Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Seinna á árinu munu íbúðareigendur aftur geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á íbúðarlán segir fjármálaráðherra. Sem stendur býðst íbúðareigendum ekki að nýta sér leiðina en unnið er að frumvarpi í ráðuneytinu. 6.1.2026 11:45
Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Fyrsta barn ársins á Norðurlandi fæddist klukkan 7.09 á nýársdagsmorgun. Barnið er Grímseyingur en Grímsey er nyrsta mannabyggð landsins. Nýbakaðir foreldrar segja enga fleiri íbúa eyjunnar eiga von á barni, svo um er að ræða nyrsta barn ársins. 4.1.2026 16:27
Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Þúsundir manna eru strandaglópar víða um Evrópu eftir víðtæka bilun í samskiptakerfi grískra flugyfirvalda. Búið er að loka lofthelgi Grikklands vegna bilunarinnar. 4.1.2026 15:31
Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ekki hægt að útiloka að borgarastyrjöld brjótist út í Venesúela í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna. Innrásin sjálf hafi ekki endilega komið á óvart, en hvernig var staðið að henni sé forvitnilegt. 4.1.2026 13:41
Útilokar ekki borgarastyrjöld Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela og vill ekki útiloka að það brjótist út borgarastyrjöld. 4.1.2026 11:46
Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Í bænum Wannfried í miðju Þýskalandi hefur hundurinn Nala gengið fimm grísum í móðurstað. Grísirnir fundust móðurlausir í skógi nálægt bænum. 3.1.2026 16:24
Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir hótanir og kynferðislega áreitni annars vegar og líkamsárás hins vegar. Maðurinn skallaði annan mann í höfuðið og sló í kviðinn með billjardkjuða vegna þjóðernisuppruna og litarháttar fórnarlambsins. 3.1.2026 14:51
Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Yfirvöld á Tasmaníu hafa áhyggjur af dularfullu bleiku slími í fjöru á sunnanverðri eyjunni. Náttúrufræðingar óttast að um sé að ræða þörungablóma, en mengun og loftslagsbreytingar hafa ýtt undir blóma á fleiri stöðum við eyjuna síðustu ár. 3.1.2026 14:23
Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir her landsins hafa í morgun ráðist inn í Venesúela og handtekið Nicolas Maduro, forseta landsins, og eiginkonu hans og flogið með þau úr landi. Við rýnum í stöðuna þar í hádegisfréttum Bylgjunnar. 3.1.2026 11:46
Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárás á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Hjónin hafa verið ákærð af bandarískum yfirvöldum fyrir fíkniefnahryðjuverk og kókaíninnflutning. 3.1.2026 09:28