Innlent

Setti Íslandsmet í blindskák

Henrik Danielsen, skólameistari Hróksins, setti Íslandsmet í blindskák í gær. Henrik tefldi átján blindskákir, vann fimmtán þeirra og gerði jafntefli í þremur þannig að hann tapaði ekki einni einustu. Fjölteflið stóð í sex klukkustundir. Mótherjarnir voru margir af efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×