
Pottaplöntufólk ekki leiðinlegt
„Pottaplöntur laða það besta fram í fólki. Það er leitun að pottaplöntufólki sem er leiðinlegt. Því fylgir ánægja að horfa á eitthvað vaxa og lykillinn að lífinu er að finna sér eitthvað til þess að sinna. Það er sniðugt að gefa pottaplöntur í gjöf, þær endast lengur en blómvöndur og veita viðtakandanum líka ánægjuna af því að fá að dúllast við eitthvað sem vinir hafa lagt honum til,“ segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur en bók hans Allt í blóma kom út í vor.