Hef alltaf sagt að ég kunni ekki að skalla 30. september 2007 00:01 Jónas Grani Garðarsson, leikmaður Fram, skoraði bæði mörk liðs síns gegn Breiðabliki í 2-2 jafntefli liðanna í lokaumferð Landsbankadeildar karla í gær og varð því markakóngur Landsbankadeildar með 13 mörk í 17 leikjum. „Það er ekki annað hægt en að vera sáttur núna. Þetta hafðist með herkjum hjá okkur en auðvitað hefðum við viljað gera betur í sumar og við vitum upp á okkur skömmina með það," sagði Jónas en sagði engu að síður að markmiðinu hefði verið náð. „Fólk gleymir því stundum að við vorum nýliðar í deildinni í ár og með nýtt lið, þannig að markmiðið var auðvitað til að byrja með að halda sætinu í deildinni og það tókst að lokum. Við vorum komnir með bakið upp við vegg en við náðum að snúa við blaðinu og getum byggt ofan á það í framhaldinu," sagði Jónas sem segist líklega aldrei hafa verið í betra formi. „Ég hef náttúrulega aldrei verið að spila svona mikið þannig að formið er fínt og það er auðvitað grundvallaratriði að vera vinnusamur á vellinum ef maður ætlar að skora mörk og það hefur gengið vel í sumar. Ég er líka ánægður með að fá að spila í sókninni, þar sem ég er miðjumaður að upplagi og yfirleitt eru þeir nú færðir aftar á völlinn með aldrinum," sagði Jónas Grani í léttum dúr. Jónas Grani skoraði sex af mörkum sínum í sumar með því að skalla boltann í markið en kvaðst samt ekki vera neinn sérfræðingur á því sviði. „Ég verð nú seint talinn til góðra skallamanna og ég hef í raun alltaf sagt að ég kunni ekki að skalla boltann. Ætli það sé ekki bara málið, að gera bara eitthvað og vona svo það besta," sagði Jónas að lokum. Jónas Grani tók gullskóinn af Valsmanninum Helga Sigurðssyni í lokaumferðinni. „Ég hefði aldrei viljað skipta á gullskónum og Íslandsmeistaratitlinum. Grani stóð sig frábærlega og hélt Fram á floti. Ég er mjög sáttur við tímabilið hjá mér og hjá liðinu. Ég gæti ekki verið ánægðari," sagði Helgi eftir sinn leik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Jónas Grani Garðarsson, leikmaður Fram, skoraði bæði mörk liðs síns gegn Breiðabliki í 2-2 jafntefli liðanna í lokaumferð Landsbankadeildar karla í gær og varð því markakóngur Landsbankadeildar með 13 mörk í 17 leikjum. „Það er ekki annað hægt en að vera sáttur núna. Þetta hafðist með herkjum hjá okkur en auðvitað hefðum við viljað gera betur í sumar og við vitum upp á okkur skömmina með það," sagði Jónas en sagði engu að síður að markmiðinu hefði verið náð. „Fólk gleymir því stundum að við vorum nýliðar í deildinni í ár og með nýtt lið, þannig að markmiðið var auðvitað til að byrja með að halda sætinu í deildinni og það tókst að lokum. Við vorum komnir með bakið upp við vegg en við náðum að snúa við blaðinu og getum byggt ofan á það í framhaldinu," sagði Jónas sem segist líklega aldrei hafa verið í betra formi. „Ég hef náttúrulega aldrei verið að spila svona mikið þannig að formið er fínt og það er auðvitað grundvallaratriði að vera vinnusamur á vellinum ef maður ætlar að skora mörk og það hefur gengið vel í sumar. Ég er líka ánægður með að fá að spila í sókninni, þar sem ég er miðjumaður að upplagi og yfirleitt eru þeir nú færðir aftar á völlinn með aldrinum," sagði Jónas Grani í léttum dúr. Jónas Grani skoraði sex af mörkum sínum í sumar með því að skalla boltann í markið en kvaðst samt ekki vera neinn sérfræðingur á því sviði. „Ég verð nú seint talinn til góðra skallamanna og ég hef í raun alltaf sagt að ég kunni ekki að skalla boltann. Ætli það sé ekki bara málið, að gera bara eitthvað og vona svo það besta," sagði Jónas að lokum. Jónas Grani tók gullskóinn af Valsmanninum Helga Sigurðssyni í lokaumferðinni. „Ég hefði aldrei viljað skipta á gullskónum og Íslandsmeistaratitlinum. Grani stóð sig frábærlega og hélt Fram á floti. Ég er mjög sáttur við tímabilið hjá mér og hjá liðinu. Ég gæti ekki verið ánægðari," sagði Helgi eftir sinn leik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn