Innlent

Slasaður sjómaður sóttur nærri Vík

Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal var kölluð út klukkan ellefu í morgun til að sækja slasaðan sjómann um borð í bát sem staddur var rétt fyrir utan Vík. Björgunarsveitarmenn fóru á hjólabát ásamt lækni til að sækja manninn. Sjúkrabíll var kallaður út og tók hann við manninum í fjörunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×