Íslenski boltinn

Sænskur leikmaður á leið til Keflavíkur

Kristján Guðmundsson er þjálfari Keflavíkur.
Kristján Guðmundsson er þjálfari Keflavíkur. Mynd/Eiríkur

Miðvallar- og sóknarmaðurinn Tobias Johannsson mun koma hingað til lands í næstu viku og æfa með Keflvíkingum í nokkra daga.

Þetta segir hann í samtali við sænska fjölmiðla. Johannsson er 23 ára leikmaður sem getur nýst bæði á miðju og í sókn og þykir þar að auki afar fljótur. Hann lék síðast með Motala AIF í sænsku C-deildinni og átti ríkan þátt í því að liðið tryggði sér sæti í 1. deildinni þar í landi.

Keflvíkingar munu vera spenntir fyrir leikmanninum og munu væntanlega bjóða honum samning ef hann stendur undir væntingum í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×