Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Góm­sætt Idol tíma­bil fram­undan

Idolið er væntanlegt aftur á skjáinn, mörgum til mikillar gleði. Og ekki minnkar það gleðina að Nói Síríus, samstarfsaðili þáttarins, hefur af því tilefni sett á markað ekki bara eina, heldur tvær nýjar og ljúffengar vörur sem hægt er að njóta í huggulegheitum fyrir framan skjáinn.

Samstarf
Fréttamynd

Rappa um verka­lýðinn, sam­einað Ír­land og mál­vernd

Írska rapptríóið Kneecap hefur vakið mikla athygli á heimsvísu og það bæði af góða og slæma toganum. Það er kannski helst fyrir ögrandi textasmíð og krassandi framkomu. Í lögum sínum láta þeir í ljós vanþóknun sína á hendur ráðandi öflum, stuðning þeirra við hinn umdeilda Írska lýðveldisher og ýmislegt fleira lítt ríkisútvarpshæft.

Tónlist
Fréttamynd

Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu

Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug.

Lífið
Fréttamynd

Glæsikerra súkkulaðierfingjans komin á einkanúmer

Fjölmiðlamaðurinn Ágúst Bein­teinn Árna­son, bet­ur þekkt­ur sem Gústi B, gaf tónlistarmanninum, Pat­rik Snæ Atlasyni, eða Prettyboitjokkó, einkanúmerið PBT í 29 ára afmælisgjöf í síðustu viku. Slík gjöf kostar tæpar 70 þúsund krónur. 

Lífið
Fréttamynd

Auður heldur tón­leika hér á landi í fyrsta sinn í rúm tvö ár

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, Auður, mun halda tónleika í Iðnó í desember. Þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur tónleika hérlendis frá því að hann dró sig úr sviðsljósinu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum konum fyrir rúmum tveimur árum. 

Lífið
Fréttamynd

Lag Bjarkar og Rosalíu kemur út á fimmtu­daginn

Lagið Oral, úr smiðju tónlistarkonunnar Bjarkar með Rosalíu sem gestasöngkonu, kemur út fimmtudaginn næstkomandi, þann 9. nóvember. Lagið er að sögn Bjarkar framlag til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég er ekki þessi níu til fimm pabbi“

Rapparinn Friðrik Róbertsson, betur þekkur sem Flóni, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir ríflega sex árum. Þrátt fyrir að vera þekktur fyrir einlægni veitir Flóni sjaldan viðtöl og segist vera frekar prívat maður.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta lag Bítlanna er komið út

Það má segja að John Lennon syngi í gegnum móðuna miklu því lag sem hann samdi og söng skömmu fyrir andlát sitt kom út í dag. Lagið sem um ræðir var óklárað úr smiðju söngvarans en gervigreind kom því í verk að hægt var að gefa það út nú áratugum eftir andlát hans.

Lífið
Fréttamynd

Bylgjan órafmögnuð snýr aftur í kvöld

Í kvöld fer aftur af stað tónleikaröðin Bylgjan órafmögnuð á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Næstu sjö fimmtudagskvöld verða tónleikar með nýjum tónlistarmönnum á dagskrá. 

Tónlist
Fréttamynd

GKR boðar endur­komu í öllum skilningi þess orðs

Rapparinn Gaukur Grétu­son, betur þekktur sem GKR, hyggst snúa aftur til landsins um helgina og troða upp á Iceland Airwa­ves tón­listar­há­tíðinni í Kola­portinu næsta föstu­dags­kvöld. Hann hyggst spila nýtt efni, lög af nýrri plötu sem er væntan­leg snemma á nýju ári.

Tónlist
Fréttamynd

Syngja um sam­farir á eld­hús­borðinu

Lista- og poppteymið Kvikindi var að senda frá sér glænýtt lag sem ber þann ögrandi titil Ríða mér. Kvikindi hreppti nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins og kemur fram á tónlistarhátíðinni Airwaves í kvöld.

Tónlist