

Menning
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla
Rektor, starfsfólk og kennarar Kvikmyndaskóla Íslands er ekki ánægt með tillögu mennta- og barnamálráðherra um að nemendur við skólann gætu lokið námi sínu við Tækniskólann. Rekstrarfélag Kvikmyndaskólans er farið í gjaldþrotameðferð.

Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans.

Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn
Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik.

Segir frumburðinn með nefið hans pabba
Vala Kristín Eiríksdóttir, leikkona og handritshöfundur, og Hilmir Snær Guðnason leikari eiga von á sínu fyrsta barni saman eftir nokkrar vikur. Vala birti mynd af Hilmi með sónarmynd upp við nefið á sér og segir barnið ekki vera með nefið frá sér.

VÆB mögulega með sumarhittara ársins?
Ása Ninna Pétursdóttir fór á stúfana fyrir Ísland í dag og rannsakaði hvort það væri til hin eina sanna uppskrift af hinu fullkomna sumarlagi.

Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi
Tilteknar miðaldabækur frá norðausturhluta Frakklands er lýst sem „dularfullum“ í umfjöllun New York Times vegna þess að fræðimenn áttu ansi erfitt með að segja til um hvers konar skinn var notað til að binda þær inn. Rannsókn hefur leitt í ljós að þær hafi líklega komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Íslandi eða Grænlandi.

Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND
Bandaríski leikarinn Eric Dane, sem þekktur er fyrir að hafa um árabil farið með hlutverk í þáttunum Grey‘s Anatomy, hefur greinst með taugahrörnunarsjúkdóminn ALS, tegund af MND.

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar.

Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði
Logi Einarsson, menningarráðherra, afhenti myndlistarfólki styrki úr Myndlistarsjóði við hátíðlega athöfn í dag, 10. apríl 2025. Alls var 38 milljónum króna úthlutað til 61 verkefnis.

Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“
Leikarinn Mickey Rourke, sem keppir um þessar mundir í Celebrity Big Brother, hlaut formlega viðvörun frá stjórnendum þáttarins eftir hómófóbísk ummæli hans í garð tónlistarkonunnar Jojo Siwa.

Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki
Sérstök forsýning á þáttaröðinni Reykjavík 112 fór fram í Smárabíói síðastliðinn þriðjudag. Þættirnir byggja á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, og verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium um páskana.

Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001
Íslandsvinirnir í Britpop-sveitinni Pulp munu gefa út sína fyrstu plötu í heil 24 ár í júní næstkomandi. Platan ber nafnið More og kemur út 6. júní.

Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu
Lögreglumenn í Los Angeles skutu og særðu eiginkonu bassaleikara rokkhljómsveitarinnar Weezer og handtóku hana síðan fyrir tilraun til manndráps í gær. Hún er sökuð um að hafa miðað byssu á lögreglumenn.

Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims
Ameríska tímaritið og vefmiðillinn Variety hefur útnefnt Bíó Paradís sem eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum um allan heim. Í umsögn er talað um hönnun innanhús og að það sé hægt að leigja það fyrir viðburði. Þá er einnig talað um aðgengi að erlendum kvikmyndum.

Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett
Mikil spenna og eftirvænting er á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring því söngnemendur í Tónlistarskóla Rangæinga hafa æft söng kabarett síðustu vikurnar, sem sýndur verður í Hvolnum á Hvolsvelli. Átján ára aldurstakmark er á kabarettinn.

Viðræður hafnar um framhald á Adolescence
Viðræður eru hafnar á milli Plan B Entertainment, framleiðslufyrirtækis Brads Pitt, og leikstjórans Philip Barantini um það sem gæti orðið önnur þáttaröð af geysivinsælu framhaldsþáttaröðinni Adolescence.

Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Breska leikkonan Aimee Lou Wood stal hjörtum margra áhorfenda í nýjustu seríunni um hvíta lótusblómið. Wood er 31 árs gömul og hefur verið að leika frá árinu 2016 en er fyrst núna að fá verðskuldaða athygli um allan heim. Lífið á Vísi setti saman smá nærmynd af þessari rísandi stjörnu.

Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík
Breska hljómsveitin Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, kemur til Húsavíkur á föstudag til að taka upp sína eigin útgáfu af laginu Húsavík (My Hometown).

Katrín Halldóra fyllir í stóra skó
Leikkonan Katrín Halldóra hefur nú bæst við í leikarahóp á sýningunni Þetta er Laddi. Hún tekur við keflinu af Völu Kristínu sem er á leið í fæðingarorlof en hún á von á frumburði sínum með leikaranum Hilmi Snæ.

Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna
Landlæknir hefur sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst er gegn því að nemendum verði sérstaklega sýnd myndin eða þættirnir Adolescence.

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Val Kilmer var heittrúaður method-leikari sem sökkti sér ofan í hlutverk sín en fékk líka orð á sig fyrir að vera dyntótt dramdrottning og erfiður í samskiptum. Í tilefni andláts Vals Kilmer hefur Vísir tekið saman tíu bestu og tíu verstu myndir leikarans.

Opið bréf til Friðriks Þórs
Kæri Friðrik Þór Friðriksson. Um daginn gafstu álit þitt á kvikmyndagerðarnámi á Íslandi í viðtali á Samstöðinni og sagðir þar ýmislegt miður fallegt um nýja BA-námið í Listaháskóla Íslands, þar sem við erum öll kennarar.

Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt
Prettyboitjokkó, eða Patrik Atlason, gaf nýver út lagið Sykurpabbi og hefur fundið snjallar leiðir til að vekja athygli á laginu. Í því samhengi gaf hann afa sínum, Helga Vilhjálmssyni, athafnamanni og eiganda Góu og KFC, málverk sem þakkargjöf fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hann í gegnum árin. Hann kallar afar sinn sykurpabba.

Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin
Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth Castañeda, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá 66°Norður, hafa sett íbúð sína við Hafnarbraut í Kópavogi á sölu.

„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“
„Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur.

Madonna og Elton John grafa stríðsöxina
Poppstjarnan Madonna og rokkstjarnan Elton John segjast orðin vinir á ný eftir rúmlega tuttugu ára langar erjur þeirra á milli.

80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada
Það stendur mikið til hjá átta tíu körlum og stjórnenda þeirra í tveimur karlakórum, sem eru að fara að halda ferna tónleika áður en þeir leggjast í víking og syngja á 150 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga í Vesturheimi í Gimli í Kanada í sumar að viðstöddum forseta Íslands.

Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins
Einhver áhrifamesti tónlistar- og kvæðamaður landsins – Magnús Þór Jónsson aka Megas – er áttræður í dag. Á Facebook má sjá marga kasta kveðju á skáldið. Lausleg rannsókn leiðir í ljós að aðdáendur hans eru einkum karlmenn þó stöku kvenmaður slæðist með.

Trommari Blondie er fallinn frá
Bandaríski tónlistarmaðurinn Clem Burke, trommari sveitarinnar Blondie, er látinn, sjötugur að aldri.

Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði
Það var sannarlega líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur um helgina þar sem allir helstu hönnuðir og listamenn landsins stóðu fyrir ýmsum sýningaropnunum í tilefni af Hönnunarmars. Borgin iðaði af menningu og gleði og fjöldi fólks tók púlsinn á listasenunni.