Tuttugu ára bið Valsmanna á enda 30. september 2007 00:01 Guðmundur Benedikts-son stjórnaði sigursöngnum inni í klefa. Fréttablaðið/Vilhelm Valsmenn eru Íslandsmeistarar í Landsbankadeild karla eftir 1-0 sigur á HK á Laugardalsvellinum. Miðvörðurinn Atli Sveinn Þórarinsson tryggði Val titilinn með því að skora eina mark leiksins eftir aðeins 13 mínútna leik. Þetta er tuttugasti Íslandsmeistaratitill Hlíðarendaliðsins sem kemst þar með í hóp með KR sem einu félögin með 20 titla. „Þetta var frábært og mjög ljúft. Ég lýsti því yfir þegar ég skoraði á móti Skaganum að það mark væri upphafið að einhverju. Ég þurfti reyndar bara að leggja boltann í autt netið en það þarf að gera það líka. Þetta var mjög erfiður leikur og ég vil hrósa HK-liðinu fyrir að gera okkur erfitt fyrir allan leikinn. Þetta var virkilega erfitt en þeim mun sætara,“ sagði hetja Valsmanna, Atli Sveinn Þórarinsson og bætti við: „Þær raddir heyrðust þegar við náðum ekki að taka toppsætið þegar við fengum nokkrum sinnum möguleika á því að við gugnuðum bara og hefðum ekki karakterinn. Það þjappaði okkur heilmikið saman og gerði okkur sterkari sem hóp. Við ætlum að taka sumarfríið okkar núna og slaka aðeins á og svo förum við á fullum krafti inn í næsta tímabil,“ sagði Atli. Leikur Valsmanna var spennuþrunginn og þeir hafa oft spilað betur í sumar. Valsliðið var þó sterkari aðilinn en náði þó ekki að skapa sér mörg færi gegn baráttuglöðu HK-liði sem var alltaf ógnandi í skyndisóknunum. Helgi Sigurðsson skoraði reyndar annað mark á 17. mínútu sem hefði að öllum líkindum gert út um leikinn en var dæmdur rangstæður sem var umdeild ákvörðun hjá aðstoðardómaranum.Eigum þetta skiliðTveir góðir Willum Þór Þórsson og Guðmundur Benediktsson með Íslandsbikarinn.Fréttablaðiðð/Vilhelm Willum Þór Þórsson hefur nú gert tvö lið að Íslandsmeisturum en KR vann titilinn undir hans stjórn 2002 og 2003. „Þetta tók á allar 90 mínúturnar því þú ert aldrei öruggur í stöðunni 1-0. Við vorum alltaf að reyna að koma öðru marki á þá. HK-liðið mætti í þetta mót til þess að berjast fyrir lífi sínu og þeim tókst það. Þetta var því erfitt allan leikinn en þetta hafðist,“ segir Willum Þór sem er á sínu þriðja ári með Valsliðið. „Við vorum hundfúlir að vinna þetta ekki í fyrra og við vorum hundfúlir að vinna þetta ekki í hittifyrra. Við höfum styrkst frá hverju ári til þess næsta og það er þannig með sanna keppnismenn að ef þú nærð ekki árangri þá reynir þú bara betur næst. Ég vil meina að við eigum skilið að taka þennan titil ekki síst út frá því að við lögðum FH-ingana í báðum leikjunum,“ sagði Willum Þór Þórsson eftir að titillinn var í höfn. HK-liðið á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína ekki bara í þessum leik heldur í allt sumar. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK, hefur því sjaldan verið brosmildari eftir tapleik en í einmitt í gær. „Þetta er stórkostlegt þótt við vildum hafa klárað þetta sjálfir. Það var markmiðið hjá okkur að halda okkur uppi, það sögðu allir að við myndum falla en við erum búnir að stinga upp í þá menn. Við erum stoltir HK-ingar og við erum í úrvalsdeild á næsta ári,“ sagði Gunnleifur. ooj@frettabladid.is Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Valsmenn eru Íslandsmeistarar í Landsbankadeild karla eftir 1-0 sigur á HK á Laugardalsvellinum. Miðvörðurinn Atli Sveinn Þórarinsson tryggði Val titilinn með því að skora eina mark leiksins eftir aðeins 13 mínútna leik. Þetta er tuttugasti Íslandsmeistaratitill Hlíðarendaliðsins sem kemst þar með í hóp með KR sem einu félögin með 20 titla. „Þetta var frábært og mjög ljúft. Ég lýsti því yfir þegar ég skoraði á móti Skaganum að það mark væri upphafið að einhverju. Ég þurfti reyndar bara að leggja boltann í autt netið en það þarf að gera það líka. Þetta var mjög erfiður leikur og ég vil hrósa HK-liðinu fyrir að gera okkur erfitt fyrir allan leikinn. Þetta var virkilega erfitt en þeim mun sætara,“ sagði hetja Valsmanna, Atli Sveinn Þórarinsson og bætti við: „Þær raddir heyrðust þegar við náðum ekki að taka toppsætið þegar við fengum nokkrum sinnum möguleika á því að við gugnuðum bara og hefðum ekki karakterinn. Það þjappaði okkur heilmikið saman og gerði okkur sterkari sem hóp. Við ætlum að taka sumarfríið okkar núna og slaka aðeins á og svo förum við á fullum krafti inn í næsta tímabil,“ sagði Atli. Leikur Valsmanna var spennuþrunginn og þeir hafa oft spilað betur í sumar. Valsliðið var þó sterkari aðilinn en náði þó ekki að skapa sér mörg færi gegn baráttuglöðu HK-liði sem var alltaf ógnandi í skyndisóknunum. Helgi Sigurðsson skoraði reyndar annað mark á 17. mínútu sem hefði að öllum líkindum gert út um leikinn en var dæmdur rangstæður sem var umdeild ákvörðun hjá aðstoðardómaranum.Eigum þetta skiliðTveir góðir Willum Þór Þórsson og Guðmundur Benediktsson með Íslandsbikarinn.Fréttablaðiðð/Vilhelm Willum Þór Þórsson hefur nú gert tvö lið að Íslandsmeisturum en KR vann titilinn undir hans stjórn 2002 og 2003. „Þetta tók á allar 90 mínúturnar því þú ert aldrei öruggur í stöðunni 1-0. Við vorum alltaf að reyna að koma öðru marki á þá. HK-liðið mætti í þetta mót til þess að berjast fyrir lífi sínu og þeim tókst það. Þetta var því erfitt allan leikinn en þetta hafðist,“ segir Willum Þór sem er á sínu þriðja ári með Valsliðið. „Við vorum hundfúlir að vinna þetta ekki í fyrra og við vorum hundfúlir að vinna þetta ekki í hittifyrra. Við höfum styrkst frá hverju ári til þess næsta og það er þannig með sanna keppnismenn að ef þú nærð ekki árangri þá reynir þú bara betur næst. Ég vil meina að við eigum skilið að taka þennan titil ekki síst út frá því að við lögðum FH-ingana í báðum leikjunum,“ sagði Willum Þór Þórsson eftir að titillinn var í höfn. HK-liðið á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína ekki bara í þessum leik heldur í allt sumar. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK, hefur því sjaldan verið brosmildari eftir tapleik en í einmitt í gær. „Þetta er stórkostlegt þótt við vildum hafa klárað þetta sjálfir. Það var markmiðið hjá okkur að halda okkur uppi, það sögðu allir að við myndum falla en við erum búnir að stinga upp í þá menn. Við erum stoltir HK-ingar og við erum í úrvalsdeild á næsta ári,“ sagði Gunnleifur. ooj@frettabladid.is
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn