Erlent

Háttsettur embættismaður myrtur

Lögregla í Írak greindi frá því í dag að byssumenn hefðu drepið háttsettan mann innan utanríkisráðuneytis landsins í Bagdad. Jassim al-Muhammadawy var skotinn fyrir utan heimili sitt í Vestur-Bagdad en auk þess særðust þrír í tilræðinu. Árásum á embættismenn, her og lögreglu hefur fjölgað að undanförnu í Írak, en frá því að ný ríkisstjórn í var mynduð í landinu fyrir um tveimur vikum hafa yfir 400 manns látist í ýmiss konar árásum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×