Íslenski boltinn

Stelpurnar unnu alla leiki sína

Elvar Geir Magnússon skrifar

U19 landslið kvenna lék í dag sinn síðasta leik í undanriðli fyrir Evrópumótið. Fyrir leikinn höfðu stelpurnar þegar tryggt sér sæti í milliriðlum keppninnar.  Ólafur Þór Guðbjörnsson er þjálfari liðsins.

Stelpurnar léku gegn gestgjöfunum í Portúgal í dag og unnu 3-2 sigur. Íslenska liðið vann því alla þrjá leiki sína í undanriðlinum og vann riðilinn með níu stig. Hin þrjú liðin hlutu öll þrjú stig.

Elínborg Ingvarsdóttir, Laufey Björnsdóttir og Jóna Kristín Hauksdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins í dag. Elínborg leikur með Grindavík en Laufey og Jóna með Breiðabliki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×