
Bílvelta í Mosfellsbæ
Bíll valt við hringtorgið hjá Olís í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan fjögur. Tvö voru flutt á slysadeild til aðhlynningar en talið er að annað þeirra gæti verið alvarlega slasað.
Fréttamaður
Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Bíll valt við hringtorgið hjá Olís í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan fjögur. Tvö voru flutt á slysadeild til aðhlynningar en talið er að annað þeirra gæti verið alvarlega slasað.
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir bílslys við Jaðarsel í Reykjavík. Enginn slasaðist alvarlega.
Johnny Rotten, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistol, mun ekki keppa fyrir hönd Íra í Eurovision í ár. Lag hans, Hawaii, tapaði fyrir hljómsveitinni Wild Youth í undankeppni Írlands í gær.
Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað.
Gular viðvaranir verða í gildi alls staðar á landinu á morgun nema á Suðausturlandi og suðvesturhorninu. Búist er við talsverðri rigningu á Breiðafirði í nótt og á morgun.
Eldur kviknaði í hjólageymslu í Lönguhlíð fyrr í dag. Búið er að slökkva eldinn en það hafði kviknað í rafmagnshjóli sem var staðsett í geymslunni.
Janúarmánuðurinn sem var að líða er sá kaldasti á Íslandi á 21. öldinni. Þá hafa ekki verið færri sólskinsstundir í Reykjavík síðan árið 1977. Aðeins 2,5 sólskinsstundir mældust á Akureyri í janúar.
Leikararnir Kit Harington og Rose Leslie eiga von á barni. Þau léku saman í HBO-þáttunum Game of Thrones en fyrir eiga þau tveggja ára son.
Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir.
Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu Play.