Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég hef aldrei fylgt reglunum“

„Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skýtur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda,“ segir tónlistarkonan Emilíana Torrini. Blaðamaður ræddi við hana um viðburðaríkan feril hennar, tilveruna, væntanlega plötu hennar, samstarfið við Kylie Minogue og margt fleira.

Munnskolið mikil­vægt í förðunarstarfinu

Förðunarfræðingurinn og ofurskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir er vanalega alltaf með förðunarnauðsynjavörur í töskunni sinni og klikkar sömuleiðis ekki á því að vera bæði með munnskol og tyggjó. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“

„Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira.

Viðar Logi meðal 30 undir 30 á lista Forbes

„Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda,“ segir ljósmyndarinn og listamaðurinn Viðar Logi. Hann komst á eftirsóttan lista Forbes tímaritsins um 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa náð hvað mestri velgengni á sviði lista og menningar í Evrópu árið 2024. 

Fullur til­hlökkunar fyrir nýjum kafla

„Það er ótrúlega gaman að vera búinn að gefa þetta út. Næsti síngúll er væntanlegur í apríl og svo erum við að vinna hörðum höndum að plötunni Floni 3,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni. Hann var að gefa út tónlistarmyndband við nýjasta lagið sitt Engill og vinnur sömuleiðis að nýrri plötu.

„Sjálfs­traustið er besti fylgihluturinn“

Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali.

Frá­bær til­finning að geta verið fyrir­mynd

„Ég get ekki skilið þetta hatur sem sumir þurfa bara að gefa frá sér á samfélagsmiðlum. En ég tek þessu alls ekki persónulega, ég bara eyði þessu eða blokka þetta,“ segir Laurasif Nora Andrésdóttir. 

„Ég vil nota líkamann minn þangað til hann hættir að virka“

„Þrautseigjan og seiglan heldur manni gangandi. Þú verður bara alltaf að standa aftur upp,“ segir fimleikastjarnan, margfaldi Íslandsmeistarinn, listamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Sigurður Gunnarsson, yfirleitt kallaður Nonni. Nonni, sem er að verða 32 ára í sumar, er alltaf með marga bolta á lofti og á sér stóra drauma. Blaðamaður ræddi við hann um lífið, ferilinn, fimleikana, listina, seigluna, föðurmissi, sorgarferli og fleira.

Hámhorfið: Hvað eru prestar landsins að horfa á?

Sunnudagar eru sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og má gera ráð fyrir því að margir nýti páskafríið í gott hámhorf. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks varðandi hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag, á páskadegi, fáum við að heyra frá nokkrum prestum landsins.

Sjá meira