Hægviðri og hiti að nítján stigum Yfir Íslandi er nú allmikil hæð sem heldur velli í dag og á morgun. Vindar eru því almennt hægir og skýjað á vestanverðu landinu og með Norðurströndinni í morgunsárið, en léttir síðan til. 20.8.2025 07:07
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19.8.2025 08:31
Ráðin framkvæmdastjóri Frama Kristín Hildur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Frama. 19.8.2025 07:14
Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin verkefna – og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi. 18.8.2025 14:03
Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Arctic Adventures þar sem tveir nýir framkvæmdastjórar hafa tekið til starfa, það Gunnar Hafsteinsson og Lina Zygele. 18.8.2025 14:01
Norðlæg átt og víðast hvar væta Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Líkur eru á dálítilli rigningu eða súld á norðanverðu landinu, en að styttir upp síðdegis. 18.8.2025 07:10
Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Ylströndin í Nauthólsvík fagnar 25 ára afmæli í ár og af því tilefni verðum því öllum boðið til veislu á ströndinni á morgun, laugardaginn 16. ágúst, með skemmtidagskrá fyrir öll. 15.8.2025 13:50
Spá eldingum á Vesturlandi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna eldingaspár á vestanverðu landinu í dag en eldingar hafa mælst vestur af landinu og má búast við eldingum á vestanverðu landinu fram yfir hádegi. 15.8.2025 08:47
Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda eða strekkingi á landinu í dag, en að síðdegis megi búast við allhvössum eða jafnvel hvössum vindstrengjum norðvestantil á landinu, frá Snæfellsnesi til Eyjafjarðar. 15.8.2025 07:11
Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Íslensk hestakona lauk keppni í erfiðustu kappreiðum í heimi í dag. Hún er ánægð með að hafa náð að ljúka keppninni og mun fagna árangrinum í kvöld. 13.8.2025 11:18