Erlent

Í neðanjarðarbyrgi í 18 mánuði

Bandaríkjamenn hafa haldið tveimur Jemenum föngnum án ákæru í neðanjarðarbyrgi í átján mánuði, án þess að leyfa þeim að hafa nein samskipti við umheiminn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International. Mennirnir vissu ekki einu sinni í hvaða landi þeir voru allan þennan tíma en nánast á hverjum degi voru þeir yfirheyrðir af grímuklæddum mönnum. Í skýrslu Amnesty segir að líklega sé þetta aðeins eitt tilvik af mörgum þar sem Bandaríkjamenn brjóti alla mannréttindasáttmála í yfirheyrslum yfir meintum hryðjuverkamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×