Fréttir Gunnar fær engan stuðning eigin varaþingmanns Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Innlent 13.10.2005 19:12 Stöðvaði slagsmál með táragasi Lögreglan í Hafnarfirði þurfti í gærkvöld að beita táragasi til þess að stöðva slagsmál við Löngumýri í Garðabæ. Tilkynnt var um ólæti við götuna um miðnætti og greint frá því að tíu til fimmtán piltar væru að slást þar auk þess sem bílum hefði verið ekið óvarlega í götunni. Þegar lögrega kom á staðinn var talsverður í æsingur í þeim sem þar voru og flugust menn á. Innlent 13.10.2005 19:12 Stefna áfram að eigin vatnsveitu Formaður bæjarráðs Kópavogs fagnar vilja Orkuveitu Reykjavíkur til lækkunar á vatnsverði til Kópavogsbæjar. Hann segir bæinn engu að síður stefna að eigin vatnsveitu á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:12 Fann lítið tungl við Satúrnus Geimfarið Cassini hefur fundið agnarlítið tungl sem er falið á milli hringja Satúrnusar og er þar á braut um plánetuna. Erlent 13.10.2005 19:12 Átök eftir leik í Danmörku Lögregla í Kaupmannahöfn þurfti að skjóta viðvörunarskotum og beita fyrir sig lögregluhundum þegar áhangendur mankedónsks handknattleiksliðs trylltust eftir tap liðsins fyrir danska liðinu Slagelse í dag. Greint er frá því á vefsíðu <em>Politiken</em> að áhangendurnir hafi orðið ósáttir við niðurstöðu leiksins því þeir slógust hver við annan. Erlent 13.10.2005 19:12 Háttsettur embættismaður myrtur Lögregla í Írak greindi frá því í dag að byssumenn hefðu drepið háttsettan mann innan utanríkisráðuneytis landsins í Bagdad. Jassim al-Muhammadawy var skotinn fyrir utan heimili sitt í Vestur-Bagdad en auk þess særðust þrír í tilræðinu. Árásum á embættismenn, her og lögreglu hefur fjölgað að undanförnu í Írak, en frá því að ný ríkisstjórn í var mynduð í landinu fyrir um tveimur vikum hafa yfir 400 manns látist í ýmiss konar árásum. Erlent 13.10.2005 19:12 Mega hafa opið á morgun Matvöruverslunum með verslunarrými undir 600 fermetrum er nú heimilt að hafa opið alla helgidaga nema jóladag og mega þær því hafa opið á morgun, hvítasunnudag, og annan í hvítasunnu. Emil B. Karlsson, hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir ástæður fyrir breytingunum vera kröfur neytenda um rýmri afgreiðslutíma. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Meiddist illa í hlaupahjólsslysi Þrettán ára strákur slasaðist alvarlega þegar hann féll á hlaupahjóli sínu í fyrradag á Hátúni í Keflavík. Drengurinn fékk stýrið í kviðinn með þeim afleiðingum að miltað sprakk. Samkvæmt fréttavef <em>Víkurfrétta</em> var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítalans og var þaðan á gjörgæsludeild. Eftir aðhlynningu lækna var hann síðan fluttur á Barnaspítala Hringsins. Innlent 13.10.2005 19:12 Óánægja með sýknudóm yfir Lettum Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Innlent 13.10.2005 19:12 Mannfjöldamet á Öræfajökli? Mannfjöldamet var að öllum líkindum sett á Öræfajökli í dag en tæplega 200 manns komust þá á Hvannadalshjnúk, hæsta tind Íslands. Fjallgöngumennirnir hófu gönguna klukkan fjögur í nótt frá Sandfelli í Öræfasveit. Langflestir göngumanna voru á vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar pólfara. Innlent 13.10.2005 19:12 Áfram unnið að álveri fyrir norðan Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Innlent 13.10.2005 19:12 Fréttamönnum vísað úr landi Þúsundir manna hafa á ný safnast saman í borginni Andijan í Úsbeskistan þar sem tugir manna féllu í blóðugum bardögum í gær. Erlendum fréttamönnum hefur verið vísað frá borginni. Erlent 13.10.2005 19:12 Nokkuð annasamt í Kópavogi Talsverður erill var einnig hjá lögreglunni í Kópavogi í nótt en einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Reykjanesbrautinni um klukkan eitt í nótt. Hann var þó látinn laus eftir að blóðsýni hafði verið tekið úr honum. Þá stöðvaði Selfosslögreglan ökumann vegna gruns um ölvun um klukkan átta í gærkvöld og segir lögreglan að viðkomandi hafi virst talsvert ölvaður en hafi þó fengið að fara heim eftir rannsókn. Innlent 13.10.2005 19:12 Fríverslun við Kína í burðarliðnum Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landana sem er undanfari fríverslunarviðræðna. Áætlað er að gera hagkvæmniskönnun til að undirbúa fríverslunarsamning og er Ísland fyrsta ríkið í Evrópu sem Kína gerir slíkan samning við. Innlent 13.10.2005 19:12 Níu látnir í mótmælum í Afganistan Að minnsta kosti níu manns hafa látist í mótmælum í Afganistan í dag, en mótmælendur fóru út á götur fjórða daginn í röð í kjölfar frétta af því að bandarískir hermenn hefðu vanhelgað Kóraninn í fangabúðunum á Guantanamo-flóa við Kúbu þar sem hundruð Afgana eru í haldi. Fréttir berast af átökum milli mótmælenda og hers og lögreglu víða í landinu, en mótmælin hófust í kjölfar föstudagsbæna múslíma. Erlent 13.10.2005 19:12 Mega vinna tímabundið á leyfis Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. Innlent 13.10.2005 19:12 Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Lettanna sem voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær, segir að með þessum dómi sé í fyrsta sinn tekið almennilega á álitaefnum varðandi útlendinga frá Eystrasaltsríkjunum. Innlent 13.10.2005 19:12 Ók á lögregubíl á mikilli ferð Lögreglubíll endaði úti í skurði eftir að ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók á mikilli ferð á hann þegar lögregla hugðist ná tali af manninum. Lögreglan á Akranesi var í gærkvöldi beðin um að svipast um eftir manni sem farið var að sakna og fann hún bílinn og hélt í átt að honum. Þegar lögreglubifreiðin nálgaðist ók maðurinn af stað á móti lögreglubifreiðinni og beint framan á hana á mikilli ferð, en bílarnir voru á þröngum malarvegi þar sem ekki er hægt að mætast. Innlent 13.10.2005 19:12 Lettarnir eru fórnarlömb Dómurinn á Austurlandi tekur hvorki á því hvort lög um atvinnuréttindi útlendinga né lög um útlendinga hafi verið brotin, aðeins því hvort Lettarnir hafi haft rétt til að vinna hér á landi eða ekki. Því eru Lettarnir sýknaðir. Innlent 13.10.2005 19:12 Taldir hafa flegið ungan dreng Tveir menn hafa verið handteknir í Tansaníu grunaðir um að hafa myrt 9 ára gamlan dreng og selt húðina af honum fyrir 18 dollara. Húðin var notuð í lukkugripi sem þarlendur töframaður bjó til. Lögreglan komst á snoðir um málið eftir að mennirnir lentu í háværu rifrildi þar sem annar þeirra sakaði hinn um að ætla að drepa sig og flá. Erlent 13.10.2005 19:12 Skjálftahrina gengin niður Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg er að mestu gengin niður þótt þar finnist enn stöku skjálfti, að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, deildarstjóra eftirlitsdeildar Veðurstofunnar. Innlent 13.10.2005 19:12 Mótmæli í Afganistan Að minnsta kosti sjö mótmælendur og lögreglumaður létust í gær þegar öryggissveitir skutu á mannfjölda sem mótmælti vanvirðingu bandarískra hermanna í Guantanamo á Kóraninum, helgiriti múslima. Erlent 13.10.2005 19:12 Raðmorðingi tekinn af lífi Raðmorðinginn Michael Ross var tekinn af lífi í morgun í Connecticut í Bandaríkjunum, en þetta er fyrsta aftakan þar í nærri hálfa öld. Ross var gefinn banvæn sprauta en hann játaði að hafa myrt átta konur á níunda áratugnum. Á þriðja hundrað manns safnaðist saman fyrir utan fangelsið til að mótmæla aftökunni en vitni segir að ættingjar fórnarlamba hans, sem voru viðstaddir, hafi lýst því yfir að andlát morðingjans hafi verið of friðsælt. Erlent 13.10.2005 19:12 Aftur fjallað um meintan fjárdrátt Munnlegur málflutningur í máli Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 19:12 Setti Íslandsmet í blindskák Henrik Danielsen, skólameistari Hróksins, setti Íslandsmet í blindskák í gær. Henrik tefldi átján blindskákir, vann fimmtán þeirra og gerði jafntefli í þremur þannig að hann tapaði ekki einni einustu. Fjölteflið stóð í sex klukkustundir. Mótherjarnir voru margir af efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar. Innlent 13.10.2005 19:12 Danir vilja draga úr gosþambi Meirihluti er fyrir því í danska þinginu að gefa út opinbera tilskipun þess efnis að ungmenni undir 18 ára aldri ættu ekki að drekka meira en hálfan lítra af gosdrykkjum á viku. Erlent 13.10.2005 19:12 Útlendingastofnun sökuð um óreiðu Stéttarfélagið Efling sakar Útlendingastofnun um óreiðu í meðferð gagna. Sendir allar umsóknir um atvinnuleyfi með leigubílum til öryggis. Útlendingastofnun segir gagnrýnina ómálefnalega og koma á óvart. </font /></font /> Innlent 13.10.2005 19:12 Eigi enn á hættu illa meðferð Amnesty International segir fanga í haldi Bandaríkjamanna í Írak og víðar enn eiga á hættu illa meðferð þrátt fyrir mikla umræðu vegna hneyklisins í Abu Ghraib fangelsinu fyrir ári. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ríkisstjórn George Bush Bandaríkjaforseta sýni lítinn sem engan vilja til að hlýða alþjóðalögum og lítinn vilja til að reyna að gera betur í sínum málum. Erlent 13.10.2005 19:12 Næstfrjósamastir í Evrópu Fæðingartíðni á Íslandi er komin niður fyrir það mark sem þarf til að viðhalda mannfjöldanum. Aðeins í Tyrklandi er þó frjósemi meiri en hér á landi af Evrópuríkjunum. Innlent 13.10.2005 19:12 Fjölmenn mótmæli í Úsbekistan Þúsundir mótmæla eftir að meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga í Úsbekistan í morgun. Vísbendingar eru um að mótmælendur séu þó ekki andstæðingar öfgamannanna meintu heldur beinist mótmælin að stjórnvöldum. Erlent 13.10.2005 19:12 « ‹ ›
Gunnar fær engan stuðning eigin varaþingmanns Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Innlent 13.10.2005 19:12
Stöðvaði slagsmál með táragasi Lögreglan í Hafnarfirði þurfti í gærkvöld að beita táragasi til þess að stöðva slagsmál við Löngumýri í Garðabæ. Tilkynnt var um ólæti við götuna um miðnætti og greint frá því að tíu til fimmtán piltar væru að slást þar auk þess sem bílum hefði verið ekið óvarlega í götunni. Þegar lögrega kom á staðinn var talsverður í æsingur í þeim sem þar voru og flugust menn á. Innlent 13.10.2005 19:12
Stefna áfram að eigin vatnsveitu Formaður bæjarráðs Kópavogs fagnar vilja Orkuveitu Reykjavíkur til lækkunar á vatnsverði til Kópavogsbæjar. Hann segir bæinn engu að síður stefna að eigin vatnsveitu á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:12
Fann lítið tungl við Satúrnus Geimfarið Cassini hefur fundið agnarlítið tungl sem er falið á milli hringja Satúrnusar og er þar á braut um plánetuna. Erlent 13.10.2005 19:12
Átök eftir leik í Danmörku Lögregla í Kaupmannahöfn þurfti að skjóta viðvörunarskotum og beita fyrir sig lögregluhundum þegar áhangendur mankedónsks handknattleiksliðs trylltust eftir tap liðsins fyrir danska liðinu Slagelse í dag. Greint er frá því á vefsíðu <em>Politiken</em> að áhangendurnir hafi orðið ósáttir við niðurstöðu leiksins því þeir slógust hver við annan. Erlent 13.10.2005 19:12
Háttsettur embættismaður myrtur Lögregla í Írak greindi frá því í dag að byssumenn hefðu drepið háttsettan mann innan utanríkisráðuneytis landsins í Bagdad. Jassim al-Muhammadawy var skotinn fyrir utan heimili sitt í Vestur-Bagdad en auk þess særðust þrír í tilræðinu. Árásum á embættismenn, her og lögreglu hefur fjölgað að undanförnu í Írak, en frá því að ný ríkisstjórn í var mynduð í landinu fyrir um tveimur vikum hafa yfir 400 manns látist í ýmiss konar árásum. Erlent 13.10.2005 19:12
Mega hafa opið á morgun Matvöruverslunum með verslunarrými undir 600 fermetrum er nú heimilt að hafa opið alla helgidaga nema jóladag og mega þær því hafa opið á morgun, hvítasunnudag, og annan í hvítasunnu. Emil B. Karlsson, hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir ástæður fyrir breytingunum vera kröfur neytenda um rýmri afgreiðslutíma. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Meiddist illa í hlaupahjólsslysi Þrettán ára strákur slasaðist alvarlega þegar hann féll á hlaupahjóli sínu í fyrradag á Hátúni í Keflavík. Drengurinn fékk stýrið í kviðinn með þeim afleiðingum að miltað sprakk. Samkvæmt fréttavef <em>Víkurfrétta</em> var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítalans og var þaðan á gjörgæsludeild. Eftir aðhlynningu lækna var hann síðan fluttur á Barnaspítala Hringsins. Innlent 13.10.2005 19:12
Óánægja með sýknudóm yfir Lettum Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Innlent 13.10.2005 19:12
Mannfjöldamet á Öræfajökli? Mannfjöldamet var að öllum líkindum sett á Öræfajökli í dag en tæplega 200 manns komust þá á Hvannadalshjnúk, hæsta tind Íslands. Fjallgöngumennirnir hófu gönguna klukkan fjögur í nótt frá Sandfelli í Öræfasveit. Langflestir göngumanna voru á vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar pólfara. Innlent 13.10.2005 19:12
Áfram unnið að álveri fyrir norðan Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Innlent 13.10.2005 19:12
Fréttamönnum vísað úr landi Þúsundir manna hafa á ný safnast saman í borginni Andijan í Úsbeskistan þar sem tugir manna féllu í blóðugum bardögum í gær. Erlendum fréttamönnum hefur verið vísað frá borginni. Erlent 13.10.2005 19:12
Nokkuð annasamt í Kópavogi Talsverður erill var einnig hjá lögreglunni í Kópavogi í nótt en einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Reykjanesbrautinni um klukkan eitt í nótt. Hann var þó látinn laus eftir að blóðsýni hafði verið tekið úr honum. Þá stöðvaði Selfosslögreglan ökumann vegna gruns um ölvun um klukkan átta í gærkvöld og segir lögreglan að viðkomandi hafi virst talsvert ölvaður en hafi þó fengið að fara heim eftir rannsókn. Innlent 13.10.2005 19:12
Fríverslun við Kína í burðarliðnum Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landana sem er undanfari fríverslunarviðræðna. Áætlað er að gera hagkvæmniskönnun til að undirbúa fríverslunarsamning og er Ísland fyrsta ríkið í Evrópu sem Kína gerir slíkan samning við. Innlent 13.10.2005 19:12
Níu látnir í mótmælum í Afganistan Að minnsta kosti níu manns hafa látist í mótmælum í Afganistan í dag, en mótmælendur fóru út á götur fjórða daginn í röð í kjölfar frétta af því að bandarískir hermenn hefðu vanhelgað Kóraninn í fangabúðunum á Guantanamo-flóa við Kúbu þar sem hundruð Afgana eru í haldi. Fréttir berast af átökum milli mótmælenda og hers og lögreglu víða í landinu, en mótmælin hófust í kjölfar föstudagsbæna múslíma. Erlent 13.10.2005 19:12
Mega vinna tímabundið á leyfis Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. Innlent 13.10.2005 19:12
Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Lettanna sem voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær, segir að með þessum dómi sé í fyrsta sinn tekið almennilega á álitaefnum varðandi útlendinga frá Eystrasaltsríkjunum. Innlent 13.10.2005 19:12
Ók á lögregubíl á mikilli ferð Lögreglubíll endaði úti í skurði eftir að ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók á mikilli ferð á hann þegar lögregla hugðist ná tali af manninum. Lögreglan á Akranesi var í gærkvöldi beðin um að svipast um eftir manni sem farið var að sakna og fann hún bílinn og hélt í átt að honum. Þegar lögreglubifreiðin nálgaðist ók maðurinn af stað á móti lögreglubifreiðinni og beint framan á hana á mikilli ferð, en bílarnir voru á þröngum malarvegi þar sem ekki er hægt að mætast. Innlent 13.10.2005 19:12
Lettarnir eru fórnarlömb Dómurinn á Austurlandi tekur hvorki á því hvort lög um atvinnuréttindi útlendinga né lög um útlendinga hafi verið brotin, aðeins því hvort Lettarnir hafi haft rétt til að vinna hér á landi eða ekki. Því eru Lettarnir sýknaðir. Innlent 13.10.2005 19:12
Taldir hafa flegið ungan dreng Tveir menn hafa verið handteknir í Tansaníu grunaðir um að hafa myrt 9 ára gamlan dreng og selt húðina af honum fyrir 18 dollara. Húðin var notuð í lukkugripi sem þarlendur töframaður bjó til. Lögreglan komst á snoðir um málið eftir að mennirnir lentu í háværu rifrildi þar sem annar þeirra sakaði hinn um að ætla að drepa sig og flá. Erlent 13.10.2005 19:12
Skjálftahrina gengin niður Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg er að mestu gengin niður þótt þar finnist enn stöku skjálfti, að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, deildarstjóra eftirlitsdeildar Veðurstofunnar. Innlent 13.10.2005 19:12
Mótmæli í Afganistan Að minnsta kosti sjö mótmælendur og lögreglumaður létust í gær þegar öryggissveitir skutu á mannfjölda sem mótmælti vanvirðingu bandarískra hermanna í Guantanamo á Kóraninum, helgiriti múslima. Erlent 13.10.2005 19:12
Raðmorðingi tekinn af lífi Raðmorðinginn Michael Ross var tekinn af lífi í morgun í Connecticut í Bandaríkjunum, en þetta er fyrsta aftakan þar í nærri hálfa öld. Ross var gefinn banvæn sprauta en hann játaði að hafa myrt átta konur á níunda áratugnum. Á þriðja hundrað manns safnaðist saman fyrir utan fangelsið til að mótmæla aftökunni en vitni segir að ættingjar fórnarlamba hans, sem voru viðstaddir, hafi lýst því yfir að andlát morðingjans hafi verið of friðsælt. Erlent 13.10.2005 19:12
Aftur fjallað um meintan fjárdrátt Munnlegur málflutningur í máli Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 19:12
Setti Íslandsmet í blindskák Henrik Danielsen, skólameistari Hróksins, setti Íslandsmet í blindskák í gær. Henrik tefldi átján blindskákir, vann fimmtán þeirra og gerði jafntefli í þremur þannig að hann tapaði ekki einni einustu. Fjölteflið stóð í sex klukkustundir. Mótherjarnir voru margir af efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar. Innlent 13.10.2005 19:12
Danir vilja draga úr gosþambi Meirihluti er fyrir því í danska þinginu að gefa út opinbera tilskipun þess efnis að ungmenni undir 18 ára aldri ættu ekki að drekka meira en hálfan lítra af gosdrykkjum á viku. Erlent 13.10.2005 19:12
Útlendingastofnun sökuð um óreiðu Stéttarfélagið Efling sakar Útlendingastofnun um óreiðu í meðferð gagna. Sendir allar umsóknir um atvinnuleyfi með leigubílum til öryggis. Útlendingastofnun segir gagnrýnina ómálefnalega og koma á óvart. </font /></font /> Innlent 13.10.2005 19:12
Eigi enn á hættu illa meðferð Amnesty International segir fanga í haldi Bandaríkjamanna í Írak og víðar enn eiga á hættu illa meðferð þrátt fyrir mikla umræðu vegna hneyklisins í Abu Ghraib fangelsinu fyrir ári. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ríkisstjórn George Bush Bandaríkjaforseta sýni lítinn sem engan vilja til að hlýða alþjóðalögum og lítinn vilja til að reyna að gera betur í sínum málum. Erlent 13.10.2005 19:12
Næstfrjósamastir í Evrópu Fæðingartíðni á Íslandi er komin niður fyrir það mark sem þarf til að viðhalda mannfjöldanum. Aðeins í Tyrklandi er þó frjósemi meiri en hér á landi af Evrópuríkjunum. Innlent 13.10.2005 19:12
Fjölmenn mótmæli í Úsbekistan Þúsundir mótmæla eftir að meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga í Úsbekistan í morgun. Vísbendingar eru um að mótmælendur séu þó ekki andstæðingar öfgamannanna meintu heldur beinist mótmælin að stjórnvöldum. Erlent 13.10.2005 19:12