Erlent

Heimatilbúnar sprengjur

Þeir sem stóðu að sjálfsmorðssprengingunum í London fyrir fjórum vikum notuðust við heimatilbúið sprengiefni, eftir því sem lögreglan í New York-borg segir. Lögreglustjórinn í New York sagði þetta á fundi í gær með háttsettum aðilum í viðskiptalífinu. Þar kom fram að í fyrstu hefði verið talið að sprengiefnin sem notast var við hefðu verið svipuð þeim sem notuð eru í hernum. "Það er líklegra að þessir hryðjuverkamenn hafi farið í byggingavöruverslun eða apótek," sagði lögreglustjórinn. Einnig kom fram að sprengjurnar hefðu verið fluttar í drykkjarkæli frá Leeds til London og að farsímar hefðu líklega verið notaðir til að virkja sprengjurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×