Innlent

Hæsti tindurinn 2110 metrar

Hvannadalshnúkur á Öræfajökli, hæsti tindur landsins, er níu metrum lægri en áður var talið. Niðurstaða GPS- mælinga á honum er sú að hnúkurinn sé 2109,6 metra hár, en ekki 2119 metrar eins og lengst af var talið. Hann er þó enn hæsti tindur landsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti þessa niðurstöðu ásamt Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á blaðamannafundi á tröppum stjórnarráðsins í gær. Landmælingar Íslands sáu um mælingarnar og útreikninga í kjölfar þeirra, en þeim lauk í gærmorgun. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, fór sérstaklega á fund ráðherranna í stjórnarráðinu og kynnti þeim niðurstöðuna áður en blaðamannafundurinn hófst. Að sögn hans er stefnt að því að mæla hæðina með reglubundnum hætti héðan í frá, áætlað er að gera það á tíu ára fresti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×