Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir leigu­sala hækka leigu í takt við skerðingu

Á fjórtán árum hefur leiguverð hækkað nærri fimmfalt meira á Íslandi en meðaltal Evrópu. Á meðan launaþróun og húsnæðisverð í Evrópu haldast í hendur, rýkur verðið upp hér á landi. Formaður Leigjendasamtakanna segir skatt á leigusala eingöngu hafa áhrif á leigjendur. 

Engir símar á neyðar­fundi og ráð­herrar bregðast við skaupinu

Innrás Bandaríkjanna í Venesúela þar sem einræðisherra landsins var handsamaður vekur ugg víða um heim. Dönsk stjórnvöld héldu neyðarfund í dag vegna málefna Grænlands, en Bandaríkjaforseti segir ríkið þurfa á þessari stærstu eyju heims að halda. 

Fólk geti nýtt sér­eignar­sparnaðinn seinna á árinu

Seinna á árinu munu íbúðareigendur aftur geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á íbúðarlán segir fjármálaráðherra. Sem stendur býðst íbúðareigendum ekki að nýta sér leiðina en unnið er að frumvarpi í ráðuneytinu. 

Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins

Fyrsta barn ársins á Norðurlandi fæddist klukkan 7.09 á nýársdagsmorgun. Barnið er Grímseyingur en Grímsey er nyrsta mannabyggð landsins. Nýbakaðir foreldrar segja enga fleiri íbúa eyjunnar eiga von á barni, svo um er að ræða nyrsta barn ársins. 

Úti­lokar ekki borgara­styrj­öld

Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela og vill ekki útiloka að það brjótist út borgarastyrjöld. 

Pylsu­hundur tók að sér fimm gríslinga

Í bænum Wannfried í miðju Þýskalandi hefur hundurinn Nala gengið fimm grísum í móðurstað. Grísirnir fundust móðurlausir í skógi nálægt bænum.

Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir hótanir og kynferðislega áreitni annars vegar og líkamsárás hins vegar. Maðurinn skallaði annan mann í höfuðið og sló í kviðinn með billjardkjuða vegna þjóðernisuppruna og litarháttar fórnarlambsins. 

Dular­fullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu

Yfirvöld á Tasmaníu hafa áhyggjur af dularfullu bleiku slími í fjöru á sunnanverðri eyjunni. Náttúrufræðingar óttast að um sé að ræða þörungablóma, en mengun og loftslagsbreytingar hafa ýtt undir blóma á fleiri stöðum við eyjuna síðustu ár.

Sjá meira