Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta er úr­koma sem má vænta á ein­hverra ára­tuga fresti“

Sú mikla úrkoma sem hefur mælst í vatnsveðrinu fyrir norðan er veðuratburður sem vænta má á nokkurra áratugafresti að sögn ofanflóðasérfræðings. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir útlitið bjartara en það var í gær því dregið hefur úr úrkomu en áfram er skriðu-og snjóflóðahætta.

Hefur metnað til að leiða flokkinn þrátt fyrir slæmt gengi

Formaður Framsóknarflokksins segist hafa metnað til að leiða flokkinn áfram. Það kæmi stjórnmálafræðiprófessor þó ekki á óvart ef leiðtogaskipti yrðu í flokknum á kjörtímabilinu. Framsókn fékk í gær sína lélegustu mælingu í Þjóðarpúlsi Gallup frá því Gallup hóf að mæla fylgi flokka.

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til tals­verðrar hækkunar hjá ná­grönnum

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað.

Vita upp á hár hvernig lýð­ræði virkar eftir krakkakosningar

Krakkar í Mosfellsbæ gengu til kosninga í dag og meirihlutinn valdi þrautabraut á vatni, stóra aparólu og stærðarinnar snúningsrólu. Krakkarnir framkvæmdu sjálfir hinar lýðræðislegu kosningar og héldu meira að segja úti kosningaeftirliti. Bæjaryfirvöld hyggjast verja tuttugu milljónum í að koma upp vinningstillögunum.

Gurra og Georg hafa eignast litla systur

Teiknimyndagríslingarnir Gurra og Georg hafa nú eignast litla systur. Greint var frá gleðitíðindunum í morgunþættinum Good Morning Britain. Þættirnir um Gurru (e. Peppa pig) eru geysivinsælir hjá yngstu kynslóðinni.

Vilja fá að hafa á­hrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“

Íbúar í grennd við gömlu höfnina í Reykjavík eru ósáttir við fyrirætlanir borgarinnar um stórfellda uppbyggingu í Vesturbugt og segjast ekki vilja „fleiri kassa“ og vísa þar í nýtískuleg fjölbýlishús í naumhyggjustíl. Umhverfissálfræðingur segir ótækt að byggja án þess að hirða um sögu og menningu staðarins og segir samráð við almenning vera leikrit.

Hárs­breidd frá hitameti í borginni

Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag.

Ís­land geti orðið fyrir­myndarríki í fangelsis­málum

Ísland hefur alla burði til að geta orðið fyrirmyndaríki í heiminum með innleiðingu á áfallamiðaðri nálgun í fangelsismálum. Þetta segir framkvæmdastjóri Compassion Prison Project sem hefur heimsótt öll fjögur fangelsi landsins.

Verð­hækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla

Verð á dagvöru hækkaði um meira en 0,6 prósent þriðja mánuðinn í röð og er svo komið að hækkanirnar hafa áhrif á grillsumarið mikla sem er að hefjast. Fátt er undanskilið í þeim efnum, ekki einu sinni eggin sem þarf til að gera Bernaise-sósu með steikinni.

Sjá meira