Covid 19 – eðlilegar áhyggjur en höldum í vonina Una María Óskarsdóttir skrifar 8. október 2020 16:01 Það er mjög margt sem við kunnum ekki nægilega vel, þó við höldum annað. Það kunna ekki allir að mála, skúra og bóna, ala upp barn og kenna því t.d. að fylgja fyrirmælum eða þvo sér um hendurnar – en það er hægt að læra þetta allt. Smitsjúkdómum hefur fækkað Það er athyglisvert að margvíslegum smitsjúkdómum hefur fækkað á Íslandi frá því að heimsfaraldurinn Covid 19 steig hér á land. Það segir manni ekkert annað en það að fleiri gæta sín og sinna persónubundnum smitvörnum betur en áður þekktist, fylgja fjarlægðarmörkum, þvo sér um hendurnar, taka ekki í hendur fólks eða setja hendur í andlit; augu, nef og munn. Þegar ósköpin hófust var ég sjálf minnt á að það ætti að sápuþvo alla höndina , milli fingranna og að hringar gætu verið gróðrarstía fyrir sýkla. Ég þurfti að læra þetta. Gleymum okkur ekki Það er líka auðvelt að gleyma sér. Á golfmóti í sumar vildi golffélaginn endilega gefa öðrum fallega kúlu sem hann hafði fundið. Svarið var: Covid – nei takk. Annar varð vitni að því að þegar mótsstjóri hafði farið yfir allar Covid reglur mótsins þá tók hann sig til sleikti vísifingur og fletti skorkortunum og afhenti þau. Það eru mjög ósjálfráð viðbrögð hjá mörgum að sleikja puttana þegar blöðunum er flett eða að fikta eitthvað í nefinu, augum eða munni. Hvert og eitt okkar þarf að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það erum við sjálf sem smitum okkur með því að þvo okkur ekki nægilega vel og spritta og fara með hendur í augu, munn eða nef. Við þurfum að vera heima ef við höldum að við séum veik og við þurfum að forðast að vera í rými þar sem loftgæði eru slök, forðast að hnerra og hósta því dropa- og úðasmit eiga á þá greiða leið til annarra. Við erum öll mannleg Það kunna ekki allir allt og það er ekkert til að skammast sín fyrir að leita leiðsagnar eða fá leiðsögn. Veiran mun malla hér áfram þar til bóluefni finnst og þess vegna er enn mikilvægara að kunna þetta og reyna jafnframt að hafa ekki of miklar áhyggjur. Við þurfum öll að læra að lifa með veirunni og höfum von, því aldrei áður hafa sérfræðingar á sviði faraldsfræða um allan heim unnið eins náið saman og mörg mismunandi bóluefni eru í klínískum prófunum. Það er von. Víst er að leiðin til aðgerða getur verið vandrötuð og starf þríeykisins hefur ekki verið öfundsvert. Sérstaklega ber að verja þá sem eru aldraðir og/eða með undirliggjandi sjúkdóma og hver og einn þarf að passa sig. Sumir hafa lært að fylgja fyrirmælum og bera virðingu fyrir þeim, en aðrir láta ekki aðra segja sér fyrir verkum. Ef allir fylgdu fyrirmælum eftir bestu getu þá mætti ætla að mun síður þyrfti að grípa til harðari aðgerða. Og skiljanlega hafa margir áhyggjur vegna atvinnumissis, aukins ofbeldis og þunglyndis innan fjölskyldna og óútskýrðra dauðsfalla sem eru fleiri nú, en á sama tíma í fyrra. Það er áberandi að ungt fólk hefur jafnvel meiri áhyggjur en þeir sem eldri eru. Höldum í vonina Það skiptir því miklu máli að markviss vinna fari fram til þess að efla trú fólks. Trúna á að við sjálf getum komið í veg fyrir að veikjast með því að sína aðgát og sinna persónulegum sóttvörnum og reyna um leið að lifa lífinu lifandi og gera það sem þó er hægt að gera í ljósi ástandsins. Á Íslandi höfum við sem betur fer búið við færri höft og skerðingar en í mörgum öðrum löndum. Hér hafa t.d. skólar verið opnir og kennt í fjarkennslu eða í minni hólfum og fólk sem er í sóttkví má fara út að hlaupa. Í Massachusettesfylki í Bandaríkjunum hafa t.d. skólar verið lokaðir síðan í mars og þar hafa heilbrigðissérfræðingar miklar áhyggjur, m.a. vegna þess að fólk veigrar sér við að fara til lækna sem getur haft mikla hættu í för með sér. Nú hefur grímunotkun á Íslandi aukist og vonandi fer fólk með grímuna til lækna sinna í stað þess að einangra sig og vera án heilsufarslegrar aðstoðar. Ef ekki, veit það ekki á gott. Sjálfri finnst mér gríman hafa róandi áhrif, anda með nefinu ofan í kviðarholið, en ekki með munninum í brjóstholið. Í nefinu eru nefnilega náttúrulegar varnir, sem ekki eru í munninum. Styðjum við hvort annað Við sem teljum okkur frísk og höfum tamið okkur jákvætt viðhorf til ýmissa vandamála eigum að nota hvert tækifæri til þess að hvetja hina sem hafa meiri áhyggjur. Hjálpa til að byggja upp bjargráð sem duga, hvatningu til sóttvarna og framtíðarsýn um að allt taki þetta enda einhvern daginn. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er mjög margt sem við kunnum ekki nægilega vel, þó við höldum annað. Það kunna ekki allir að mála, skúra og bóna, ala upp barn og kenna því t.d. að fylgja fyrirmælum eða þvo sér um hendurnar – en það er hægt að læra þetta allt. Smitsjúkdómum hefur fækkað Það er athyglisvert að margvíslegum smitsjúkdómum hefur fækkað á Íslandi frá því að heimsfaraldurinn Covid 19 steig hér á land. Það segir manni ekkert annað en það að fleiri gæta sín og sinna persónubundnum smitvörnum betur en áður þekktist, fylgja fjarlægðarmörkum, þvo sér um hendurnar, taka ekki í hendur fólks eða setja hendur í andlit; augu, nef og munn. Þegar ósköpin hófust var ég sjálf minnt á að það ætti að sápuþvo alla höndina , milli fingranna og að hringar gætu verið gróðrarstía fyrir sýkla. Ég þurfti að læra þetta. Gleymum okkur ekki Það er líka auðvelt að gleyma sér. Á golfmóti í sumar vildi golffélaginn endilega gefa öðrum fallega kúlu sem hann hafði fundið. Svarið var: Covid – nei takk. Annar varð vitni að því að þegar mótsstjóri hafði farið yfir allar Covid reglur mótsins þá tók hann sig til sleikti vísifingur og fletti skorkortunum og afhenti þau. Það eru mjög ósjálfráð viðbrögð hjá mörgum að sleikja puttana þegar blöðunum er flett eða að fikta eitthvað í nefinu, augum eða munni. Hvert og eitt okkar þarf að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það erum við sjálf sem smitum okkur með því að þvo okkur ekki nægilega vel og spritta og fara með hendur í augu, munn eða nef. Við þurfum að vera heima ef við höldum að við séum veik og við þurfum að forðast að vera í rými þar sem loftgæði eru slök, forðast að hnerra og hósta því dropa- og úðasmit eiga á þá greiða leið til annarra. Við erum öll mannleg Það kunna ekki allir allt og það er ekkert til að skammast sín fyrir að leita leiðsagnar eða fá leiðsögn. Veiran mun malla hér áfram þar til bóluefni finnst og þess vegna er enn mikilvægara að kunna þetta og reyna jafnframt að hafa ekki of miklar áhyggjur. Við þurfum öll að læra að lifa með veirunni og höfum von, því aldrei áður hafa sérfræðingar á sviði faraldsfræða um allan heim unnið eins náið saman og mörg mismunandi bóluefni eru í klínískum prófunum. Það er von. Víst er að leiðin til aðgerða getur verið vandrötuð og starf þríeykisins hefur ekki verið öfundsvert. Sérstaklega ber að verja þá sem eru aldraðir og/eða með undirliggjandi sjúkdóma og hver og einn þarf að passa sig. Sumir hafa lært að fylgja fyrirmælum og bera virðingu fyrir þeim, en aðrir láta ekki aðra segja sér fyrir verkum. Ef allir fylgdu fyrirmælum eftir bestu getu þá mætti ætla að mun síður þyrfti að grípa til harðari aðgerða. Og skiljanlega hafa margir áhyggjur vegna atvinnumissis, aukins ofbeldis og þunglyndis innan fjölskyldna og óútskýrðra dauðsfalla sem eru fleiri nú, en á sama tíma í fyrra. Það er áberandi að ungt fólk hefur jafnvel meiri áhyggjur en þeir sem eldri eru. Höldum í vonina Það skiptir því miklu máli að markviss vinna fari fram til þess að efla trú fólks. Trúna á að við sjálf getum komið í veg fyrir að veikjast með því að sína aðgát og sinna persónulegum sóttvörnum og reyna um leið að lifa lífinu lifandi og gera það sem þó er hægt að gera í ljósi ástandsins. Á Íslandi höfum við sem betur fer búið við færri höft og skerðingar en í mörgum öðrum löndum. Hér hafa t.d. skólar verið opnir og kennt í fjarkennslu eða í minni hólfum og fólk sem er í sóttkví má fara út að hlaupa. Í Massachusettesfylki í Bandaríkjunum hafa t.d. skólar verið lokaðir síðan í mars og þar hafa heilbrigðissérfræðingar miklar áhyggjur, m.a. vegna þess að fólk veigrar sér við að fara til lækna sem getur haft mikla hættu í för með sér. Nú hefur grímunotkun á Íslandi aukist og vonandi fer fólk með grímuna til lækna sinna í stað þess að einangra sig og vera án heilsufarslegrar aðstoðar. Ef ekki, veit það ekki á gott. Sjálfri finnst mér gríman hafa róandi áhrif, anda með nefinu ofan í kviðarholið, en ekki með munninum í brjóstholið. Í nefinu eru nefnilega náttúrulegar varnir, sem ekki eru í munninum. Styðjum við hvort annað Við sem teljum okkur frísk og höfum tamið okkur jákvætt viðhorf til ýmissa vandamála eigum að nota hvert tækifæri til þess að hvetja hina sem hafa meiri áhyggjur. Hjálpa til að byggja upp bjargráð sem duga, hvatningu til sóttvarna og framtíðarsýn um að allt taki þetta enda einhvern daginn. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar