Fullyrt að óeining sé á stjórnarheimilinu vegna sóttvarnaaðgerða Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Innlent 8. október 2020 07:28
Fimm milljónir smitast í Brasilíu Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu segja að um 150 þúsund manns hafi látist af völdum kórónuveirunnar í landinu. Erlent 8. október 2020 07:14
Í kjölfar Covid: Jólasalan mikið á netinu Það hefur margt breyst þau 16 ár sem Kokka hefur verið með netverslun en salan í vefversluninni tífaldaðist í apríl á þessu ári. Það hefur þó komið Guðrúnu Jóhannesdóttur eiganda Kokku mest á óvart hvað salan í versluninni hefur líka aukist mikið í kjölfar kórónufaraldurs. Atvinnulíf 8. október 2020 07:00
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Erlent 8. október 2020 06:48
Sjáðu heimavinnuaðstöðu Íslendinga í þriðju bylgjunni Íslendingar vinna margir heima um þessar mundir, samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá sóttvarnalækni nú þegar þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hrellir landann. Lífið 7. október 2020 23:14
Fólk frá höfuðborginni haldi sig til hlés í tvær vikur eftir komuna á Austurland Fólk sem kemur á Austurland frá höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir er beðið um að halda sig til hlés í fjórtán daga eftir komuna austur. Innlent 7. október 2020 22:03
„Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. Innlent 7. október 2020 21:45
Fimm smitaðir í Klettaskóla og 70 börn í sóttkví Tveir nemendur Klettaskóla, sérskóla fyrir börn með þroskahömlun, og þrír starfsmenn sem sinna nemendum þar hafa greinst með kórónuveiruna. Innlent 7. október 2020 20:06
Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. Innlent 7. október 2020 19:17
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. Sport 7. október 2020 19:09
Töldu mikilvægt að banna ekki alla heilsurækt og hreyfingu Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Innlent 7. október 2020 18:30
Starfsmaður Hrafnistu með kórónuveiruna Starfsmaður dvalarheimilisins Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi greindist í dag með kórónuveiruna. Innlent 7. október 2020 18:11
Tuttugu Covid innlagnir og álagið eykst stöðugt Nú liggja tuttugu manns á sjúkrahúsi vegna veikinida að völdum kórónuveirunnar. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga segir áhættuna meiri nú en í fyrri bylgju vegna þess hvað útbreiðsla veirunnar sé mikil. Innlent 7. október 2020 17:43
„Mig langar til að lifa lengur“ Sigurður G. Tómasson segist í áhættuhópi en Brynjar Níelsson segir þetta ekki eingöngu snúast um hans heilsufar. Innlent 7. október 2020 17:23
Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. Körfubolti 7. október 2020 16:46
Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. Fótbolti 7. október 2020 15:55
Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. Erlent 7. október 2020 15:35
Selfyssingar bera smitberann á höndum sér Auður Tinna Hlynsdóttir, starfsmaður á sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist ekki hafa mætt neinu nema samkennd og umhyggju þrátt fyrir að hafa sett heilt bæjarfélag á hliðina. Innlent 7. október 2020 15:16
312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. Viðskipti innlent 7. október 2020 15:01
Frumkvæðisskylda um sóttvarnir Ráðherrar hafa frumkvæðisskyldu til að bregðast við farsóttum með virkum úrræðum til að vernda líf og heilsu fólks. Skoðun 7. október 2020 14:01
Nýta lokun til að skipta út einstaka sýningum og huga að safneign Söfnum Reykjavíkurborgar verður lokað frá og með deginum í dag til og með 19. október. Er það gert í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Menning 7. október 2020 13:58
Hátt í þrjátíu í sóttkví vegna smits á bráðamóttöku Kórónuveirusmit hefur greinst á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Innlent 7. október 2020 13:50
Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. Handbolti 7. október 2020 13:01
Aldrei aftur Þúsundir fjölskyldna horfa nú fram á að missa heimili sín komi ekki til aðgerða af hálfu ríkisstjórnar landsins. Ástæðan er öllum kunn. Covid-19. Skoðun 7. október 2020 13:01
Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. Sport 7. október 2020 12:33
Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. Innlent 7. október 2020 12:27
Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. Innlent 7. október 2020 11:56
Upprisa ferðaþjónustunnar lykillinn að efnahagsbata Megin vextir Seðlabankans verða áfram eitt prósent samkvæmt tilkynningu peningamálastefnunefndar bankans í morgun. Seðlabankastjóri segir lægri vexti hafa skilað sér vel til heimilanna. Viðskipti innlent 7. október 2020 11:35
Ísland með sterk skilaboð Í dag fer ferðakaupstefnan Vestnorden fram með rafrænum hætti í fyrsta skipti í 34 ára sögu þessa mikilvæga viðburðar þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum gefst kostur á að mynda ný viðskiptasambönd og viðhalda þeim sem fyrir eru. Skoðun 7. október 2020 11:31
Svandís í leyfi Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun tímabundið gegna störfum heilbrigðisráðherra næstu rúmu vikuna. Innlent 7. október 2020 11:28