Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Höfum ekki rætt við nokkurn mann

Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Fram, furðar sig á því að Ólafur Þórðarson skuli vera ósáttur við vinnbrögð félagsins í kjölfar þess að hann hætti störfum hjá Fram. Hann neitar því að félagið hafi rætt við aðra þjálfara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óli Þórðar hættur - Ósáttur við vinnubrögð Fram

Ólafur Þórðarson segist mjög ósáttur við vinnubrögð stjórnar Fram og segir að hvað sem standi í yfirlýsingu félagsins í kvöld hafi sér einfaldlega verið sagt upp störfum. Hann fékk símtal frá framkvæmdastjóra Fram í dag þegar hann var á sínum fyrsta degi í sumarfríi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U17 endaði í þriðja sæti

Strákarnir í U17 landsliði Íslands höfnuðu í þriðja sæti síns riðils í undankeppni Evrópumótsins. Fjögur lið voru í riðlinum en íslenska liðið tapaði tveimur leikjum en vann einn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar unnu alla leiki sína

U19 landslið kvenna lék í dag sinn síðasta leik í undanriðli fyrir Evrópumótið. Fyrir leikinn höfðu stelpurnar þegar tryggt sér sæti í milliriðlum keppninnar. Ólafur Þór Guðbjörnsson er þjálfari liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján áfram með Keflavík

Allt bendir til þess að litlar breytingar verði á þjálfaramálum liða Landsbankadeildarinnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Guðmundsson verður áfram með Keflavík og þá vill KR halda Loga Ólafssyni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tuttugu ára bið Valsmanna á enda

Valsmenn eru Íslandsmeistarar í Landsbankadeild karla eftir 1-0 sigur á HK á Laugardalsvellinum. Miðvörðurinn Atli Sveinn Þórarinsson tryggði Val titilinn með því að skora eina mark leiksins eftir aðeins 13 mínútna leik. Þetta er tuttugasti Íslandsmeistaratitill Hlíðarendaliðsins sem kemst þar með í hóp með KR sem einu félögin með 20 titla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tókum þetta á endasprettinum

Sigurbjörn Hreiðarsson, Guðmundur Benediktsson og Helgi Sigurðsson voru allir í lykilhlutverki í fagnaðarlátunum hjá Valsmönnum en það var mikið fjör inni í búningsklefanum eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar kvaddi með stoðsendingu

Taugar Vesturbæinga hafa verið þandar til hins ýtrasta í sumar enda hefur KR setið á botninum í nánast allt sumar. Brúnin lyftist af Vesturbæingum þegar ljóst var að liðið slapp við fall eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki sem þar með missti af þriðja sætinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hef alltaf sagt að ég kunni ekki að skalla

Jónas Grani Garðarsson, leikmaður Fram, skoraði bæði mörk liðs síns gegn Breiðabliki í 2-2 jafntefli liðanna í lokaumferð Landsbankadeildar karla í gær og varð því markakóngur Landsbankadeildar með 13 mörk í 17 leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mikill léttir

"Eins sorglega og það hljómar var það mikill léttir að við næðum að bjarga okkur frá falli í dag. Menn fórnuðu sér fyrir málstaðinn og klúbbinn í dag, en liðið er auðvitað búið að vera spila langt undir getu í allt sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ummæli Valsmanna eftir sigurinn

Willum Þór Þórsson þjálfari Vals var að vonum kampakátur eftir að hans menn hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í dag. Það voru þeir Helgi Sigurðsson og Guðmundur Benediktsson einnig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH verður ekki meistari að eilífu

"Við ætluðum að klára okkar leik ef Valsmenn myndu misstíga sig og gerðum það. Það er hundfúlt að tapa þessu eftir að hafa verið með forystuna svona lengi í sumar. Það er líka fúlt að lenda í öðru sæti en FH verður ekki Íslandsmeistari að eilífu. Valsararnir hafa verið að bæta sig og eru bara með betra lið en við núna," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH eftir sigur hans manna á Víkingi í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn eru Íslandsmeistarar

Valur hampaði í dag Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu í fyrsta skipti í 20 ár. Valsmenn lögðu HK 1-0 á Laugardalsvelli og því skiptu önnur úrslit ekki máli. FH lagði Víking 3-1 og því eru Víkingar fallnir úr Landsbankadeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eysteinn: Þvílíkur léttir

Eysteini Pétri Lárussyni, fyrirliða Þróttar, var mikið létt í leikslok í Sandgerði í kvöld. Þá komst Þróttur upp í efstu deild eftir 4-0 sigur á heimamönnum í Reyni.

Íslenski boltinn