Meistarar krýndir í dag Ómar Þorgeirsson skrifar 29. september 2007 00:01 Valsmaðurinn Dennis Bo Mortensen hefur hér betur á móti FH-ingnum Tryggva Guðmundssyni í leik liðanna um síðustu helgi. Mynd/Anton Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram í dag kl. 14:00 þar sem Íslandsmeistarar verða krýndir og eitt lið fellur úr deildinni. Fréttablaðið fékk því Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, til þess að spá í spilin fyrir lokaátökin, en lið Fjölnis vann sér einmitt á dögunum sæti í efstu deild að ári. Keflavík mætir ÍA í leik þar sem heimaliðið spilar upp á stoltið og vill væntanlega hefna ófaranna úr fyrri leik liðanna, en ÍA þarf hins vegar nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um þriðja sætið. „Það áttu sér stað ákveðin atvik í leiknum upp á Skaga fyrr í sumar og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta stemmd í þennan leik, sem og stuðningsmenn liðanna. Lið Keflavíkur hefur verið heillum horfið upp á síðkastið en Skagaliðið hefur að öllu að keppa og ég á því von á Skagasigri, 0-2," sagði Ásmundur og útilokaði ekki að Bjarni Guðjónsson myndi skora í leiknum. KR mætir Fylki í mikilvægum leik fyrir bæði lið, en KR er í bullandi fallbaráttu og Fylkir að berjast um þriðja sætið. „Það er mikið undir hjá báðum liðum og ég held að þetta verði hörku baráttuleikur sem endi með 1-1 jafntefli," sagði Ásmundur. Breiðablik siglir lygnan sjó um miðja deild en sama verður ekki sagt um mótherja þeirra í Fram sem eru á kafi í fallbaráttunni. „Blikarnir hafa svo sem ekki að miklu að keppa en Framarar eru með bakið upp við vegg og ég tippa á að þeir nái að sigra í leiknum, 0-1, með marki frá Jónasi Grana," sagði Ásmundur sem kvaðst þó hrifinn af spilamennsku Breiðabliks í sumar. Víkingur vermir botnsætið fyrir lokaumferðina og þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda þegar liðið mætir FH. Hafnarfjarðarliðið þarf einnig á sigri að halda í leiknum og verða að sama skapi að treysta á að HK vinni eða geri jafntefli við Val. „Víkingar eru vitanlega í vondri stöðu og FH þarf nauðsynlega á sigri að halda, en í raun hafa bæði liðin verið að ströggla dálítið upp á síðkastið þannig að ég held að 0-0 jafntefli verði niðurstaðan," sagði Ásmundur. Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta HK sem er í fallbaráttunni, en stendur þó best að vígi af kjallaraliðunum fyrir lokaumferðina. „Valsmenn eru með sjálfstraustið í botni og á blússandi siglingu og ég á ekki von á öðru en að þeir vinni leikinn öruggt, 3 eða 4-0 og verði í kjölfarið meistarar," sagði Ásmundur að lokum. Spá spekinga Fréttablaðsins um úrslit leikja í dag: Valur-HK: Öruggur heimasigur Ásmundur Arnarsson 3-0 Guðni Kjartansson 2-0 Helena Ólafsdóttir 2-0 Jörundur Áki Sveinsson 4-0Víkingur-FH: Jafntefli eða útisigur Ásmundur Arnarsson 0-0 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 0-3 Jörundur Áki Sveinsson 0-2Breiðablik-Fram: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-1 Guðni Kjartansson 3-2 Helena Ólafsdóttir 1-1 Jörundur Áki Sveinsson 3-1 Keflavík-ÍA: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-2 Guðni Kjartansson 2-1 Helena Ólafsdóttir 0-2 Jörundur Áki Sveinsson 2-2KR-Fylkir: Jafntefli eða heimasigur Ásmundur Arnarsson 1-1 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 1-0 Jörundur Áki Sveinsson 2-2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram í dag kl. 14:00 þar sem Íslandsmeistarar verða krýndir og eitt lið fellur úr deildinni. Fréttablaðið fékk því Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, til þess að spá í spilin fyrir lokaátökin, en lið Fjölnis vann sér einmitt á dögunum sæti í efstu deild að ári. Keflavík mætir ÍA í leik þar sem heimaliðið spilar upp á stoltið og vill væntanlega hefna ófaranna úr fyrri leik liðanna, en ÍA þarf hins vegar nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um þriðja sætið. „Það áttu sér stað ákveðin atvik í leiknum upp á Skaga fyrr í sumar og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta stemmd í þennan leik, sem og stuðningsmenn liðanna. Lið Keflavíkur hefur verið heillum horfið upp á síðkastið en Skagaliðið hefur að öllu að keppa og ég á því von á Skagasigri, 0-2," sagði Ásmundur og útilokaði ekki að Bjarni Guðjónsson myndi skora í leiknum. KR mætir Fylki í mikilvægum leik fyrir bæði lið, en KR er í bullandi fallbaráttu og Fylkir að berjast um þriðja sætið. „Það er mikið undir hjá báðum liðum og ég held að þetta verði hörku baráttuleikur sem endi með 1-1 jafntefli," sagði Ásmundur. Breiðablik siglir lygnan sjó um miðja deild en sama verður ekki sagt um mótherja þeirra í Fram sem eru á kafi í fallbaráttunni. „Blikarnir hafa svo sem ekki að miklu að keppa en Framarar eru með bakið upp við vegg og ég tippa á að þeir nái að sigra í leiknum, 0-1, með marki frá Jónasi Grana," sagði Ásmundur sem kvaðst þó hrifinn af spilamennsku Breiðabliks í sumar. Víkingur vermir botnsætið fyrir lokaumferðina og þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda þegar liðið mætir FH. Hafnarfjarðarliðið þarf einnig á sigri að halda í leiknum og verða að sama skapi að treysta á að HK vinni eða geri jafntefli við Val. „Víkingar eru vitanlega í vondri stöðu og FH þarf nauðsynlega á sigri að halda, en í raun hafa bæði liðin verið að ströggla dálítið upp á síðkastið þannig að ég held að 0-0 jafntefli verði niðurstaðan," sagði Ásmundur. Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta HK sem er í fallbaráttunni, en stendur þó best að vígi af kjallaraliðunum fyrir lokaumferðina. „Valsmenn eru með sjálfstraustið í botni og á blússandi siglingu og ég á ekki von á öðru en að þeir vinni leikinn öruggt, 3 eða 4-0 og verði í kjölfarið meistarar," sagði Ásmundur að lokum. Spá spekinga Fréttablaðsins um úrslit leikja í dag: Valur-HK: Öruggur heimasigur Ásmundur Arnarsson 3-0 Guðni Kjartansson 2-0 Helena Ólafsdóttir 2-0 Jörundur Áki Sveinsson 4-0Víkingur-FH: Jafntefli eða útisigur Ásmundur Arnarsson 0-0 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 0-3 Jörundur Áki Sveinsson 0-2Breiðablik-Fram: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-1 Guðni Kjartansson 3-2 Helena Ólafsdóttir 1-1 Jörundur Áki Sveinsson 3-1 Keflavík-ÍA: Tvísýnt Ásmundur Arnarsson 0-2 Guðni Kjartansson 2-1 Helena Ólafsdóttir 0-2 Jörundur Áki Sveinsson 2-2KR-Fylkir: Jafntefli eða heimasigur Ásmundur Arnarsson 1-1 Guðni Kjartansson 1-1 Helena Ólafsdóttir 1-0 Jörundur Áki Sveinsson 2-2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira