Fréttir

Fréttamynd

Ísraelar brjóta mannréttindi

Hópur sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að tálminn sem Ísraelar reisa nú umhverfis Vesturbakkann, sé brot gegn mannréttindaskuldbindingum Ísraela. Því hvöttu þeir til að öll vinna við tálmann verði stöðvuð og að Ísraelar borgi Palestínumönnum skaðabætur fyrir skemmdir vegna hans.

Erlent
Fréttamynd

London vöktuð

Sex þúsund lögreglumenn, gráir fyrir járnum, vakta í dag öll helstu samgöngumannvirki London. Í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan meira en fimmtíu manns létust í árásum á borgina og tvær vikur síðan gerð var misheppnuð árás sem svipaði mjög til þeirrar fyrri.

Erlent
Fréttamynd

Talar fyrir punktakerfi í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson læknir, sem var efsti maður á lista Vinstri grænna í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi, segir aðalatriðið að úthlutunarkerfi sé gagnsætt og fyrirsjáanlegt. "Það er engin sanngirni í því að þú getir fengið lóð út á það hver þú ert og hvað þú heitir."

Innlent
Fréttamynd

41 byggðarlag fær byggðakvóta

Veiða má 198 þúsund tonn af þorski og 105 þúsund tonn af ýsu samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um stjórn fiskveiða á næsta fiskveiðiári. Þá hefur einnig verið tekin ákvörðun um úthlutun 4.010 tonna af byggðarkvóta til byggðarlaga sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi eða skerðingar á heildaraflaheimildum. 

Innlent
Fréttamynd

Júlíus Vífill ætlar fram

Júlíus Vífill Ingvarsson lýsti í gær yfir framboði í eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hann segir Reykjavík hafa orðið undir í samkeppni við nágrannasveitarfélögin. "Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga og ávallt í forystu."

Innlent
Fréttamynd

Vinna hafin á ný

Vinna er hafin á ný á við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð. Hún var stöðvuð eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið í morgun og strengdi þar meðal annars borða með áletruninni: „Alcoa græðir- Íslandi blæðir“. Ellefu voru handteknir.

Innlent
Fréttamynd

Kanna hvort gera verði við

Sérfræðingar bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, segja skemmdir hafa orðið á geimferjunni Discovery við glugga flugstjórans og er nú verið að kanna hvort að geimfarar um borð í ferjunni verða að gera við skemmdirnar.

Erlent
Fréttamynd

Hvannadalshnjúkur hefur lækkað

Hvannadalshnjúkur er aðeins 2.110 metrar eða níu metrum lægri en hann hefur verið sagður vera síðastliðin hundrað ár. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti þetta á tröppum Stjórnarráðsins fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

18 drepnir í Khartoum í nótt

Átján manns voru drepnir á götum Khartoum, höfuðborgar Súdans, í nótt. Fjölmargir íbúar Suður-Súdans hafa gengið berseksgang á götum úti undanfarna þrjá daga í kjölfar þess að varaforseti landsins lést í þyrluslysi á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Bretar seldur þungt vatn

Bretar seldu Ísraelum á sjötta áratugnum nauðsynlega parta, fyrir kjarnorkuuppbyggingu Ísraela. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem BBC hefur undir höndum.

Erlent
Fréttamynd

Leit þýskra tollayfirvalda ólögmæt

Skipverjarnir tveir af togaranum Hauki ÍS sem handteknir voru í Bremerhaven í Þýskalandi í byrjun janúar með sjö kíló af kókaíni og hassi í klefum sínum eru lausir allra mála eftir að þýskur dómstóll komst að því að leit lögreglu og tollgæslu hefði verið ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Danir hljóma gramir

Baugur, Straumur og fyrirtæki í eigu Birgis Þórs Bieltvedts hafa keypt stórverslunina Illum við Strikið í Kaupmannahöfn en sami hópur keypti nýverið Magasin du Nord þar í borg. Dönsk blöð greina frá þessum viðskiptum með ítarlegum hætti í morgun og er ekki laust við að úr textanum megi lesa að Dönum þyki berin súr.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikið um veggjalýs hér á landi

Ólafur Sigurðsson hjá Meindýraeyðingu heimilanna segir óvenju mikið hafa verið um veggjalús í húsum Íslendinga síðustu misserin og vill brýna fyrir fólki að það sé á varðbergi gagnvart henni á ferðalögum erlendis. Auðvelt er að sjá ummerki lúsarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki synda með hvölum

Stjórnvöld í Kosta Ríka hafa bannað fólki að synda með höfrungum og hvölum. Þetta sagði hópur umhverfisverndarsinna í gær, en sund með hvölum hefur notið vaxandi vinsælda hjá ferðamönnum í Kosta Ríka á undanförnum árum.

Erlent
Fréttamynd

Enginn ætti að skrifa undir

Enginn ætti að skrifa undir samning á borð við þann sem Eskimo models gerði við hundruð aukaleikara í mynd Clints Eastwoods sem nú er verið að taka upp á Reykjanesi, segir aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Verkalýðshreyfingin er tilbúin að aðstoða leikarana við að knýja á um breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrgð helst óbreytt

"Ábyrgð Toyota helst óbreytt eins og verið hefur en viðurkennd breytingarverkstæði bera að sjálfsögðu ábyrgð á öllum breytingum sem gerðar eru," segir Bogi Sigurðsson, þjónustustjóri P. Samúelssonar, umboðsaðila Toyota á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglustjórinn tekur við völdum

Herráð Afríkuríkisins Máritaníu, sem steypti forseta landsins af stóli í gær, hefur útnefnt yfirmann lögreglunnar sem nýjan leiðtoga landsins. Hann mun ásamt herráðinu gegna völdum í landinu næstu tvö árin en að þeim tíma liðnum er ráðgert að halda lýðræðislegar kosningar í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Vinna stöðvuð vegna mótmælenda

Öll vinna við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð hefur verið stöðvuð eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið í morgun. Þeir hafa meðal annars strengt borða með áletruninni: „Alcoa græðir- Íslandi blæðir.“ Lögreglumenn frá Eskifirði og Neskaupstað eru á vettvangi og handtaka fólk, að sögn Björns S. Lárussonar, samskiptafulltrúa verktakans Bechtel.

Innlent
Fréttamynd

Djöfulleg breyting fyrir aldraða

Ellilífeyrisþegi í Árbæ segir að með nýju leiðakerfi Strætó bs. sé í raun búið að gera ófært fyrir marga að taka strætisvagn þaðan og niður í bæ. Hann segir þetta einkum bitna á gamla fólkinu og fólki með skerta hreyfigetu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Slasaður sjómaður sóttur nærri Vík

Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal var kölluð út klukkan ellefu í morgun til að sækja slasaðan sjómann um borð í bát sem staddur var rétt fyrir utan Vík. Björgunarsveitarmenn fóru á hjólabát ásamt lækni til að sækja manninn.

Innlent
Fréttamynd

Í neðanjarðarbyrgi í 18 mánuði

Bandaríkjamenn hafa haldið tveimur Jemenum föngnum án ákæru í neðanjarðarbyrgi í átján mánuði, án þess að leyfa þeim að hafa nein samskipti við umheiminn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International.

Erlent
Fréttamynd

Al-Kaída hótar frekari árásum

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á lestarstöðum í London í gær, en frekari sprengjuárásum hafði verið hótað. Fjórar vikur eru liðnar síðan 52 létust í sjálfsmorðsprengingum í lestum og strætisvagni í London.

Erlent
Fréttamynd

Heimatilbúnar sprengjur

Þeir sem stóðu að sjálfsmorðssprengingunum í London fyrir fjórum vikum notuðust við heimatilbúið sprengiefni, eftir því sem lögreglan í New York-borg segir.

Erlent
Fréttamynd

Tvær systur ákærðar

Tvær systur, búsettar í Stockwell í Lundúnum, hafa verið ákærðar fyrir að veita ekki upplýsingar eftir sprengjutilræðið 21. júlí. Systurnar tvær, Yeshshiembet Girma, sem er 28 ára og Muluemebet Girma, 21 árs, munu mæta fyrir rétti í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti tindurinn 2110 metrar

Hvannadalshnúkur á Öræfajökli, hæsti tindur landsins, er níu metrum lægri en áður var talið. Niðurstaða GPS- mælinga á honum er sú að hnúkurinn sé 2109,6 metra hár, en ekki 2119 metrar eins og lengst af var talið. Hann er þó enn hæsti tindur landsins.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn hætt í smyglmáli Hauks ÍS

Saksóknari í Bremerhaven hefur formlega hætt rannsókn á því hvernig töluvert magn kókaíns og hass komst um borð í Hauk ÍS fyrr á þessu ári. Tveir úr áhöfn skipsins voru handteknir í kjölfar leitar þýska tollsins um borð og játaði annar þeirrar að hafa tekið á móti tösku fyrir hönd þriðja manns í áhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í samstarfi við bæjaryfirvöld

Vestmannaeyjabær er ekki í samstarfi við kvikmyndagerðarmennina sem vinna að heimildamynd um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í fréttum Stöðvar 2 var haft eftir einum forsvarsmanna myndarinnar að hún væri unnin í samstarfi við bæinn og að myndbrot þar sem Hreimi Heimissyni söngvara og Árna Johnsen lendir saman yrði ekki sýnt til að vernda Vestmannaeyjabæ.

Innlent
Fréttamynd

Klifruðu upp í byggingarkrana

Þrettán mótmælendur voru handteknir eftir að þeir fóru inn á byggingarsvæði álvers Alcoa í Reyðarfirði á ellefta tímanum í gærmorgun. Stöðva þurfti framkvæmdir í fjórar klukkustundir vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsráð mælti með Sigrúnu

Útvarpsráð mælti í morgun með því að Sigrún Stefánsdóttir verði ráðin forstöðumaður Rásar 2 og yfirmaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins.

Innlent