FH-ingar höfðu enga trú á mér 24. október 2007 16:11 Auðun handsalar samning sinn við Fram ásamt þeim Ríkharði Daðasyni og Þorvaldi Örlygssyni Mynd/Völundur Auðun Helgason skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fram. Auðun ætlar sér stóra hluti hjá Safamýrarliðinu næsta sumar. Hann harmar að FH-ingar skuli hafa misst trúna á sig. "Við vorum viku að ganga frá þessu frá því þetta kom upp fyrst og þegar ljóst varð að Þorvaldur Örlygsson tæki við liðinu, settumst við þrír niður og ræddum málin. Eftir það kítlaði það mikið að koma hingað. Það voru önnur lið að freista mín líka en á endanum ákvað ég að taka þessa áskorun og koma hingað. Fram er stórveldi í íslenskri knattspyrnusögu og það er okkar að koma liðinu á beinu brautina á ný," sagði Auðun í samtali við Vísi. Hann hefur mikla trú á þjálfaranum Þorvaldi Örlygssyni. "Ég hef mikla trú á Þorvaldi. Hann er metnaðargjarn og ákveðinn en raunsær. Hann vill búa til öfluga umgjörð hérna og það finnst mér skipta miklu máli í íslenskri knattspyrnu. Það er nokkuð sem mér fannst farið að láta á sjá í Hafnarfirði og ég veit hvað þarf til svo hægt sé að koma liði í fremstu röð." Auðunn segist vera í fínu formi og tilbúinn í slaginn næsta sumar - þar sem hann ætlar að sína FH-ingum hverju þeir misstu þegar þeir ákváðu að láta hann fara. "Ég er í ágætu standi og ætla mér að ná aftur í mitt besta form. Ég skil ágætlega við Hafnfirðinga, en það eru þarna menn inn á milli hjá FH sem hafa enga trú á mér og það er það versta - en þjálfarinn þar ræður ferðinni og ég ber virðingu fyrir því og leitaði því annað," sagði Auðun. En fá þá FH-ingar að sjá hverju þeir misstu af næsta sumar? "Já, við skulum vona það," sagði Auðun og brosti. Auðun er mikill fengur Þorvaldur Örlygsson þjálfari segir að Auðun komi til með að styrkja lið Fram mikið í baráttunni næsta sumar. "Auðun er mikill fengur fyrir okkur. Hann er flinkur spilari og svo kemur hann líka inn með gríðarlega mikla reynslu sem hann getur miðlað bæði til mín og leikmanna. Við þurfum að styrkja lið okkar frekar á næstunni af því við vorum auðvitað að missa tvo sterka menn," sagði Þorvaldur. Hann segir of snemmt að fara að setja sér takmörk fyrir næsta keppnistímabil. "Það er nú bara að koma nóvember og því er full snemmt að hugsa um það. Mig langar fyrst og fremst að reyna að búa til skemmtilegt lið sem er samkeppnishæft við hvaða lið sem er í deildinni. Lið sem nær úrslitum," sagði Þorvaldur í samtali við Vísi í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Auðun Helgason skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fram. Auðun ætlar sér stóra hluti hjá Safamýrarliðinu næsta sumar. Hann harmar að FH-ingar skuli hafa misst trúna á sig. "Við vorum viku að ganga frá þessu frá því þetta kom upp fyrst og þegar ljóst varð að Þorvaldur Örlygsson tæki við liðinu, settumst við þrír niður og ræddum málin. Eftir það kítlaði það mikið að koma hingað. Það voru önnur lið að freista mín líka en á endanum ákvað ég að taka þessa áskorun og koma hingað. Fram er stórveldi í íslenskri knattspyrnusögu og það er okkar að koma liðinu á beinu brautina á ný," sagði Auðun í samtali við Vísi. Hann hefur mikla trú á þjálfaranum Þorvaldi Örlygssyni. "Ég hef mikla trú á Þorvaldi. Hann er metnaðargjarn og ákveðinn en raunsær. Hann vill búa til öfluga umgjörð hérna og það finnst mér skipta miklu máli í íslenskri knattspyrnu. Það er nokkuð sem mér fannst farið að láta á sjá í Hafnarfirði og ég veit hvað þarf til svo hægt sé að koma liði í fremstu röð." Auðunn segist vera í fínu formi og tilbúinn í slaginn næsta sumar - þar sem hann ætlar að sína FH-ingum hverju þeir misstu þegar þeir ákváðu að láta hann fara. "Ég er í ágætu standi og ætla mér að ná aftur í mitt besta form. Ég skil ágætlega við Hafnfirðinga, en það eru þarna menn inn á milli hjá FH sem hafa enga trú á mér og það er það versta - en þjálfarinn þar ræður ferðinni og ég ber virðingu fyrir því og leitaði því annað," sagði Auðun. En fá þá FH-ingar að sjá hverju þeir misstu af næsta sumar? "Já, við skulum vona það," sagði Auðun og brosti. Auðun er mikill fengur Þorvaldur Örlygsson þjálfari segir að Auðun komi til með að styrkja lið Fram mikið í baráttunni næsta sumar. "Auðun er mikill fengur fyrir okkur. Hann er flinkur spilari og svo kemur hann líka inn með gríðarlega mikla reynslu sem hann getur miðlað bæði til mín og leikmanna. Við þurfum að styrkja lið okkar frekar á næstunni af því við vorum auðvitað að missa tvo sterka menn," sagði Þorvaldur. Hann segir of snemmt að fara að setja sér takmörk fyrir næsta keppnistímabil. "Það er nú bara að koma nóvember og því er full snemmt að hugsa um það. Mig langar fyrst og fremst að reyna að búa til skemmtilegt lið sem er samkeppnishæft við hvaða lið sem er í deildinni. Lið sem nær úrslitum," sagði Þorvaldur í samtali við Vísi í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira