Þetta er mikil áskorun 23. október 2007 00:01 Jónas Grani Garðarsson er geysilega ánægður með að vera kominn aftur til FH eftir tveggja ára dvöl í Safamýrinni.fréttablaðið/eyþór FH gekk frá samningum við tvo sterka leikmenn í gær; varnarmanninn Höskuld Eiríksson frá Víkingi, eins og getið er um ofar á síðunni, og svo við framherjann Jónas Grana Garðarsson sem var markakóngur Landsbankadeildarinnar í sumar. Aðeins eru tvö ár síðan Húsvíkingurinn fór frá FH þar sem hann fékk afar fá tækifæri með liðinu. Mikið fjaðrafok var í kringum félagaskipti Jónasar enda stóð FH í vegi fyrir því að hann fengi að spila með öðru liði í Landsbankadeildinni. Til að losna frá FH varð Jónas því að semja við lið í 1. deildinni. Úr varð að hann gekk í raðir Fram. Hann minnti FH síðan rækilega á hverju félagið var að missa af er hann skoraði tvö mörk gegn FH í Krikanum. „Ég er kominn heim. Nýr þjálfari er aðalástæðan fyrir því að ég er kominn í FH og að mér bauðst að koma í FH. Ég óttast ekki að þurfa að sitja á bekknum. Annars hefði ég ekki farið að semja við FH og ég geri ekki ráð fyrir því að Heimir sé að fá mig á sömu forsendum og voru áður. Það er samt enginn áskrifandi að sæti í FH-liðinu," sagði Jónas Grani, 34 ára, sem hefur mikla trú á Heimi Guðjónssyni sem þjálfara en hann gerir eins árs samning við FH. „Það var samt vissulega erfitt að yfirgefa Fram enda átti ég góðan tíma þar og mér gekk vel í bláu treyjunni." Eins og áður segir var talsvert fjaðrafok í kringum brotthvarf Jónasar Grana á sínum tíma og sitt sýndist hverjum um aðferðir stjórnar FH í málinu. Sjálfur var Jónas ekki sáttur. „Vissulega var ég ekki sáttur enda taldi ég mig hafa skilað mínu til félagsins og eiga betra skilið. Staðreyndin er samt sú að FH er mun stærra og meira en nokkrir einstaklingar sem vildu ekki leyfa mér að fara í úrvalsdeildarlið á sínum tíma," sagði Jónas Grani, sem er löngu hættur að velta sér upp úr fortíðinni og hlakkar til næsta sumars. „Þetta er mikil áskorun fyrir mig og ég vildi taka henni. Óli taldi sig ekki hafa not fyrir mig á sínum tíma og menn geta deilt um þá ákvörðun. Árangur hans talar aftur á móti sínu máli og því ætla ég ekkert að rífast um það. Ég tel mig samt hafa sýnt hjá Fram að ég hef ýmislegt fram að færa í fótbolta. Vonandi sýni ég það áfram næsta sumar." henry@frettabladid.is Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
FH gekk frá samningum við tvo sterka leikmenn í gær; varnarmanninn Höskuld Eiríksson frá Víkingi, eins og getið er um ofar á síðunni, og svo við framherjann Jónas Grana Garðarsson sem var markakóngur Landsbankadeildarinnar í sumar. Aðeins eru tvö ár síðan Húsvíkingurinn fór frá FH þar sem hann fékk afar fá tækifæri með liðinu. Mikið fjaðrafok var í kringum félagaskipti Jónasar enda stóð FH í vegi fyrir því að hann fengi að spila með öðru liði í Landsbankadeildinni. Til að losna frá FH varð Jónas því að semja við lið í 1. deildinni. Úr varð að hann gekk í raðir Fram. Hann minnti FH síðan rækilega á hverju félagið var að missa af er hann skoraði tvö mörk gegn FH í Krikanum. „Ég er kominn heim. Nýr þjálfari er aðalástæðan fyrir því að ég er kominn í FH og að mér bauðst að koma í FH. Ég óttast ekki að þurfa að sitja á bekknum. Annars hefði ég ekki farið að semja við FH og ég geri ekki ráð fyrir því að Heimir sé að fá mig á sömu forsendum og voru áður. Það er samt enginn áskrifandi að sæti í FH-liðinu," sagði Jónas Grani, 34 ára, sem hefur mikla trú á Heimi Guðjónssyni sem þjálfara en hann gerir eins árs samning við FH. „Það var samt vissulega erfitt að yfirgefa Fram enda átti ég góðan tíma þar og mér gekk vel í bláu treyjunni." Eins og áður segir var talsvert fjaðrafok í kringum brotthvarf Jónasar Grana á sínum tíma og sitt sýndist hverjum um aðferðir stjórnar FH í málinu. Sjálfur var Jónas ekki sáttur. „Vissulega var ég ekki sáttur enda taldi ég mig hafa skilað mínu til félagsins og eiga betra skilið. Staðreyndin er samt sú að FH er mun stærra og meira en nokkrir einstaklingar sem vildu ekki leyfa mér að fara í úrvalsdeildarlið á sínum tíma," sagði Jónas Grani, sem er löngu hættur að velta sér upp úr fortíðinni og hlakkar til næsta sumars. „Þetta er mikil áskorun fyrir mig og ég vildi taka henni. Óli taldi sig ekki hafa not fyrir mig á sínum tíma og menn geta deilt um þá ákvörðun. Árangur hans talar aftur á móti sínu máli og því ætla ég ekkert að rífast um það. Ég tel mig samt hafa sýnt hjá Fram að ég hef ýmislegt fram að færa í fótbolta. Vonandi sýni ég það áfram næsta sumar." henry@frettabladid.is
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira