Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. 17.9.2025 23:33
Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! 16.9.2025 22:04
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. 16.9.2025 19:22
Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16.9.2025 12:08
Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það staðreynd að Europol skilgreinir Hell‘s Angels sem skipulögð glæpasamtök og hún styðji því og skilji aðgerðir lögreglunnar í gleðskapi samtakanna um helgina. Fréttamaður ræddi við Þorbjörgu Sigríði að loknum ríkisstjórnarfundi. 16.9.2025 12:03
Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar. 12.9.2025 13:26
Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að. 10.9.2025 17:21
Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, formaður Verkmannaflokksins, muni leiða næstu ríkisstjórn Noregs eftir spennandi kosningar til norska stórþingsins. Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri, vann glæstan kosningasigur á meðan hægri flokkur Ernu Solberg galt afhroð. 9.9.2025 13:46
„Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis. 8.9.2025 15:52
Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Vatnafjöllum suðaustur af Heklu rétt fyrir klukkan tvö í dag. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst þar frá því í janúar. 8.9.2025 14:49