varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sýnis­hornið of ó­líkt borð­plötunni sem skilaði sér heim

Viðskiptavinur sem keypti borðplötu úr svokölluðum náttúrusteini skal vera heimilt að rifta kaupunum þar sem sýnishornið sem kaupin byggðu á hafi verið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim. Í borðplötunni hafi verið fjöldi áberandi ryðbrúnna slikja.

Vilja styttu af Gunnari í Gunnars­brekku

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að styttu af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi verði komið fyrir í brekkunni fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg í Reykjavík og hýsir nú skrifstofur Rithöfundasambandsins. Áætlað er að byggja á lóðinni tvíbýlishús, en íbúar hafa margir mótmælt hugmyndunum, meðal annars með vísun í að um sé að ræða vinsæla sleðabrekku á veturna.

Væta með köflum og dregur úr vindi

Lægðir suður af landinu stýra veðrinu á landinu í dag þar sem búist er við norðaustlægri átt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, og dálítilli vætu með köflum.

Með töskurnar fullar af marijúana

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karl og konu í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað rúmlega 38 kílóum af marijúana til landsins.

Víða rigning og hiti að fjór­tán stigum

Skil nálgast nú landið úr suðaustri og fara þau vestur yfir landið í dag. Þeim fylgir austan- og norðaustanátt, víða fimm til þrettán metrar á sekúndu með rigningu, en hægari vindur og úrkomulítið vestantil á landinu fram eftir degi.

Sjá meira