áhlaup á fangelsi í borginni og talið er að þeim hafi tekist að ná þúsundum fanga lausum.

Erlent
Fréttamynd

Skærur milli Ísraela og Hizbollah

Til átaka kom á milli Hizbollah-skæruliða og ísraelskra hermanna nærri landamærum Ísraels og Líbanons í dag. Að sögn talsmanna skæruliðasamtakanna var sprengikúlum skotið á bækistöð Ísraelshers nærri landamærunum til þess að hefna fyrir árásir Ísraela, eins og það er orðað, og svöruðu ísraelskir hermenn með því að skjóta á hæðir nærri líbönskum landamærabæ þar skæruliðahópurinn hefur stöðvar.

Erlent
Fréttamynd

Fríverslun við Kína í burðarliðnum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landana sem er undanfari fríverslunarviðræðna. Áætlað er að gera hagkvæmniskönnun til að undirbúa fríverslunarsamning og er Ísland fyrsta ríkið í Evrópu sem Kína gerir slíkan samning við.

Innlent
Fréttamynd

Níu látnir í mótmælum í Afganistan

Að minnsta kosti níu manns hafa látist í mótmælum í Afganistan í dag, en mótmælendur fóru út á götur fjórða daginn í röð í kjölfar frétta af því að bandarískir hermenn hefðu vanhelgað Kóraninn í fangabúðunum á Guantanamo-flóa við Kúbu þar sem hundruð Afgana eru í haldi. Fréttir berast af átökum milli mótmælenda og hers og lögreglu víða í landinu, en mótmælin hófust í kjölfar föstudagsbæna múslíma.

Erlent
Fréttamynd

Mega vinna tímabundið á leyfis

Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Lettanna sem voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær, segir að með þessum dómi sé í fyrsta sinn tekið almennilega á álitaefnum varðandi útlendinga frá Eystrasaltsríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Ók á lögregubíl á mikilli ferð

Lögreglubíll endaði úti í skurði eftir að ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók á mikilli ferð á hann þegar lögregla hugðist ná tali af manninum. Lögreglan á Akranesi var í gærkvöldi beðin um að svipast um eftir manni sem farið var að sakna og fann hún bílinn og hélt í átt að honum. Þegar lögreglubifreiðin nálgaðist ók maðurinn af stað á móti lögreglubifreiðinni og beint framan á hana á mikilli ferð, en bílarnir voru á þröngum malarvegi þar sem ekki er hægt að mætast.

Innlent
Fréttamynd

Lettarnir eru fórnarlömb

Dómurinn á Austurlandi tekur hvorki á því hvort lög um atvinnuréttindi útlendinga né lög um útlendinga hafi verið brotin, aðeins því hvort Lettarnir hafi haft rétt til að vinna hér á landi eða ekki. Því eru Lettarnir sýknaðir.

Innlent
Fréttamynd

Taldir hafa flegið ungan dreng

Tveir menn hafa verið handteknir í Tansaníu grunaðir um að hafa myrt 9 ára gamlan dreng og selt húðina af honum fyrir 18 dollara. Húðin var notuð í lukkugripi sem þarlendur töframaður bjó til. Lögreglan komst á snoðir um málið eftir að mennirnir lentu í háværu rifrildi þar sem annar þeirra sakaði hinn um að ætla að drepa sig og flá.

Erlent
Fréttamynd

Skjálftahrina gengin niður

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg er að mestu gengin niður þótt þar finnist enn stöku skjálfti, að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, deildarstjóra eftirlitsdeildar Veðurstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli í Afganistan

Að minnsta kosti sjö mótmælendur og lögreglumaður létust í gær þegar öryggissveitir skutu á mannfjölda sem mótmælti vanvirðingu bandarískra hermanna í Guantanamo á Kóraninum, helgiriti múslima.

Erlent
Fréttamynd

Raðmorðingi tekinn af lífi

Raðmorðinginn Michael Ross var tekinn af lífi í morgun í Connecticut í Bandaríkjunum, en þetta er fyrsta aftakan þar í nærri hálfa öld. Ross var gefinn banvæn sprauta en hann játaði að hafa myrt átta konur á níunda áratugnum. Á þriðja hundrað manns safnaðist saman fyrir utan fangelsið til að mótmæla aftökunni en vitni segir að ættingjar fórnarlamba hans, sem voru viðstaddir, hafi lýst því yfir að andlát morðingjans hafi verið of friðsælt.

Erlent
Fréttamynd

Aftur fjallað um meintan fjárdrátt

Munnlegur málflutningur í máli Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Setti Íslandsmet í blindskák

Henrik Danielsen, skólameistari Hróksins, setti Íslandsmet í blindskák í gær. Henrik tefldi átján blindskákir, vann fimmtán þeirra og gerði jafntefli í þremur þannig að hann tapaði ekki einni einustu. Fjölteflið stóð í sex klukkustundir. Mótherjarnir voru margir af efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Danir vilja draga úr gosþambi

Meirihluti er fyrir því í danska þinginu að gefa út opinbera tilskipun þess efnis að ungmenni undir 18 ára aldri ættu ekki að drekka meira en hálfan lítra af gosdrykkjum á viku. 

Erlent
Fréttamynd

Útlendingastofnun sökuð um óreiðu

Stéttarfélagið Efling sakar Útlendingastofnun um óreiðu í meðferð gagna. Sendir allar umsóknir um atvinnuleyfi með leigubílum til öryggis. Útlendingastofnun segir gagnrýnina ómálefnalega og koma á óvart. </font /></font />

Innlent