Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Upp um tvö sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið stökk upp um tvö sæti á nýjum styrkleikalista FIFA í dag. Fór landsliðið úr 94. sæti í sæti númer 92. Albanía er í sætinu fyrir ofan Ísland og Katar í sætinu fyrir aftan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Átta leikmenn í bann

Alls voru átta leikmenn úr Pepsi-deild karla dæmdir í leikbann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag. Þar af missa ÍBV og Þróttur bæði tvo leikmenn í bann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lúkas: Mættum ekki tilbúnir

Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, var vonsvikinn eftir leikinn við ÍBV í kvöld en hans menn áttu arfaslakan leik. “Við mættum ekki tilbúnir í leikinn í kvöld, við vorum ekki tilbúnir til að berjast eins og Eyjamenn.”

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður Aron: Við jörðuðum þá

Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur verið að stimpa sig inn í vörn Eyjamanna að undanförnu og átti skínandi leik í dag. Þessi ungi varnarmaður var að vonum himinlifandi eftir leikinn í dag. “Við vorum klárlega betra liðið það er alveg á hreinu. Við byrjuðum betur og jörðuðum þá alveg.”

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haukur Ingi: Þetta er hundfúlt

„Það er góð spurning hvað nákvæmlega gerðist hjá okkur í seinni hálfleik. Við vorum einu marki yfir og lentum í því síðast að vera yfir í hálfleik gegn Blikum en fengum svo fjögur mörk í andlitið. Kannski sat það í okkur og gerði það að verkum að við duttum of aftarlega og ætluðum að verja forskotið," sagði Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján: Ömurlegt að fylgjast með þessu

„Ef ég horfi á hvernig allur leikurinn spilaðist þá er eitt stig allt í lagi. Ég er samt fúll að við höfum ekki verið einbeittir undir lokin og halað inn öll stigin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir jafnteflisleik hans manna og Stjörnunnar í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Höfum oft spilað betur

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að sínir menn hafi oft spilað betur en þeir gerðu í kvöld en gat þó ekki verið annað en ánægður með að skora þrjú og halda markinu hreinu.

Íslenski boltinn