Ólafur: Val mitt byggt á tilfinningu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2007 15:05 Ólafur Jóhannesson var glaðbeittur á fundinum í dag. Mynd/E. Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kynnti í dag tuttugu manna leikmannahóp sinn sem mætir Dönum í Kaupmannahöfn í næstu viku. Nokkrar breytingar voru á landsliðinu frá síðustu leikjum en kjarninn í hópnum er sá sami og var hjá Eyjólfi Sverrissyni, forvera hans í starfi landsliðsþjálfara. „Ég sagði þegar ég tók við starfinu að ég teldi að Eyjólfur hefði verið að velja okkar bestu leikmenn,“ sagði Ólafur í dag. „Ég sagði að ég myndi ekki breyta því og ég hef ekki gert það.“ Hann valdi þrjá leikmenn U-21 landsliðsins, þá Theódór Elmar Bjarnason, Bjarna Þór Viðarsson og Eggert Gunnþór Jónsson, en svo vill til að þeir eru allir í leikbanni í næsta leik U-21 landsliðsins. Theódór Elmar hefur áður verið valinn í A-landsliðið en þeir Bjarni og Eggert eru nýliðar. „Eggert hefur verið að standa sig mjög vel í Skotlandi og fannst mér ástæða til að kippa honum í hópinn og kíkja á hann. Ég þekki líka vel til Bjarna og hefur hann einnig verið að standa sig vel. Fyrst þeir verða í banni í næsta leik U-21 liðsins fannst mér upplagt að taka þá með í ferðina og kíkja á þá.“ U-21 liðið leikur æfingaleik á föstudaginn við Þjóðverja ytra og verða þremenningarnir með í þeim leik. U-21 liðið mætir svo Belgíu í undankeppni EM 2009 á þriðjudag en þá verða þeir í banni. Landsliðið heldur til Danmerkur á laugardagsmorgun og sagði Ólafur að stefnt væri því að æfa sex sinnum fyrir leikinn sem er á næsta miðvikudag - ein á laugardag og þriðjudag og svo tvær á mánudag og þriðjudag. Aðeins tveir leikmenn með íslenskum liðum voru valdir í landsliðið og koma þeir báðir úr FH. Það eru Daði Lárusson markvörður og Sverrir Garðarsson varnarmaður. „Ég taldi það vera hvorki mér til góðs né þeim leikmönnum sem spila hér á landi að velja þá í landsliðið nú þegar þeir hafa verið í fríi í fimm vikur og varla snert bolta. Sverrir er reyndar í hópnum en hann hefur verið að þvælast í útlöndum og æft með liðum. Hann er því í fínni æfingu.“ Athygli vakti að Jóhannes Karl Guðjónsson er í hópnum en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Burnley, að undanförnu. „Ég tel hann engu að síður vera einn af þeim mönnum sem ég þarf að hafa í þessum leik,“ sagði Ólafur. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því að hann er ekki að spila með sínu félagsliði en það hafði ekki áhrif á mína ákvörðun.“ Hann valdi einnig Stefán Gíslason í landsliðið en hann var ekki í náðinni hjá Eyjólfi undir það síðasta. „Hann stendur sig vel í Danmörku og hef ég trú á honum. Annars væri ég ekki að velja hann. Ég tel að hann hafi ákveðna hæfileika sem muni nýtast liðinu vel.“ Annar miðvallarleikmaður, Ólafur Ingi Skúlason, fékk ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans en hann hefur verið fastamaður í sænska úrvalsdeildarliðinu Helsingborg. Liðið lagði til að mynda tyrkneska stórveldið Galatasaray á útivelli um daginn í Evrópukeppni félagsliða. „Ólafur kom til greina en hann var einfaldlega ekki valinn. Það var engin sérstök ástæða fyrir því. Ég get bara valið tuttugu leikmenn.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að það væri engin sérstök regla sem segði til um val sitt á landsliðshópnum hverju sinni. „Þetta er byggt á tilfinningu. Ég vel bara þá menn sem ég tel hæfasta í hvert og eitt hlutverk. En val á landsliði er umdeilt og það verður alltaf svoleiðis.“ Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða leikskipulag, né heldur hvort að Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði kæmi til með að leika í sókn eða á miðjunni. „Ég hef áður sagt að við munum leggja áherslu á að verjast vel. Það er einnig mikilvægt að menn leggi sig fram og hafi gaman af því sem þeir eru að gera.“ Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kynnti í dag tuttugu manna leikmannahóp sinn sem mætir Dönum í Kaupmannahöfn í næstu viku. Nokkrar breytingar voru á landsliðinu frá síðustu leikjum en kjarninn í hópnum er sá sami og var hjá Eyjólfi Sverrissyni, forvera hans í starfi landsliðsþjálfara. „Ég sagði þegar ég tók við starfinu að ég teldi að Eyjólfur hefði verið að velja okkar bestu leikmenn,“ sagði Ólafur í dag. „Ég sagði að ég myndi ekki breyta því og ég hef ekki gert það.“ Hann valdi þrjá leikmenn U-21 landsliðsins, þá Theódór Elmar Bjarnason, Bjarna Þór Viðarsson og Eggert Gunnþór Jónsson, en svo vill til að þeir eru allir í leikbanni í næsta leik U-21 landsliðsins. Theódór Elmar hefur áður verið valinn í A-landsliðið en þeir Bjarni og Eggert eru nýliðar. „Eggert hefur verið að standa sig mjög vel í Skotlandi og fannst mér ástæða til að kippa honum í hópinn og kíkja á hann. Ég þekki líka vel til Bjarna og hefur hann einnig verið að standa sig vel. Fyrst þeir verða í banni í næsta leik U-21 liðsins fannst mér upplagt að taka þá með í ferðina og kíkja á þá.“ U-21 liðið leikur æfingaleik á föstudaginn við Þjóðverja ytra og verða þremenningarnir með í þeim leik. U-21 liðið mætir svo Belgíu í undankeppni EM 2009 á þriðjudag en þá verða þeir í banni. Landsliðið heldur til Danmerkur á laugardagsmorgun og sagði Ólafur að stefnt væri því að æfa sex sinnum fyrir leikinn sem er á næsta miðvikudag - ein á laugardag og þriðjudag og svo tvær á mánudag og þriðjudag. Aðeins tveir leikmenn með íslenskum liðum voru valdir í landsliðið og koma þeir báðir úr FH. Það eru Daði Lárusson markvörður og Sverrir Garðarsson varnarmaður. „Ég taldi það vera hvorki mér til góðs né þeim leikmönnum sem spila hér á landi að velja þá í landsliðið nú þegar þeir hafa verið í fríi í fimm vikur og varla snert bolta. Sverrir er reyndar í hópnum en hann hefur verið að þvælast í útlöndum og æft með liðum. Hann er því í fínni æfingu.“ Athygli vakti að Jóhannes Karl Guðjónsson er í hópnum en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Burnley, að undanförnu. „Ég tel hann engu að síður vera einn af þeim mönnum sem ég þarf að hafa í þessum leik,“ sagði Ólafur. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því að hann er ekki að spila með sínu félagsliði en það hafði ekki áhrif á mína ákvörðun.“ Hann valdi einnig Stefán Gíslason í landsliðið en hann var ekki í náðinni hjá Eyjólfi undir það síðasta. „Hann stendur sig vel í Danmörku og hef ég trú á honum. Annars væri ég ekki að velja hann. Ég tel að hann hafi ákveðna hæfileika sem muni nýtast liðinu vel.“ Annar miðvallarleikmaður, Ólafur Ingi Skúlason, fékk ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans en hann hefur verið fastamaður í sænska úrvalsdeildarliðinu Helsingborg. Liðið lagði til að mynda tyrkneska stórveldið Galatasaray á útivelli um daginn í Evrópukeppni félagsliða. „Ólafur kom til greina en hann var einfaldlega ekki valinn. Það var engin sérstök ástæða fyrir því. Ég get bara valið tuttugu leikmenn.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að það væri engin sérstök regla sem segði til um val sitt á landsliðshópnum hverju sinni. „Þetta er byggt á tilfinningu. Ég vel bara þá menn sem ég tel hæfasta í hvert og eitt hlutverk. En val á landsliði er umdeilt og það verður alltaf svoleiðis.“ Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða leikskipulag, né heldur hvort að Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði kæmi til með að leika í sókn eða á miðjunni. „Ég hef áður sagt að við munum leggja áherslu á að verjast vel. Það er einnig mikilvægt að menn leggi sig fram og hafi gaman af því sem þeir eru að gera.“
Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira