Erlent

Tvær systur ákærðar

Tvær systur, búsettar í Stockwell í Lundúnum, hafa verið ákærðar fyrir að veita ekki upplýsingar eftir sprengjutilræðið 21. júlí. Systurnar tvær, Yeshshiembet Girma, sem er 28 ára og Muluemebet Girma, 21 árs, munu mæta fyrir rétti í dag. Aðeins einn annar hefur verið kærður vegna tilræðisins, en það er Ismael Abdurahman, en hann er enn í haldi lögreglu, sakaður um að veita ekki upplýsingar um meintan hryðjuverkamann vegna tilræðisins við Shepherd's Bush. Abdurahman mætti fyrir rétti í gær, þar sem hann gaf einungis upp nafn sitt. Dómarinn samþykkti varðhald yfir honum til 11. ágúst. Lögreglan í Lundúnum hefur nú 15 í varðhaldi vegna tilræðisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×