„Býsna margt orðið grænmerkt“ Bergþór Ólason segir að andinn sé góður og menn séu lausnamiðaðir í þinglokaviðræðum þótt menn takist á og hafi ólík sjónarmið. Obbinn af málunum sé þegar leiddur í jörð, en ennþá sé tekist á um stóru flóknustu málin. 5.7.2025 20:46
Búið að boða til nýs fundar Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu. 5.7.2025 12:09
Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4.7.2025 11:38
Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd „Minnihluti þingsins verður að sætta sig við það að vera í minnihluta. Meirihlutinn auðvitað getur komið þeim málum í gegn sem hann kýs, og þetta er bara lýðræðið. Þetta er bara skipulagið, alveg sama hvaða vitleysu þeir eru að samþykkja,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. 3.7.2025 21:30
„Það er samkeppni um starfsfólk“ Forstjóri Landspítalans fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðenda. Mönnunarvandi hafi viðgengist á spítalanum allt of lengi. Það þurfi að hætta að tækla vandamálin með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. 3.7.2025 11:52
„Svo bakkarðu upp að línu og þenur drusluna“ Margt er um manninn á Akureyri þar sem bíladagar og útskriftarfögnuðir hafa meðal annars farið fram um helgina. Hátíðinni er hvergi nærri lokið en á morgun er drift og eldsprenging svokölluð þar sem haldin er mikil „burnout“ keppni. 15.6.2025 23:23
Fær ýmist þumalinn eða löngutöng vegna einkanúmersins Maðurinn sem keyrir um á Teslu-bifreið með einkanúmerinu TRUMP, hlýtur að hafa miklar skoðanir á vinslitum Donalds Trump og Elons Musk. Eða hvað? 11.6.2025 22:32
Fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga án útskýringa Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða. 11.6.2025 19:41
„Þetta er glórulaust rugl í ráðherra“ Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. 10.6.2025 12:54
Leita leiða til að auðvelda framsal fanga til heimalands síns Unnið er að því að auðvelda yfirvöldum að framselja fanga til síns heimalands. Dómsmálaráðherra var ráðlagt af samráðherrum sínum á Norðurlöndunum að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir, áður en við upplifum erfiðleikana í innflytjendamálum sem glímt er við þar. 9.6.2025 22:01