Fréttir Lík de Menezes komið til Brasilíu Komið var með líkkistu Jean Charles de Menezes til heimabæjar hans í Brasilíu í gær. Vika er í dag síðan lögreglan í Bretlandi skaut Menezes til bana á lestarstöð fyrir mistök. Erlent 13.10.2005 19:36 Hvirfilbylur í Bretlandi Hvirfilbylur fór um Birmingham, næststærstu borg Bretlands, í gær með þeim afleiðingum að nítján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga og rifnuðu tré upp með rótum. Erlent 13.10.2005 19:36 Bílainnflutningur slær öll met Vöruskiptahalli fyrstu sex mánuði ársins er nærri 35 milljarðar og mestu munar um aukinn bílainnflutning. Innflutningurinn á þeim er nú tvöfalt meiri að verðmæti en á árunum 1999-2000, sem voru metár. Hagfræðingur LÍÚ segir tölur frá Hagstofunni sýna að sjávarútvegurinn hafi tapað yfir tíu milljörðum fyrstu sex mánuði ársins vegna hás gengis. Innlent 13.10.2005 19:36 Búist við 10 þúsund manns í Eyjum Veðurblíða lék við hátíðagesti um allt land í gær og víðast er spáð áframhaldandi góðviðri. Mikil umferð hefur verið víðast hvar um landið, en þó sagði lögreglan á Selfossi hana ekki vera mikið meiri en um venjulega helgi. Innlent 13.10.2005 19:36 Greiðum skuldir ríkisins Geir Haarde fjármálaráðherra segir rétt að nota hluta andvirði Símans til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. "Það er góð ráðstöfun og lagar stöðuna ríkissjóðs til framtíðar," segir Geir. Innlent 13.10.2005 19:36 Ódrekkandi vatn í Höfnum Ferskvatnið í Höfnum á Reykjanesi er svo vont að íbúarnir fara langar leiðir til þess að sækja sér neysluvatn á brúsa. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni næstu tvö til þrjú árin. Innlent 13.10.2005 19:36 Vörubílstjórar gera sig klára Atvinnubílstjórar eru nú farnir að safnast saman á trukkum sínum á stæðinu neðan við Háskóla Íslands og búa sig undir að leggja af stað í snigilhæga mótmælakeyrslu til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni. Lögreglan hefur sagt að þessar aðgerðir verði ekki liðnar og að bílstjórarnir verði handteknir ef þeir tefja umferð af ásettu ráði. Innlent 13.10.2005 19:36 Hættuástand við aðgerðir bílstjóra Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs hafa komið því á framfæri við nokkra atvinnubílstjóra, sem ætla að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag, að það teljist hættuástand ef neyðarakstur lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla tefst af þeim völdum. Innlent 13.10.2005 19:36 Hærri tekjur á suðvesturhorninu Embætti skattstjóra um land allt lögðu fram skrá yfir álagða skatta árið 2005 í gær. Upplýsingar um álagninguna liggja frammi hjá embættunum til 12. ágúst næstkomandi og er öllum frjálst að kynna sér þær. Innlent 13.10.2005 19:36 Bretar rífa varðturna sína Bretar byrjuðu í dag að rífa varðturna sína á Norður-Írlandi en þeir hafa í áratugi verið tákn um veru breskra hersveita í landinu. Ákveðið var að byrja þegar að rífa turnana eftir að Írski lýðveldisherinn. IRA, lýsti því yfir í gær að hann hefði lagt niður vopn og myndi hér eftir stunda pólitíska baráttu fyrir markmiðum sínum. Erlent 13.10.2005 19:36 Eldfimar upplýsingar í könnun Nokkrar niðurstöður lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor hafa vakið deilur á Akureyri. Út úr niðurstöðunum má meðal annars lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hvaða hverfum þeir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi Reykvíkinga. Innlent 13.10.2005 19:36 Þúsundum fanga sleppt Þúsundir fanga byrjuðu í dag að streyma út úr fangelsum í Afríkuríkinu Rúanda eftir að yfirvöld ákváðu að sleppa þrjátíu og sex þúsund föngum. Níu af hverjum tíu þessara fanga hafa viðurkennt að hafa tekið þátt í morðunum á 800 þúsund mönnum af ættbálki Tútsa árið 1994. Erlent 13.10.2005 19:36 Gestkomandi barðist við eldinn Eldur kom upp í barnaherbergi í íbúðarhúsi á Selfossi í gær og olli töluverðum reykskemmdum, auk þess sem innanstokksmunir í barnaherbergi brunnu til kaldra kola. Innlent 13.10.2005 19:36 Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. Erlent 13.10.2005 19:36 ESB og Marokkó semja um fiskveiðar Fulltrúar Evrópusambandsins og Marokkó undirrituðu á fimmtudag samning um aðgang fiskiskipa ESB-landa að fiskveiðilögsögu Marokkó í Atlantshafi. Samkomulagið, sem gildir til næstu fjögurra ára, er einkar mikilvægt fyrir sjávarútveg á Spáni og í Portúgal. Erlent 13.10.2005 19:36 Mótmæli töfðu umferð Nokkrar tafir urðu á umferð þegar á þriðja tug atvinnubílstjóra mótmæltu olíugjaldi í gær. Bílstjórarnir óku á um þrjátíu kílómetra hraða um götur Reykjavíkur og hægðu þannig á umferð án þess þó að stöðva hana alveg. Innlent 13.10.2005 19:36 Bílalestin hægir á ferðalöngum Mótmælabílalest atvinnubílstjóra keyrir nú í gegnum borgina en lagt var af stað frá bílastæðunum við aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið að safnast saman í dag. Jóhann K. Jóhannsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu, segir þetta ganga hægt en slysalaust. Innlent 13.10.2005 19:36 Kaffi Austurstræti flytur Öldurhúsinu Kaffi Austurstræti var lokað fyrir fullt og allt í gær en eigandi þess ætlar að flytja starfsemina yfir í Hafnarstræti. Nýr staður mun heita Rökkurbarinn og verður á bak við Gauk á Stöng. "Ég stefni að því að hafa annað yfirbragð á nýja staðnum," segir Óskar Örn Ólafsson. Hann vonast þó til þess að halda í flesta fastakúnnana. Innlent 13.10.2005 19:36 Jarðskjálfti á Skjálfandaflóa Jarðskjálfti upp á 3,0 á Richter varð á Skjálfandaflóa um eittleytið í nótt. Upptökin voru 15 km norðvestur af Húsavík. Einn smærri jarðskjálfti fylgdi í kjölfarið. Ekki hefur orðið vart við frekari virkni á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:36 Skaftárhlaup að hefjast Allt bendir til þess að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir Vatnajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðvísindamanni er hæð í botni Skaftárkatla farið að nálgast þá stöðu sem verið hefur í byrjun fyrri hlaupa. Veðurstofan telur líkur á að vatn muni ná fram að jökulrönd snemma í fyrramálið. Innlent 13.10.2005 19:36 Upplýsingar ekki fyrir alla? Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. Innlent 13.10.2005 19:36 Condoleezza Rice valdamest Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, er talin valdamesta kona heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Þetta er annað árið í röð sem Rice trónar efst á lista 100 valdamestu kvenna heimsins. Erlent 13.10.2005 19:36 Írak: Hundruð milljóna horfin Endurskoðandi sem fylgist með því fjármagni sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa veitt til uppbyggingarstarfs í Írak segir milljónir dala, eða hundruð milljónir króna, hafi horfið. Er talið að bandarískir embættismenn og fyrirtæki hafi stolið peningunum. Erlent 13.10.2005 19:36 Strollan af stað Atvinnubílstjórar héldu fyrir stundu af stað á bílum sínum frá stæðinu neðan við Háskóla Íslands og aka sem leið liggur út úr borginni. Bílarnir sem eru tuttugu til þrjátíu, óku í nokkrum hollum og voru ýmist í halarófu eða hlið við hlið og töfðu þannig umferð. Lögregla fylgir bílunum í bak og fyrir en aðhefst ekki eins og er. Innlent 13.10.2005 19:36 Magnús skattakóngur í Eyjum Tölur um álagningu opinberra gjalda í Vestmannaeyjum hafa nú borist. Þar greiðir hæstan skatt Magnús Kristinsson, rúmlega 29 milljónir króna. Í öðru sæti er Gunnar Jónsson, sem borgar rúmlega tólf og hálfa milljón, og númer þrjú er Hanna María Siggeirsdóttir sem borgar rúmlega ellefu og hálfa milljón króna. Innlent 13.10.2005 19:36 Þyrlan leitaði báts Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit að fiskibáti með fjögurra manna áhöfn undir kvöld í gærkvöldi eftir að sendingar frá honum hættu að berast inn í sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið og farið var að óttast um sjómennina. Innlent 13.10.2005 19:36 Töluverð umferð úr bænum Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því. Innlent 13.10.2005 19:36 Fengu ekki endurgreiðslu skattsins Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð. Innlent 13.10.2005 19:36 Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. Erlent 13.10.2005 19:36 Ökumanns leitað Kona og þrjú börn sluppu ómeidd þega skilrúm úr harðplasti, á milli akvegar og gangstéttar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi, splundraðist á fjörutíu metra kafla, um klukkan sjö í gærkvöld. Bíl með tóman bátavagn var ekið yfir brúnna í sama mund og konan og börnin voru þar á gangi. Virðist vagninn hafa rekist utan í skilrúmið og splundrað því. Innlent 13.10.2005 19:35 « ‹ ›
Lík de Menezes komið til Brasilíu Komið var með líkkistu Jean Charles de Menezes til heimabæjar hans í Brasilíu í gær. Vika er í dag síðan lögreglan í Bretlandi skaut Menezes til bana á lestarstöð fyrir mistök. Erlent 13.10.2005 19:36
Hvirfilbylur í Bretlandi Hvirfilbylur fór um Birmingham, næststærstu borg Bretlands, í gær með þeim afleiðingum að nítján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga og rifnuðu tré upp með rótum. Erlent 13.10.2005 19:36
Bílainnflutningur slær öll met Vöruskiptahalli fyrstu sex mánuði ársins er nærri 35 milljarðar og mestu munar um aukinn bílainnflutning. Innflutningurinn á þeim er nú tvöfalt meiri að verðmæti en á árunum 1999-2000, sem voru metár. Hagfræðingur LÍÚ segir tölur frá Hagstofunni sýna að sjávarútvegurinn hafi tapað yfir tíu milljörðum fyrstu sex mánuði ársins vegna hás gengis. Innlent 13.10.2005 19:36
Búist við 10 þúsund manns í Eyjum Veðurblíða lék við hátíðagesti um allt land í gær og víðast er spáð áframhaldandi góðviðri. Mikil umferð hefur verið víðast hvar um landið, en þó sagði lögreglan á Selfossi hana ekki vera mikið meiri en um venjulega helgi. Innlent 13.10.2005 19:36
Greiðum skuldir ríkisins Geir Haarde fjármálaráðherra segir rétt að nota hluta andvirði Símans til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. "Það er góð ráðstöfun og lagar stöðuna ríkissjóðs til framtíðar," segir Geir. Innlent 13.10.2005 19:36
Ódrekkandi vatn í Höfnum Ferskvatnið í Höfnum á Reykjanesi er svo vont að íbúarnir fara langar leiðir til þess að sækja sér neysluvatn á brúsa. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni næstu tvö til þrjú árin. Innlent 13.10.2005 19:36
Vörubílstjórar gera sig klára Atvinnubílstjórar eru nú farnir að safnast saman á trukkum sínum á stæðinu neðan við Háskóla Íslands og búa sig undir að leggja af stað í snigilhæga mótmælakeyrslu til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni. Lögreglan hefur sagt að þessar aðgerðir verði ekki liðnar og að bílstjórarnir verði handteknir ef þeir tefja umferð af ásettu ráði. Innlent 13.10.2005 19:36
Hættuástand við aðgerðir bílstjóra Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs hafa komið því á framfæri við nokkra atvinnubílstjóra, sem ætla að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag, að það teljist hættuástand ef neyðarakstur lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla tefst af þeim völdum. Innlent 13.10.2005 19:36
Hærri tekjur á suðvesturhorninu Embætti skattstjóra um land allt lögðu fram skrá yfir álagða skatta árið 2005 í gær. Upplýsingar um álagninguna liggja frammi hjá embættunum til 12. ágúst næstkomandi og er öllum frjálst að kynna sér þær. Innlent 13.10.2005 19:36
Bretar rífa varðturna sína Bretar byrjuðu í dag að rífa varðturna sína á Norður-Írlandi en þeir hafa í áratugi verið tákn um veru breskra hersveita í landinu. Ákveðið var að byrja þegar að rífa turnana eftir að Írski lýðveldisherinn. IRA, lýsti því yfir í gær að hann hefði lagt niður vopn og myndi hér eftir stunda pólitíska baráttu fyrir markmiðum sínum. Erlent 13.10.2005 19:36
Eldfimar upplýsingar í könnun Nokkrar niðurstöður lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor hafa vakið deilur á Akureyri. Út úr niðurstöðunum má meðal annars lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hvaða hverfum þeir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi Reykvíkinga. Innlent 13.10.2005 19:36
Þúsundum fanga sleppt Þúsundir fanga byrjuðu í dag að streyma út úr fangelsum í Afríkuríkinu Rúanda eftir að yfirvöld ákváðu að sleppa þrjátíu og sex þúsund föngum. Níu af hverjum tíu þessara fanga hafa viðurkennt að hafa tekið þátt í morðunum á 800 þúsund mönnum af ættbálki Tútsa árið 1994. Erlent 13.10.2005 19:36
Gestkomandi barðist við eldinn Eldur kom upp í barnaherbergi í íbúðarhúsi á Selfossi í gær og olli töluverðum reykskemmdum, auk þess sem innanstokksmunir í barnaherbergi brunnu til kaldra kola. Innlent 13.10.2005 19:36
Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. Erlent 13.10.2005 19:36
ESB og Marokkó semja um fiskveiðar Fulltrúar Evrópusambandsins og Marokkó undirrituðu á fimmtudag samning um aðgang fiskiskipa ESB-landa að fiskveiðilögsögu Marokkó í Atlantshafi. Samkomulagið, sem gildir til næstu fjögurra ára, er einkar mikilvægt fyrir sjávarútveg á Spáni og í Portúgal. Erlent 13.10.2005 19:36
Mótmæli töfðu umferð Nokkrar tafir urðu á umferð þegar á þriðja tug atvinnubílstjóra mótmæltu olíugjaldi í gær. Bílstjórarnir óku á um þrjátíu kílómetra hraða um götur Reykjavíkur og hægðu þannig á umferð án þess þó að stöðva hana alveg. Innlent 13.10.2005 19:36
Bílalestin hægir á ferðalöngum Mótmælabílalest atvinnubílstjóra keyrir nú í gegnum borgina en lagt var af stað frá bílastæðunum við aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið að safnast saman í dag. Jóhann K. Jóhannsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu, segir þetta ganga hægt en slysalaust. Innlent 13.10.2005 19:36
Kaffi Austurstræti flytur Öldurhúsinu Kaffi Austurstræti var lokað fyrir fullt og allt í gær en eigandi þess ætlar að flytja starfsemina yfir í Hafnarstræti. Nýr staður mun heita Rökkurbarinn og verður á bak við Gauk á Stöng. "Ég stefni að því að hafa annað yfirbragð á nýja staðnum," segir Óskar Örn Ólafsson. Hann vonast þó til þess að halda í flesta fastakúnnana. Innlent 13.10.2005 19:36
Jarðskjálfti á Skjálfandaflóa Jarðskjálfti upp á 3,0 á Richter varð á Skjálfandaflóa um eittleytið í nótt. Upptökin voru 15 km norðvestur af Húsavík. Einn smærri jarðskjálfti fylgdi í kjölfarið. Ekki hefur orðið vart við frekari virkni á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:36
Skaftárhlaup að hefjast Allt bendir til þess að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir Vatnajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðvísindamanni er hæð í botni Skaftárkatla farið að nálgast þá stöðu sem verið hefur í byrjun fyrri hlaupa. Veðurstofan telur líkur á að vatn muni ná fram að jökulrönd snemma í fyrramálið. Innlent 13.10.2005 19:36
Upplýsingar ekki fyrir alla? Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. Innlent 13.10.2005 19:36
Condoleezza Rice valdamest Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, er talin valdamesta kona heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Þetta er annað árið í röð sem Rice trónar efst á lista 100 valdamestu kvenna heimsins. Erlent 13.10.2005 19:36
Írak: Hundruð milljóna horfin Endurskoðandi sem fylgist með því fjármagni sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa veitt til uppbyggingarstarfs í Írak segir milljónir dala, eða hundruð milljónir króna, hafi horfið. Er talið að bandarískir embættismenn og fyrirtæki hafi stolið peningunum. Erlent 13.10.2005 19:36
Strollan af stað Atvinnubílstjórar héldu fyrir stundu af stað á bílum sínum frá stæðinu neðan við Háskóla Íslands og aka sem leið liggur út úr borginni. Bílarnir sem eru tuttugu til þrjátíu, óku í nokkrum hollum og voru ýmist í halarófu eða hlið við hlið og töfðu þannig umferð. Lögregla fylgir bílunum í bak og fyrir en aðhefst ekki eins og er. Innlent 13.10.2005 19:36
Magnús skattakóngur í Eyjum Tölur um álagningu opinberra gjalda í Vestmannaeyjum hafa nú borist. Þar greiðir hæstan skatt Magnús Kristinsson, rúmlega 29 milljónir króna. Í öðru sæti er Gunnar Jónsson, sem borgar rúmlega tólf og hálfa milljón, og númer þrjú er Hanna María Siggeirsdóttir sem borgar rúmlega ellefu og hálfa milljón króna. Innlent 13.10.2005 19:36
Þyrlan leitaði báts Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit að fiskibáti með fjögurra manna áhöfn undir kvöld í gærkvöldi eftir að sendingar frá honum hættu að berast inn í sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið og farið var að óttast um sjómennina. Innlent 13.10.2005 19:36
Töluverð umferð úr bænum Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því. Innlent 13.10.2005 19:36
Fengu ekki endurgreiðslu skattsins Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð. Innlent 13.10.2005 19:36
Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. Erlent 13.10.2005 19:36
Ökumanns leitað Kona og þrjú börn sluppu ómeidd þega skilrúm úr harðplasti, á milli akvegar og gangstéttar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi, splundraðist á fjörutíu metra kafla, um klukkan sjö í gærkvöld. Bíl með tóman bátavagn var ekið yfir brúnna í sama mund og konan og börnin voru þar á gangi. Virðist vagninn hafa rekist utan í skilrúmið og splundrað því. Innlent 13.10.2005 19:35