Fréttir Lundúnasprengjumenn handteknir Allir mennirnir fjórir, sem voru eftirlýstir fyrir að hafa reynt að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí, eru nú í haldi lögreglu, að því er breskir fjölmiðlar fullyrtu í gær. Erlent 13.10.2005 19:36 Reyndi að stytta sér aldur Karlmaður sem sennilega er ættaður frá Alsír reyndi að stytta sér aldur þegar starfsmenn alþjóðadeildar Ríkislögregustjóra birtu honum í gær þann úrskurð að hann fengi ekki hæli hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Þetta átti sér stað í gistiheimili þar sem maðurinn hefur dvalið í nokkra mánuði eftir að hann kom hingað til lands. Innlent 13.10.2005 19:36 Velta greiðslukorta eykst Greiðslukortavelta Íslendinga jókst umtalsvert fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Kredikortavelta jókst um tæp fjórtán prósent á tímabilinu og debetkortavelta um tæp 26 prósent samkvæmt Hagvísi Hagstofu Íslands. Innlent 13.10.2005 19:36 Eldur í einbýlishúsi á Selfossi Eldur kviknaði í sjónvarpi í barnaherbergi í nýju einbýlishúsi á Selfossi síðdegis í gær og fór reykskynjari í gang. Nágranni heyrði í honum og reyndi að slökkva eldinn en fékk aðkenningu að reykeitrun. Innlent 13.10.2005 19:36 Mótmæla lokun Íslandsbankaútibús Yfir 500 undirskriftum hefur verið safnað í mótmælaskyni við fyrirhugaða lokun útibús Íslandsbanka að Réttarholtsvegi. Innlent 13.10.2005 19:36 Vill endurskilgreina RÚV Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára. Hann tekur við störfum 1. september næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:36 Fuglaflensa greind í Rússlandi Rússnesk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensuveira, sem fannst nýlega í fuglum í Síberíu, væri af þeirri skæðu gerð sem getur borist í menn. Veirusýkingin drap hundruð far- og alifugla í Síberíu fyrr í þessum mánuði, en engar fréttir hafa borist af því að hún hafi borist í menn. Erlent 13.10.2005 19:36 Fjögur lík finnast á Mont Blanc Lík fjögurra fjallgöngumanna fundust á Mont Blanc í gær en mannanna hafði verið saknað í frönsku Ölpunum frá því á mánudag. Líkin fundust í um 3.900 metra hæð en mennirnir hugðust halda á fjallið fyrir viku. Erlent 13.10.2005 19:36 Lyf sem lætur fólk gleyma Hefðbundið blóðþrýstingslyf gæti nýst til að hjálpa fólki sem hefur lent í áföllum við að gleyma atburðum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar geðlækna við Cornell-háskólann geta svokallaðir „beta blokkerar“, sem alla jafna eru notaðir við of háum blóðþrýstingi, fengið fólk til að gleyma streituvaldandi atburðum. Erlent 13.10.2005 19:36 Rice áhrifamesta kona heims Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er nú á toppi lista tímaritsins <em>Forbes </em>yfir eitt hundrað áhrifamestu konur heimsins. Næst á eftir henni kemur Wu Yi, heilbrigðisráðherra Kína, sem jafnframt hefur viðurnefnið „Járnfrúin“ líkt og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Erlent 13.10.2005 19:36 Tvær sprengingar á Spáni Tvær sprengjur sprungu við þjóðveg nærri Madríd á Spáni í dag. Enginn er sagður hafa slasast í sprengingunum. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, lýstu tilræðunum á hendur sér. Erlent 13.10.2005 19:36 Lík de Menezes komið til Brasilíu Komið var með líkkistu Jean Charles de Menezes til heimabæjar hans í Brasilíu í gær. Vika er í dag síðan lögreglan í Bretlandi skaut Menezes til bana á lestarstöð fyrir mistök. Erlent 13.10.2005 19:36 Hvirfilbylur í Bretlandi Hvirfilbylur fór um Birmingham, næststærstu borg Bretlands, í gær með þeim afleiðingum að nítján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga og rifnuðu tré upp með rótum. Erlent 13.10.2005 19:36 Bílainnflutningur slær öll met Vöruskiptahalli fyrstu sex mánuði ársins er nærri 35 milljarðar og mestu munar um aukinn bílainnflutning. Innflutningurinn á þeim er nú tvöfalt meiri að verðmæti en á árunum 1999-2000, sem voru metár. Hagfræðingur LÍÚ segir tölur frá Hagstofunni sýna að sjávarútvegurinn hafi tapað yfir tíu milljörðum fyrstu sex mánuði ársins vegna hás gengis. Innlent 13.10.2005 19:36 Búist við 10 þúsund manns í Eyjum Veðurblíða lék við hátíðagesti um allt land í gær og víðast er spáð áframhaldandi góðviðri. Mikil umferð hefur verið víðast hvar um landið, en þó sagði lögreglan á Selfossi hana ekki vera mikið meiri en um venjulega helgi. Innlent 13.10.2005 19:36 Greiðum skuldir ríkisins Geir Haarde fjármálaráðherra segir rétt að nota hluta andvirði Símans til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. "Það er góð ráðstöfun og lagar stöðuna ríkissjóðs til framtíðar," segir Geir. Innlent 13.10.2005 19:36 Ódrekkandi vatn í Höfnum Ferskvatnið í Höfnum á Reykjanesi er svo vont að íbúarnir fara langar leiðir til þess að sækja sér neysluvatn á brúsa. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni næstu tvö til þrjú árin. Innlent 13.10.2005 19:36 Vörubílstjórar gera sig klára Atvinnubílstjórar eru nú farnir að safnast saman á trukkum sínum á stæðinu neðan við Háskóla Íslands og búa sig undir að leggja af stað í snigilhæga mótmælakeyrslu til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni. Lögreglan hefur sagt að þessar aðgerðir verði ekki liðnar og að bílstjórarnir verði handteknir ef þeir tefja umferð af ásettu ráði. Innlent 13.10.2005 19:36 Hættuástand við aðgerðir bílstjóra Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs hafa komið því á framfæri við nokkra atvinnubílstjóra, sem ætla að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag, að það teljist hættuástand ef neyðarakstur lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla tefst af þeim völdum. Innlent 13.10.2005 19:36 Hærri tekjur á suðvesturhorninu Embætti skattstjóra um land allt lögðu fram skrá yfir álagða skatta árið 2005 í gær. Upplýsingar um álagninguna liggja frammi hjá embættunum til 12. ágúst næstkomandi og er öllum frjálst að kynna sér þær. Innlent 13.10.2005 19:36 Bretar rífa varðturna sína Bretar byrjuðu í dag að rífa varðturna sína á Norður-Írlandi en þeir hafa í áratugi verið tákn um veru breskra hersveita í landinu. Ákveðið var að byrja þegar að rífa turnana eftir að Írski lýðveldisherinn. IRA, lýsti því yfir í gær að hann hefði lagt niður vopn og myndi hér eftir stunda pólitíska baráttu fyrir markmiðum sínum. Erlent 13.10.2005 19:36 Eldfimar upplýsingar í könnun Nokkrar niðurstöður lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor hafa vakið deilur á Akureyri. Út úr niðurstöðunum má meðal annars lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hvaða hverfum þeir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi Reykvíkinga. Innlent 13.10.2005 19:36 Þúsundum fanga sleppt Þúsundir fanga byrjuðu í dag að streyma út úr fangelsum í Afríkuríkinu Rúanda eftir að yfirvöld ákváðu að sleppa þrjátíu og sex þúsund föngum. Níu af hverjum tíu þessara fanga hafa viðurkennt að hafa tekið þátt í morðunum á 800 þúsund mönnum af ættbálki Tútsa árið 1994. Erlent 13.10.2005 19:36 Gestkomandi barðist við eldinn Eldur kom upp í barnaherbergi í íbúðarhúsi á Selfossi í gær og olli töluverðum reykskemmdum, auk þess sem innanstokksmunir í barnaherbergi brunnu til kaldra kola. Innlent 13.10.2005 19:36 Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. Erlent 13.10.2005 19:36 ESB og Marokkó semja um fiskveiðar Fulltrúar Evrópusambandsins og Marokkó undirrituðu á fimmtudag samning um aðgang fiskiskipa ESB-landa að fiskveiðilögsögu Marokkó í Atlantshafi. Samkomulagið, sem gildir til næstu fjögurra ára, er einkar mikilvægt fyrir sjávarútveg á Spáni og í Portúgal. Erlent 13.10.2005 19:36 Töluverð umferð úr bænum Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því. Innlent 13.10.2005 19:36 Fengu ekki endurgreiðslu skattsins Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð. Innlent 13.10.2005 19:36 Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. Erlent 13.10.2005 19:36 35 ára stríði lokið á Írlandi Írski lýðveldisherinn, IRA, hefur ákveðið að leggja niður vopn. Þar með lýkur þrjátíu og fimm ára blóðugu tímabili í sögu samtakanna, sem talin eru bera ábyrgð á dauða nærri tvö þúsund manna. Erlent 13.10.2005 19:35 « ‹ ›
Lundúnasprengjumenn handteknir Allir mennirnir fjórir, sem voru eftirlýstir fyrir að hafa reynt að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí, eru nú í haldi lögreglu, að því er breskir fjölmiðlar fullyrtu í gær. Erlent 13.10.2005 19:36
Reyndi að stytta sér aldur Karlmaður sem sennilega er ættaður frá Alsír reyndi að stytta sér aldur þegar starfsmenn alþjóðadeildar Ríkislögregustjóra birtu honum í gær þann úrskurð að hann fengi ekki hæli hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Þetta átti sér stað í gistiheimili þar sem maðurinn hefur dvalið í nokkra mánuði eftir að hann kom hingað til lands. Innlent 13.10.2005 19:36
Velta greiðslukorta eykst Greiðslukortavelta Íslendinga jókst umtalsvert fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Kredikortavelta jókst um tæp fjórtán prósent á tímabilinu og debetkortavelta um tæp 26 prósent samkvæmt Hagvísi Hagstofu Íslands. Innlent 13.10.2005 19:36
Eldur í einbýlishúsi á Selfossi Eldur kviknaði í sjónvarpi í barnaherbergi í nýju einbýlishúsi á Selfossi síðdegis í gær og fór reykskynjari í gang. Nágranni heyrði í honum og reyndi að slökkva eldinn en fékk aðkenningu að reykeitrun. Innlent 13.10.2005 19:36
Mótmæla lokun Íslandsbankaútibús Yfir 500 undirskriftum hefur verið safnað í mótmælaskyni við fyrirhugaða lokun útibús Íslandsbanka að Réttarholtsvegi. Innlent 13.10.2005 19:36
Vill endurskilgreina RÚV Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára. Hann tekur við störfum 1. september næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:36
Fuglaflensa greind í Rússlandi Rússnesk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensuveira, sem fannst nýlega í fuglum í Síberíu, væri af þeirri skæðu gerð sem getur borist í menn. Veirusýkingin drap hundruð far- og alifugla í Síberíu fyrr í þessum mánuði, en engar fréttir hafa borist af því að hún hafi borist í menn. Erlent 13.10.2005 19:36
Fjögur lík finnast á Mont Blanc Lík fjögurra fjallgöngumanna fundust á Mont Blanc í gær en mannanna hafði verið saknað í frönsku Ölpunum frá því á mánudag. Líkin fundust í um 3.900 metra hæð en mennirnir hugðust halda á fjallið fyrir viku. Erlent 13.10.2005 19:36
Lyf sem lætur fólk gleyma Hefðbundið blóðþrýstingslyf gæti nýst til að hjálpa fólki sem hefur lent í áföllum við að gleyma atburðum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar geðlækna við Cornell-háskólann geta svokallaðir „beta blokkerar“, sem alla jafna eru notaðir við of háum blóðþrýstingi, fengið fólk til að gleyma streituvaldandi atburðum. Erlent 13.10.2005 19:36
Rice áhrifamesta kona heims Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er nú á toppi lista tímaritsins <em>Forbes </em>yfir eitt hundrað áhrifamestu konur heimsins. Næst á eftir henni kemur Wu Yi, heilbrigðisráðherra Kína, sem jafnframt hefur viðurnefnið „Járnfrúin“ líkt og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Erlent 13.10.2005 19:36
Tvær sprengingar á Spáni Tvær sprengjur sprungu við þjóðveg nærri Madríd á Spáni í dag. Enginn er sagður hafa slasast í sprengingunum. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, lýstu tilræðunum á hendur sér. Erlent 13.10.2005 19:36
Lík de Menezes komið til Brasilíu Komið var með líkkistu Jean Charles de Menezes til heimabæjar hans í Brasilíu í gær. Vika er í dag síðan lögreglan í Bretlandi skaut Menezes til bana á lestarstöð fyrir mistök. Erlent 13.10.2005 19:36
Hvirfilbylur í Bretlandi Hvirfilbylur fór um Birmingham, næststærstu borg Bretlands, í gær með þeim afleiðingum að nítján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga og rifnuðu tré upp með rótum. Erlent 13.10.2005 19:36
Bílainnflutningur slær öll met Vöruskiptahalli fyrstu sex mánuði ársins er nærri 35 milljarðar og mestu munar um aukinn bílainnflutning. Innflutningurinn á þeim er nú tvöfalt meiri að verðmæti en á árunum 1999-2000, sem voru metár. Hagfræðingur LÍÚ segir tölur frá Hagstofunni sýna að sjávarútvegurinn hafi tapað yfir tíu milljörðum fyrstu sex mánuði ársins vegna hás gengis. Innlent 13.10.2005 19:36
Búist við 10 þúsund manns í Eyjum Veðurblíða lék við hátíðagesti um allt land í gær og víðast er spáð áframhaldandi góðviðri. Mikil umferð hefur verið víðast hvar um landið, en þó sagði lögreglan á Selfossi hana ekki vera mikið meiri en um venjulega helgi. Innlent 13.10.2005 19:36
Greiðum skuldir ríkisins Geir Haarde fjármálaráðherra segir rétt að nota hluta andvirði Símans til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. "Það er góð ráðstöfun og lagar stöðuna ríkissjóðs til framtíðar," segir Geir. Innlent 13.10.2005 19:36
Ódrekkandi vatn í Höfnum Ferskvatnið í Höfnum á Reykjanesi er svo vont að íbúarnir fara langar leiðir til þess að sækja sér neysluvatn á brúsa. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni næstu tvö til þrjú árin. Innlent 13.10.2005 19:36
Vörubílstjórar gera sig klára Atvinnubílstjórar eru nú farnir að safnast saman á trukkum sínum á stæðinu neðan við Háskóla Íslands og búa sig undir að leggja af stað í snigilhæga mótmælakeyrslu til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni. Lögreglan hefur sagt að þessar aðgerðir verði ekki liðnar og að bílstjórarnir verði handteknir ef þeir tefja umferð af ásettu ráði. Innlent 13.10.2005 19:36
Hættuástand við aðgerðir bílstjóra Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs hafa komið því á framfæri við nokkra atvinnubílstjóra, sem ætla að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag, að það teljist hættuástand ef neyðarakstur lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla tefst af þeim völdum. Innlent 13.10.2005 19:36
Hærri tekjur á suðvesturhorninu Embætti skattstjóra um land allt lögðu fram skrá yfir álagða skatta árið 2005 í gær. Upplýsingar um álagninguna liggja frammi hjá embættunum til 12. ágúst næstkomandi og er öllum frjálst að kynna sér þær. Innlent 13.10.2005 19:36
Bretar rífa varðturna sína Bretar byrjuðu í dag að rífa varðturna sína á Norður-Írlandi en þeir hafa í áratugi verið tákn um veru breskra hersveita í landinu. Ákveðið var að byrja þegar að rífa turnana eftir að Írski lýðveldisherinn. IRA, lýsti því yfir í gær að hann hefði lagt niður vopn og myndi hér eftir stunda pólitíska baráttu fyrir markmiðum sínum. Erlent 13.10.2005 19:36
Eldfimar upplýsingar í könnun Nokkrar niðurstöður lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor hafa vakið deilur á Akureyri. Út úr niðurstöðunum má meðal annars lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hvaða hverfum þeir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi Reykvíkinga. Innlent 13.10.2005 19:36
Þúsundum fanga sleppt Þúsundir fanga byrjuðu í dag að streyma út úr fangelsum í Afríkuríkinu Rúanda eftir að yfirvöld ákváðu að sleppa þrjátíu og sex þúsund föngum. Níu af hverjum tíu þessara fanga hafa viðurkennt að hafa tekið þátt í morðunum á 800 þúsund mönnum af ættbálki Tútsa árið 1994. Erlent 13.10.2005 19:36
Gestkomandi barðist við eldinn Eldur kom upp í barnaherbergi í íbúðarhúsi á Selfossi í gær og olli töluverðum reykskemmdum, auk þess sem innanstokksmunir í barnaherbergi brunnu til kaldra kola. Innlent 13.10.2005 19:36
Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. Erlent 13.10.2005 19:36
ESB og Marokkó semja um fiskveiðar Fulltrúar Evrópusambandsins og Marokkó undirrituðu á fimmtudag samning um aðgang fiskiskipa ESB-landa að fiskveiðilögsögu Marokkó í Atlantshafi. Samkomulagið, sem gildir til næstu fjögurra ára, er einkar mikilvægt fyrir sjávarútveg á Spáni og í Portúgal. Erlent 13.10.2005 19:36
Töluverð umferð úr bænum Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því. Innlent 13.10.2005 19:36
Fengu ekki endurgreiðslu skattsins Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð. Innlent 13.10.2005 19:36
Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. Erlent 13.10.2005 19:36
35 ára stríði lokið á Írlandi Írski lýðveldisherinn, IRA, hefur ákveðið að leggja niður vopn. Þar með lýkur þrjátíu og fimm ára blóðugu tímabili í sögu samtakanna, sem talin eru bera ábyrgð á dauða nærri tvö þúsund manna. Erlent 13.10.2005 19:35