„Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Ungi maðurinn sem grunaður er um að bana íhaldssama áhrifavaldinum Charlie Kirk í Utah á miðvikudag ólst upp í hægrisinnaðri mormónafjölskyldu þar sem skotvopn virðast hafa verið í hávegum höfð. Þó foreldrar hans séu repúblikanar er hann sjálfur ekki skráður í flokk og hefur aldrei kosið. Kunningjar hans lýsa honum sem hlédrægu gáfnaljósi með mikinn áhuga á tölvuleikjum. Hann hafi alla tíð verið afbragðsnámsmaður, og jafnvel smá kennarasleikja. 13.9.2025 13:25
Stebbi í Lúdó látinn Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. 13.9.2025 10:37
Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðislokksins í Reykjavík vill að flokkurinn haldi Hildi Björnsdóttur sem oddvita en raða nýju fólki í hin sætin á listanum. Hann segir að núverandi borgarstjórnarflokkur sé ósamhentur og hafi lítið breyst síðan 2018, þegar hann hagaði sér „eins og það væru alltaf einhver læti í fjölskyldunni.“ Þá lýsir Halldór óánægju yfir því að flokkurinn máli upp borgarlínuna sem ömurlega. 31.8.2025 23:59
Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Uppreisnarmenn Húta í Jemen réðust í dag inn í starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í höfuðborg landsins og tóku ellefu starfsmenn í hald. Þetta gerist í framhaldi af því að Ísraelsmenn felldu forsætisráðherra ríkisstjórnar Húta, Ahmed Ghaleb Nasser al-Rahawi al-Yafei, í loftárás á Sanaa á fimmtudag. 31.8.2025 22:54
Biðjast ekki afsökunar Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum. 31.8.2025 21:23
Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði erlendan ferðamann sem mældist á 206 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. 31.8.2025 20:15
Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Ökumaður mótorhjóls var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa lent í árekstri við bíl á Suðurlandsvegi síðdegis í dag. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. 31.8.2025 19:06
Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir tillögur sjálfstæðismanna um „friðarfána“ Reykjavíkur vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Þá telur hún að frekar ætti að nefna friðarsúluna „woke-súluna“ enda sé hún gagnslaus dyggðaskreyting. 31.8.2025 18:50
Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Slökkviliðið réð niðurlögum elds sem kviknaði í bíl í Vesturbergi í Breiðholtinu síðdegis í dag. Engan sakaði en bíllin er talinn ónýtur. 31.8.2025 17:45
Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga. 30.8.2025 23:45