Innlent

Mannfjöldamet á Öræfajökli?

Mannfjöldamet var að öllum líkindum sett á Öræfajökli í dag en tæplega 200 manns komust þá á Hvannadalshjnúk, hæsta tind Íslands. Fjallgöngumennirnir hófu gönguna klukkan fjögur í nótt frá Sandfelli í Öræfasveit. Langflestir göngumanna voru á vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar pólfara. Smærri hópar voru á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Útivistar og Öræfaferða. Jón Gauti Jónsson, blaðamaður tímaritsins Útiveru, er við jökulinn og sagði hann í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að aðeins einn hefði gefist upp, hinir hefðu allir komist á toppinn. Göngufólkið er væntanlegir niður af jöklinum síðar í kvöld. Þá hefur frést af leiðöngrum jeppamanna sem einnig stefndu á tindinn þannig að véladrunur hafa rofið jöklakyrrðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×