Hjálmar áfram hjá Fram Hjálmar Þórarinsson hefur samið við Fram til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Fram í dag. Íslenski boltinn 25. október 2007 19:18
Álasund ætlar að ræða við Breiðablik um Guðmann Reidar Vågner, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Álasundi, sagði í samtali við Vísi að félagið ætlaði að ræða við Breiðablik um Guðmann Þórisson. Íslenski boltinn 25. október 2007 18:33
Atli skoraði í æfingaleik með Enköping Atli Heimisson, leikmaður ÍBV, skoraði í kvöld eitt mark í æfingaleik með sænska liðinu Enköping þar sem hann hefur verið til reynslu. Íslenski boltinn 24. október 2007 23:16
Jón Þorgrímur heldur áfram Jón Þorgrímur Stefánsson sagði í samtali við Vísi að hann hyggðist spila áfram í Landsbankadeildinni næsta ár en hann hugleiddi um tíma að hætta. Íslenski boltinn 24. október 2007 19:22
FH-ingar höfðu enga trú á mér Auðun Helgason skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fram. Auðun ætlar sér stóra hluti hjá Safamýrarliðinu næsta sumar. Hann harmar að FH-ingar skuli hafa misst trúna á sig. Íslenski boltinn 24. október 2007 16:11
Auðun skrifar undir hjá Fram Knattspyrnumaðurinn gamalreyndi Auðun Helgason gekk í dag til liðs við knattspyrnufélagið Fram. Auðun hefur leikið með FH undanfarin ár. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Reykjavíkurfélagið. Þetta var tilkynnt rétt í þessu á blaðamannafundi. Íslenski boltinn 24. október 2007 15:40
Garðar ráðinn til Leiknis Garðar Gunnar Ásgeirsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í Breiðholti á nýjan leik. Garðar hætti þjálfun liðsins fyrir ári síðan en er nú kominn aftur á heimavöll. Íslenski boltinn 23. október 2007 22:28
Mikið að gerast á íslenska markaðnum Það er mikið að gerast á íslenska leikmannamarkaðnum þessa dagana. Gunnar Örn Jónsson, kantmaðurinn ungi, hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Breiðabliks og mun skrifa undir fjögurra ára samning við KR. Íslenski boltinn 23. október 2007 20:13
Dyring kominn í Fylki Danski sóknarmaðurinn Allan Dyring hefur skrifað undir eins árs samning við Fylki. Dyring er 28 ára en hann hefur síðustu tvö ár verið í herbúðum FH. Hann var úti í kuldanum hjá Hafnarfjarðarliðinu í sumar og samdi um starfslok við liðið eftir tímabilið. Íslenski boltinn 23. október 2007 19:07
Sterklega orðaður við Þrótt Þróttarar ætla sér stóra hluti í Landsbankadeildinni næsta sumar. Þeir hafa þegar fengið Sigmund Kristjánsson frá KR og annar uppalinn Þróttari, Hjálmar Þórarinsson, hefur mikinn áhuga á að gera slíkt hið sama samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Íslenski boltinn 23. október 2007 04:30
Get ekki neitað því að ég er mjög sár Varnarmaðurinn Auðun Helgason mun ekki spila með FH á næstu leiktíð. Samningur hans við félagið er á enda runninn og FH mun ekki bjóða honum nýjan samning. Íslenski boltinn 23. október 2007 03:30
Ekki heyrt frá Grindavík Óli Stefán Flóventsson hugsar sér til hreyfings þessa dagana en hann er að losna undan samningi við Grindavík. Íslenski boltinn 23. október 2007 03:30
Þetta er mikil áskorun FH gekk frá samningum við tvo sterka leikmenn í gær; varnarmanninn Höskuld Eiríksson frá Víkingi, eins og getið er um ofar á síðunni, og svo við framherjann Jónas Grana Garðarsson sem var markakóngur Landsbankadeildarinnar í sumar. Íslenski boltinn 23. október 2007 00:01
Guðmundur Benediktsson framlengir samning við Val „Á meðan maður hefur ennþá gaman af því að spila fótbolta og hefur fína heilsu þá er engin ástæða til að hætta," segir Guðmundur Benediktsson sem hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals um eitt ár. Íslenski boltinn 22. október 2007 21:35
Jónas Grani og Höskuldur í FH Jónas Grani Garðarsson, markakóngur Landsbankadeildarinnar, er á leið til FH á nýjan leik. Þetta kemur fram á Fótbolti.net. Jónas skoraði þrettán mörk í átján leikjum fyrir Fram í deildinni í sumar. Íslenski boltinn 22. október 2007 19:45
Heimir framlengir hjá FH Heimir Snær Guðmundsson mun spila með FH á næsta tímabili en hann staðfesti í samtali við vefsíðuna Fótbolti.net að hann muni skrifa undir tveggja ára samning við liðið á næstu dögum. Íslenski boltinn 22. október 2007 18:21
Tryggvi og Helgi marksæknastir Tryggvi Guðmundsson hjá FH og Helgi Sigurðsson úr Val komu að flestum mörkum sinna liða í Landsbankadeild karla í sumar. Tryggvi Guðmundsson gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna í deildinni. Íslenski boltinn 22. október 2007 00:01
Sigmundur semur við Þrótt til þriggja ára Sigmundur Kristjánsson hefur gengið til liðs við sitt æskufélag, Þrótt, eftir þriggja ára veru í KR. Íslenski boltinn 20. október 2007 14:37
Ólafur tekur ekki við Leikni Ólafur Þórðarson mun ekki taka við þjálfun 1. deildarlið Leiknis eins og Vísir var búið að greina frá. Íslenski boltinn 20. október 2007 12:54
Helgi og Hólmfríður best - skandall í kosningu? Lokahóf KSÍ var haldið í gær með pompi og prakt en var þó ekki án afar umdeildra atvika. Íslenski boltinn 20. október 2007 11:30
Ólafur og Hjörtur áfram með Þrótti Ólafur Þór Gunnarsson markvörður mun leika með Þrótti næsta sumar ásamt sóknarmanninum Hirti Hjartarsyni. Íslenski boltinn 19. október 2007 14:41
Magnús fær bronsskóinn Magnús Páll Gunnarsson, leikmaður Breiðabliks, mun fá bronsskóinn á lokahófi KSÍ í kvöld þrátt fyrir allt. Íslenski boltinn 19. október 2007 14:00
Magni ráðinn þjálfari Fjarðabyggðar Magni Fannberg hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarlið Fjarðabyggðar. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. Íslenski boltinn 19. október 2007 13:28
Ræddi við FH skömmu fyrir aðgerð Höskuldur Eiríksson ræddi í morgun við forráðamenn FH en hann mun í dag fara í speglun á vinstri ökkla. Íslenski boltinn 19. október 2007 10:40
66 prósent vilja Guðjón sem landsliðsþjálfara Meira en þrjú þúsund manns tóku þátt í könnun Vísis í gær sem spurði hvort Guðjón Þórðarson eigi að taka við starfi landsliðsþjálfara. Íslenski boltinn 19. október 2007 09:30
Höskuldur fer frá Víkingi Höskuldur Eiríksson, leikmaður Víkings, hefur ákveðið að yfirgefa félagið og halda á ný mið. Íslenski boltinn 18. október 2007 16:20
Viðar hættur hjá Víkingi Viðar Guðjónsson hefur rift samningi sínum við Víking en liðið féll úr úrvalsdeildinni nú í haust. Íslenski boltinn 18. október 2007 15:58
Ólafur Þórðarson tekur við Leikni Samkvæmt heimildum Vísis mun Ólafur Þórðarson taka við 1. deildarliði Leiknis annað hvort í kvöld eða á morgun. Íslenski boltinn 18. október 2007 14:20
Jónas hættir hjá KR Sporti Jónas Kristinsson mun ekki sækjast eftir endurkjöri í stjórn KR Sport hf. á næsta aðalfundi félagsins. Íslenski boltinn 18. október 2007 14:07
U-19 landsliðið heldur uppi heiðri Íslands Íslenska knattspyrnulandsliðið, skipað leikmönnum nítján ára og yngri, komst í gær áfram í milliriðla í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Íslenski boltinn 18. október 2007 11:39