FH-ingar höfðu enga trú á mér 24. október 2007 16:11 Auðun handsalar samning sinn við Fram ásamt þeim Ríkharði Daðasyni og Þorvaldi Örlygssyni Mynd/Völundur Auðun Helgason skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fram. Auðun ætlar sér stóra hluti hjá Safamýrarliðinu næsta sumar. Hann harmar að FH-ingar skuli hafa misst trúna á sig. "Við vorum viku að ganga frá þessu frá því þetta kom upp fyrst og þegar ljóst varð að Þorvaldur Örlygsson tæki við liðinu, settumst við þrír niður og ræddum málin. Eftir það kítlaði það mikið að koma hingað. Það voru önnur lið að freista mín líka en á endanum ákvað ég að taka þessa áskorun og koma hingað. Fram er stórveldi í íslenskri knattspyrnusögu og það er okkar að koma liðinu á beinu brautina á ný," sagði Auðun í samtali við Vísi. Hann hefur mikla trú á þjálfaranum Þorvaldi Örlygssyni. "Ég hef mikla trú á Þorvaldi. Hann er metnaðargjarn og ákveðinn en raunsær. Hann vill búa til öfluga umgjörð hérna og það finnst mér skipta miklu máli í íslenskri knattspyrnu. Það er nokkuð sem mér fannst farið að láta á sjá í Hafnarfirði og ég veit hvað þarf til svo hægt sé að koma liði í fremstu röð." Auðunn segist vera í fínu formi og tilbúinn í slaginn næsta sumar - þar sem hann ætlar að sína FH-ingum hverju þeir misstu þegar þeir ákváðu að láta hann fara. "Ég er í ágætu standi og ætla mér að ná aftur í mitt besta form. Ég skil ágætlega við Hafnfirðinga, en það eru þarna menn inn á milli hjá FH sem hafa enga trú á mér og það er það versta - en þjálfarinn þar ræður ferðinni og ég ber virðingu fyrir því og leitaði því annað," sagði Auðun. En fá þá FH-ingar að sjá hverju þeir misstu af næsta sumar? "Já, við skulum vona það," sagði Auðun og brosti. Auðun er mikill fengur Þorvaldur Örlygsson þjálfari segir að Auðun komi til með að styrkja lið Fram mikið í baráttunni næsta sumar. "Auðun er mikill fengur fyrir okkur. Hann er flinkur spilari og svo kemur hann líka inn með gríðarlega mikla reynslu sem hann getur miðlað bæði til mín og leikmanna. Við þurfum að styrkja lið okkar frekar á næstunni af því við vorum auðvitað að missa tvo sterka menn," sagði Þorvaldur. Hann segir of snemmt að fara að setja sér takmörk fyrir næsta keppnistímabil. "Það er nú bara að koma nóvember og því er full snemmt að hugsa um það. Mig langar fyrst og fremst að reyna að búa til skemmtilegt lið sem er samkeppnishæft við hvaða lið sem er í deildinni. Lið sem nær úrslitum," sagði Þorvaldur í samtali við Vísi í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Auðun Helgason skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fram. Auðun ætlar sér stóra hluti hjá Safamýrarliðinu næsta sumar. Hann harmar að FH-ingar skuli hafa misst trúna á sig. "Við vorum viku að ganga frá þessu frá því þetta kom upp fyrst og þegar ljóst varð að Þorvaldur Örlygsson tæki við liðinu, settumst við þrír niður og ræddum málin. Eftir það kítlaði það mikið að koma hingað. Það voru önnur lið að freista mín líka en á endanum ákvað ég að taka þessa áskorun og koma hingað. Fram er stórveldi í íslenskri knattspyrnusögu og það er okkar að koma liðinu á beinu brautina á ný," sagði Auðun í samtali við Vísi. Hann hefur mikla trú á þjálfaranum Þorvaldi Örlygssyni. "Ég hef mikla trú á Þorvaldi. Hann er metnaðargjarn og ákveðinn en raunsær. Hann vill búa til öfluga umgjörð hérna og það finnst mér skipta miklu máli í íslenskri knattspyrnu. Það er nokkuð sem mér fannst farið að láta á sjá í Hafnarfirði og ég veit hvað þarf til svo hægt sé að koma liði í fremstu röð." Auðunn segist vera í fínu formi og tilbúinn í slaginn næsta sumar - þar sem hann ætlar að sína FH-ingum hverju þeir misstu þegar þeir ákváðu að láta hann fara. "Ég er í ágætu standi og ætla mér að ná aftur í mitt besta form. Ég skil ágætlega við Hafnfirðinga, en það eru þarna menn inn á milli hjá FH sem hafa enga trú á mér og það er það versta - en þjálfarinn þar ræður ferðinni og ég ber virðingu fyrir því og leitaði því annað," sagði Auðun. En fá þá FH-ingar að sjá hverju þeir misstu af næsta sumar? "Já, við skulum vona það," sagði Auðun og brosti. Auðun er mikill fengur Þorvaldur Örlygsson þjálfari segir að Auðun komi til með að styrkja lið Fram mikið í baráttunni næsta sumar. "Auðun er mikill fengur fyrir okkur. Hann er flinkur spilari og svo kemur hann líka inn með gríðarlega mikla reynslu sem hann getur miðlað bæði til mín og leikmanna. Við þurfum að styrkja lið okkar frekar á næstunni af því við vorum auðvitað að missa tvo sterka menn," sagði Þorvaldur. Hann segir of snemmt að fara að setja sér takmörk fyrir næsta keppnistímabil. "Það er nú bara að koma nóvember og því er full snemmt að hugsa um það. Mig langar fyrst og fremst að reyna að búa til skemmtilegt lið sem er samkeppnishæft við hvaða lið sem er í deildinni. Lið sem nær úrslitum," sagði Þorvaldur í samtali við Vísi í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira