Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

FH-ingar höfðu enga trú á mér

Auðun Helgason skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fram. Auðun ætlar sér stóra hluti hjá Safamýrarliðinu næsta sumar. Hann harmar að FH-ingar skuli hafa misst trúna á sig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Auðun skrifar undir hjá Fram

Knattspyrnumaðurinn gamalreyndi Auðun Helgason gekk í dag til liðs við knattspyrnufélagið Fram. Auðun hefur leikið með FH undanfarin ár. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Reykjavíkurfélagið. Þetta var tilkynnt rétt í þessu á blaðamannafundi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Garðar ráðinn til Leiknis

Garðar Gunnar Ásgeirsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í Breiðholti á nýjan leik. Garðar hætti þjálfun liðsins fyrir ári síðan en er nú kominn aftur á heimavöll.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mikið að gerast á íslenska markaðnum

Það er mikið að gerast á íslenska leikmannamarkaðnum þessa dagana. Gunnar Örn Jónsson, kantmaðurinn ungi, hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Breiðabliks og mun skrifa undir fjögurra ára samning við KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dyring kominn í Fylki

Danski sóknarmaðurinn Allan Dyring hefur skrifað undir eins árs samning við Fylki. Dyring er 28 ára en hann hefur síðustu tvö ár verið í herbúðum FH. Hann var úti í kuldanum hjá Hafnarfjarðarliðinu í sumar og samdi um starfslok við liðið eftir tímabilið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sterklega orðaður við Þrótt

Þróttarar ætla sér stóra hluti í Landsbankadeildinni næsta sumar. Þeir hafa þegar fengið Sigmund Kristjánsson frá KR og annar uppalinn Þróttari, Hjálmar Þórarinsson, hefur mikinn áhuga á að gera slíkt hið sama samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þetta er mikil áskorun

FH gekk frá samningum við tvo sterka leikmenn í gær; varnarmanninn Höskuld Eiríksson frá Víkingi, eins og getið er um ofar á síðunni, og svo við framherjann Jónas Grana Garðarsson sem var markakóngur Landsbankadeildarinnar í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jónas Grani og Höskuldur í FH

Jónas Grani Garðarsson, markakóngur Landsbankadeildarinnar, er á leið til FH á nýjan leik. Þetta kemur fram á Fótbolti.net. Jónas skoraði þrettán mörk í átján leikjum fyrir Fram í deildinni í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir framlengir hjá FH

Heimir Snær Guðmundsson mun spila með FH á næsta tímabili en hann staðfesti í samtali við vefsíðuna Fótbolti.net að hann muni skrifa undir tveggja ára samning við liðið á næstu dögum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi og Helgi marksæknastir

Tryggvi Guðmundsson hjá FH og Helgi Sigurðsson úr Val komu að flestum mörkum sinna liða í Landsbankadeild karla í sumar. Tryggvi Guðmundsson gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna í deildinni.

Íslenski boltinn