Innlent

Ábyrgð helst óbreytt

"Ábyrgð Toyota helst óbreytt eins og verið hefur en viðurkennd breytingarverkstæði bera að sjálfsögðu ábyrgð á öllum breytingum sem gerðar eru," segir Bogi Sigurðsson, þjónustustjóri P. Samúelssonar, umboðsaðila Toyota á Íslandi. Nokkrir hafa sett sig í samband við Fréttablaðið og lýst yfir áhyggjum að því að ábyrgð ökutækis falli úr gildi sé þeim breytt á einhvern máta en eins og mörgum er kunnugt seldi P.Samúelsson, breytingarfyrirtæki sitt Arctic Trucks, fyrir skömmu. Bogi segir það af og frá. "Það er sem endranær þriggja ára ábyrgð á öllum seldum bílum og hún helst hvað sem gert er. Hins vegar getur hún fallið niður ef verkstæði sem við viðurkennum ekki breytir bílnum en það eru líka fjölmörg verkstæði sem starfa í samstarfi við okkur og með okkar samþykki. Viðkomandi verkstæði taka þannig ábyrgð á breytingum sínum eins og eðlilegt er og á þessu hafa engar breytingar orðið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×