Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

U21 landsliðið vann Belga

Íslenska U21 karlalandsliðið vann Belgíu 2-1 á útivelli í leik sem var að ljúka rétt í þessu. Leikurinn er í undankeppni Evrópumótsins en með sigrinum komst Ísland uppfyrir Belga í þriðja sæti riðilsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viljum ná stoltinu til baka

„Eftir síðustu ófarir viljum við fyrst og fremst ná stoltinu til baka og sýna það hvað í okkur býr," sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hermann verður fyrirliði Íslands í leiknum gegn Dönum á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarnólfur ekki í áætlunum Loga

Miðjumaðurinn Bjarnólfur Lárusson hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir KR. Logi Ólafsson, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt Bjarnólfi að hann sé ekki í framtíðaráætlunum sínum og því geti hann leitað á önnur mið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur óttast ekki danska liðið

Landsliðið æfir af krafti fyrir leikinn gegn Dönum á miðvikudag og voru tvær æfingar á dagskrá liðsins í dag. Ólafur Jóhannesson er að fara að stýra liðinu í fyrsta sinn og hefur varnarleikurinn verið vel æfður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR: Upphæðin lægri

Baldur Stefánsson, formaður meistaraflokksráðs KR, segir að félagið hafi ekki greitt sex milljónir fyrir Jónas Guðna Sævarsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður áfram fyrirliði

Eiður Smári Guðjohnsen verður áfram fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ívar ekki í hópnum

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp fyrir leikinn gegn Dönum ytra þann 21. nóvember næstkomandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Páll í Fjölni

Ólafur Páll Snorrason mun spila með nýliðum Fjölnis í Landsbankadeildinni næsta sumar. Ólafur Páll hefur fengið sig lausan undan samningi við FH og staðfesti á vefsíðunni Fótbolti.net að hann mun semja við Fjölni.

Íslenski boltinn