Fréttir Töluverð umferð úr bænum Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því. Innlent 13.10.2005 19:36 Fengu ekki endurgreiðslu skattsins Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð. Innlent 13.10.2005 19:36 Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. Erlent 13.10.2005 19:36 Mótmæli töfðu umferð Nokkrar tafir urðu á umferð þegar á þriðja tug atvinnubílstjóra mótmæltu olíugjaldi í gær. Bílstjórarnir óku á um þrjátíu kílómetra hraða um götur Reykjavíkur og hægðu þannig á umferð án þess þó að stöðva hana alveg. Innlent 13.10.2005 19:36 Bílalestin hægir á ferðalöngum Mótmælabílalest atvinnubílstjóra keyrir nú í gegnum borgina en lagt var af stað frá bílastæðunum við aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið að safnast saman í dag. Jóhann K. Jóhannsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu, segir þetta ganga hægt en slysalaust. Innlent 13.10.2005 19:36 Kaffi Austurstræti flytur Öldurhúsinu Kaffi Austurstræti var lokað fyrir fullt og allt í gær en eigandi þess ætlar að flytja starfsemina yfir í Hafnarstræti. Nýr staður mun heita Rökkurbarinn og verður á bak við Gauk á Stöng. "Ég stefni að því að hafa annað yfirbragð á nýja staðnum," segir Óskar Örn Ólafsson. Hann vonast þó til þess að halda í flesta fastakúnnana. Innlent 13.10.2005 19:36 Jarðskjálfti á Skjálfandaflóa Jarðskjálfti upp á 3,0 á Richter varð á Skjálfandaflóa um eittleytið í nótt. Upptökin voru 15 km norðvestur af Húsavík. Einn smærri jarðskjálfti fylgdi í kjölfarið. Ekki hefur orðið vart við frekari virkni á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:36 Skaftárhlaup að hefjast Allt bendir til þess að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir Vatnajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðvísindamanni er hæð í botni Skaftárkatla farið að nálgast þá stöðu sem verið hefur í byrjun fyrri hlaupa. Veðurstofan telur líkur á að vatn muni ná fram að jökulrönd snemma í fyrramálið. Innlent 13.10.2005 19:36 Upplýsingar ekki fyrir alla? Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. Innlent 13.10.2005 19:36 Condoleezza Rice valdamest Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, er talin valdamesta kona heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Þetta er annað árið í röð sem Rice trónar efst á lista 100 valdamestu kvenna heimsins. Erlent 13.10.2005 19:36 Írak: Hundruð milljóna horfin Endurskoðandi sem fylgist með því fjármagni sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa veitt til uppbyggingarstarfs í Írak segir milljónir dala, eða hundruð milljónir króna, hafi horfið. Er talið að bandarískir embættismenn og fyrirtæki hafi stolið peningunum. Erlent 13.10.2005 19:36 Strollan af stað Atvinnubílstjórar héldu fyrir stundu af stað á bílum sínum frá stæðinu neðan við Háskóla Íslands og aka sem leið liggur út úr borginni. Bílarnir sem eru tuttugu til þrjátíu, óku í nokkrum hollum og voru ýmist í halarófu eða hlið við hlið og töfðu þannig umferð. Lögregla fylgir bílunum í bak og fyrir en aðhefst ekki eins og er. Innlent 13.10.2005 19:36 Magnús skattakóngur í Eyjum Tölur um álagningu opinberra gjalda í Vestmannaeyjum hafa nú borist. Þar greiðir hæstan skatt Magnús Kristinsson, rúmlega 29 milljónir króna. Í öðru sæti er Gunnar Jónsson, sem borgar rúmlega tólf og hálfa milljón, og númer þrjú er Hanna María Siggeirsdóttir sem borgar rúmlega ellefu og hálfa milljón króna. Innlent 13.10.2005 19:36 Þyrlan leitaði báts Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit að fiskibáti með fjögurra manna áhöfn undir kvöld í gærkvöldi eftir að sendingar frá honum hættu að berast inn í sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið og farið var að óttast um sjómennina. Innlent 13.10.2005 19:36 Lenti á væng Discovery Yfirmenn NASA segja að annar einangrunarfroðuklumpurinn sem datt af geimferjunni Discovery hafi lent á væng ferjunnar. Í gær var fullyrt að stykkin sem duttu af ferjunni hefðu ekki lent á vængjum hennar en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Erlent 13.10.2005 19:36 Víðtækustu aðgerðir í sögu London Alls hafa nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna misheppnuðu í London í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í borginni. Fjórmenningarnir sem gerðu árásirnar hafa allir verið handteknir. Erlent 13.10.2005 19:36 Götum borgarinnar lokað í hádeginu Vörubílstjórar sem hyggjast loka fyrir umferð úr höfuðborginni í dag ætla ekki að láta sér segjast þrátt fyrir eindregin tilmæli lögreglu. "Við gætum farið af stað í kringum hádegið," sagði Sturla Jónsson, talsmaður þeirra, í gærkvöldi. "Ég á von á því að fjörutíu til fimmtíu bílar taki þátt, en sjáum til hvort þeir mæta allir þegar á hólminn er komið." Innlent 13.10.2005 19:36 Þjónustuvakt FÍB fyrir ferðalanga Líkt og undanfarin 55 ár verður Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, með þjónustuvakt um verslunarmannahelgina fyrir bíleigendur. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut. Aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins um land allt eru í viðbragðsstöðu. Innlent 17.10.2005 23:42 Mælingum á Hvannadalshnúk lokið Störfum mælingamanna sem vilja fá endanlega niðurstöðu á það hve hár Hvannadalshnúkur er lauk í gær stuttu eftir klukkan tvö og nú taka útreikningar við. Búist er við að niðurstaða þeirra liggi fyrir á miðvikudaginn í næstu viku. Innlent 13.10.2005 19:36 Síminn seldur á tæpa 67 milljarða Þrjú tilboð bárust í símann - öll frá innlendum fjárfestum. Forsætisráðherra segir söluna styrkja stöðu ríkissjóðs. Hægt verði að ráðast í verkefni á sviði velferðar- og samgöngumála. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36 Lóan komin og farin Lóan er komin, búin að kveða burt snjóinn, farin aftur - og hvað þá? Sandlóan Signý kom hingað í vor, verpti við flugvöllinn í Holti í Önundarfirði, ól upp unga sína og tók að því búnu flugið til Frakklands þar sem til hennar sást fyrir nokkrum dögum. Innlent 13.10.2005 19:36 Tekinn með hundrað grömm Maður um sextugt var handtekinn þegar hann ætlaði sér um borðu í Herjólf í fyrrakvöld en hann var með hundrað grömm af fíkniefnum innanklæda. Þar af voru 70 grömm af hvítu efni sem líklega mun vera amfetamín að sögn lögreglunar á Selfossi og 30 grömm af hassi. Innlent 13.10.2005 19:36 Lundúnasprengjumenn handteknir Allir mennirnir fjórir, sem voru eftirlýstir fyrir að hafa reynt að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí, eru nú í haldi lögreglu, að því er breskir fjölmiðlar fullyrtu í gær. Erlent 13.10.2005 19:36 Reyndi að stytta sér aldur Karlmaður sem sennilega er ættaður frá Alsír reyndi að stytta sér aldur þegar starfsmenn alþjóðadeildar Ríkislögregustjóra birtu honum í gær þann úrskurð að hann fengi ekki hæli hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Þetta átti sér stað í gistiheimili þar sem maðurinn hefur dvalið í nokkra mánuði eftir að hann kom hingað til lands. Innlent 13.10.2005 19:36 Velta greiðslukorta eykst Greiðslukortavelta Íslendinga jókst umtalsvert fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Kredikortavelta jókst um tæp fjórtán prósent á tímabilinu og debetkortavelta um tæp 26 prósent samkvæmt Hagvísi Hagstofu Íslands. Innlent 13.10.2005 19:36 Eldur í einbýlishúsi á Selfossi Eldur kviknaði í sjónvarpi í barnaherbergi í nýju einbýlishúsi á Selfossi síðdegis í gær og fór reykskynjari í gang. Nágranni heyrði í honum og reyndi að slökkva eldinn en fékk aðkenningu að reykeitrun. Innlent 13.10.2005 19:36 Mótmæla lokun Íslandsbankaútibús Yfir 500 undirskriftum hefur verið safnað í mótmælaskyni við fyrirhugaða lokun útibús Íslandsbanka að Réttarholtsvegi. Innlent 13.10.2005 19:36 Vill endurskilgreina RÚV Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára. Hann tekur við störfum 1. september næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:36 Fuglaflensa greind í Rússlandi Rússnesk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensuveira, sem fannst nýlega í fuglum í Síberíu, væri af þeirri skæðu gerð sem getur borist í menn. Veirusýkingin drap hundruð far- og alifugla í Síberíu fyrr í þessum mánuði, en engar fréttir hafa borist af því að hún hafi borist í menn. Erlent 13.10.2005 19:36 Sextíu látnir í hitabylgju Yfir 60 manns hafa látist af völdum hita og raka í Bandaríkjunum að undanförnu. Hitabylgjan hefur valdið miklum óskunda í níu ríkjum, aðallega á austurströnd landsins en hæst fór hitinn í 38 gráður. Erlent 13.10.2005 19:35 « ‹ ›
Töluverð umferð úr bænum Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því. Innlent 13.10.2005 19:36
Fengu ekki endurgreiðslu skattsins Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð. Innlent 13.10.2005 19:36
Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. Erlent 13.10.2005 19:36
Mótmæli töfðu umferð Nokkrar tafir urðu á umferð þegar á þriðja tug atvinnubílstjóra mótmæltu olíugjaldi í gær. Bílstjórarnir óku á um þrjátíu kílómetra hraða um götur Reykjavíkur og hægðu þannig á umferð án þess þó að stöðva hana alveg. Innlent 13.10.2005 19:36
Bílalestin hægir á ferðalöngum Mótmælabílalest atvinnubílstjóra keyrir nú í gegnum borgina en lagt var af stað frá bílastæðunum við aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið að safnast saman í dag. Jóhann K. Jóhannsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu, segir þetta ganga hægt en slysalaust. Innlent 13.10.2005 19:36
Kaffi Austurstræti flytur Öldurhúsinu Kaffi Austurstræti var lokað fyrir fullt og allt í gær en eigandi þess ætlar að flytja starfsemina yfir í Hafnarstræti. Nýr staður mun heita Rökkurbarinn og verður á bak við Gauk á Stöng. "Ég stefni að því að hafa annað yfirbragð á nýja staðnum," segir Óskar Örn Ólafsson. Hann vonast þó til þess að halda í flesta fastakúnnana. Innlent 13.10.2005 19:36
Jarðskjálfti á Skjálfandaflóa Jarðskjálfti upp á 3,0 á Richter varð á Skjálfandaflóa um eittleytið í nótt. Upptökin voru 15 km norðvestur af Húsavík. Einn smærri jarðskjálfti fylgdi í kjölfarið. Ekki hefur orðið vart við frekari virkni á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:36
Skaftárhlaup að hefjast Allt bendir til þess að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir Vatnajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðvísindamanni er hæð í botni Skaftárkatla farið að nálgast þá stöðu sem verið hefur í byrjun fyrri hlaupa. Veðurstofan telur líkur á að vatn muni ná fram að jökulrönd snemma í fyrramálið. Innlent 13.10.2005 19:36
Upplýsingar ekki fyrir alla? Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. Innlent 13.10.2005 19:36
Condoleezza Rice valdamest Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, er talin valdamesta kona heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Þetta er annað árið í röð sem Rice trónar efst á lista 100 valdamestu kvenna heimsins. Erlent 13.10.2005 19:36
Írak: Hundruð milljóna horfin Endurskoðandi sem fylgist með því fjármagni sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa veitt til uppbyggingarstarfs í Írak segir milljónir dala, eða hundruð milljónir króna, hafi horfið. Er talið að bandarískir embættismenn og fyrirtæki hafi stolið peningunum. Erlent 13.10.2005 19:36
Strollan af stað Atvinnubílstjórar héldu fyrir stundu af stað á bílum sínum frá stæðinu neðan við Háskóla Íslands og aka sem leið liggur út úr borginni. Bílarnir sem eru tuttugu til þrjátíu, óku í nokkrum hollum og voru ýmist í halarófu eða hlið við hlið og töfðu þannig umferð. Lögregla fylgir bílunum í bak og fyrir en aðhefst ekki eins og er. Innlent 13.10.2005 19:36
Magnús skattakóngur í Eyjum Tölur um álagningu opinberra gjalda í Vestmannaeyjum hafa nú borist. Þar greiðir hæstan skatt Magnús Kristinsson, rúmlega 29 milljónir króna. Í öðru sæti er Gunnar Jónsson, sem borgar rúmlega tólf og hálfa milljón, og númer þrjú er Hanna María Siggeirsdóttir sem borgar rúmlega ellefu og hálfa milljón króna. Innlent 13.10.2005 19:36
Þyrlan leitaði báts Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit að fiskibáti með fjögurra manna áhöfn undir kvöld í gærkvöldi eftir að sendingar frá honum hættu að berast inn í sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið og farið var að óttast um sjómennina. Innlent 13.10.2005 19:36
Lenti á væng Discovery Yfirmenn NASA segja að annar einangrunarfroðuklumpurinn sem datt af geimferjunni Discovery hafi lent á væng ferjunnar. Í gær var fullyrt að stykkin sem duttu af ferjunni hefðu ekki lent á vængjum hennar en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Erlent 13.10.2005 19:36
Víðtækustu aðgerðir í sögu London Alls hafa nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna misheppnuðu í London í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í borginni. Fjórmenningarnir sem gerðu árásirnar hafa allir verið handteknir. Erlent 13.10.2005 19:36
Götum borgarinnar lokað í hádeginu Vörubílstjórar sem hyggjast loka fyrir umferð úr höfuðborginni í dag ætla ekki að láta sér segjast þrátt fyrir eindregin tilmæli lögreglu. "Við gætum farið af stað í kringum hádegið," sagði Sturla Jónsson, talsmaður þeirra, í gærkvöldi. "Ég á von á því að fjörutíu til fimmtíu bílar taki þátt, en sjáum til hvort þeir mæta allir þegar á hólminn er komið." Innlent 13.10.2005 19:36
Þjónustuvakt FÍB fyrir ferðalanga Líkt og undanfarin 55 ár verður Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, með þjónustuvakt um verslunarmannahelgina fyrir bíleigendur. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut. Aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins um land allt eru í viðbragðsstöðu. Innlent 17.10.2005 23:42
Mælingum á Hvannadalshnúk lokið Störfum mælingamanna sem vilja fá endanlega niðurstöðu á það hve hár Hvannadalshnúkur er lauk í gær stuttu eftir klukkan tvö og nú taka útreikningar við. Búist er við að niðurstaða þeirra liggi fyrir á miðvikudaginn í næstu viku. Innlent 13.10.2005 19:36
Síminn seldur á tæpa 67 milljarða Þrjú tilboð bárust í símann - öll frá innlendum fjárfestum. Forsætisráðherra segir söluna styrkja stöðu ríkissjóðs. Hægt verði að ráðast í verkefni á sviði velferðar- og samgöngumála. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36
Lóan komin og farin Lóan er komin, búin að kveða burt snjóinn, farin aftur - og hvað þá? Sandlóan Signý kom hingað í vor, verpti við flugvöllinn í Holti í Önundarfirði, ól upp unga sína og tók að því búnu flugið til Frakklands þar sem til hennar sást fyrir nokkrum dögum. Innlent 13.10.2005 19:36
Tekinn með hundrað grömm Maður um sextugt var handtekinn þegar hann ætlaði sér um borðu í Herjólf í fyrrakvöld en hann var með hundrað grömm af fíkniefnum innanklæda. Þar af voru 70 grömm af hvítu efni sem líklega mun vera amfetamín að sögn lögreglunar á Selfossi og 30 grömm af hassi. Innlent 13.10.2005 19:36
Lundúnasprengjumenn handteknir Allir mennirnir fjórir, sem voru eftirlýstir fyrir að hafa reynt að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí, eru nú í haldi lögreglu, að því er breskir fjölmiðlar fullyrtu í gær. Erlent 13.10.2005 19:36
Reyndi að stytta sér aldur Karlmaður sem sennilega er ættaður frá Alsír reyndi að stytta sér aldur þegar starfsmenn alþjóðadeildar Ríkislögregustjóra birtu honum í gær þann úrskurð að hann fengi ekki hæli hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Þetta átti sér stað í gistiheimili þar sem maðurinn hefur dvalið í nokkra mánuði eftir að hann kom hingað til lands. Innlent 13.10.2005 19:36
Velta greiðslukorta eykst Greiðslukortavelta Íslendinga jókst umtalsvert fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Kredikortavelta jókst um tæp fjórtán prósent á tímabilinu og debetkortavelta um tæp 26 prósent samkvæmt Hagvísi Hagstofu Íslands. Innlent 13.10.2005 19:36
Eldur í einbýlishúsi á Selfossi Eldur kviknaði í sjónvarpi í barnaherbergi í nýju einbýlishúsi á Selfossi síðdegis í gær og fór reykskynjari í gang. Nágranni heyrði í honum og reyndi að slökkva eldinn en fékk aðkenningu að reykeitrun. Innlent 13.10.2005 19:36
Mótmæla lokun Íslandsbankaútibús Yfir 500 undirskriftum hefur verið safnað í mótmælaskyni við fyrirhugaða lokun útibús Íslandsbanka að Réttarholtsvegi. Innlent 13.10.2005 19:36
Vill endurskilgreina RÚV Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára. Hann tekur við störfum 1. september næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:36
Fuglaflensa greind í Rússlandi Rússnesk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensuveira, sem fannst nýlega í fuglum í Síberíu, væri af þeirri skæðu gerð sem getur borist í menn. Veirusýkingin drap hundruð far- og alifugla í Síberíu fyrr í þessum mánuði, en engar fréttir hafa borist af því að hún hafi borist í menn. Erlent 13.10.2005 19:36
Sextíu látnir í hitabylgju Yfir 60 manns hafa látist af völdum hita og raka í Bandaríkjunum að undanförnu. Hitabylgjan hefur valdið miklum óskunda í níu ríkjum, aðallega á austurströnd landsins en hæst fór hitinn í 38 gráður. Erlent 13.10.2005 19:35