Markalaust í hálfleik hjá KR og Larissa Fyrri hálfleikur hefur verið tíðindalítill hjá KR og Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld og staðan enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 20:00
Framarar gerðu 1-1 jafntefli í Tékklandi Framarar náðu flottum úrslitum í fyrri leik sínum gegn Sigma Olomouc í Evrópudeild UEFA í kvöld. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1 en síðari leikurinn verður hér heima í næstu viku. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 18:51
Eurosport-menn töldu FH-liðið vera frá Færeyjum Stórsigur Aktobe á FH vakti athygli fréttastofu Eurosport sem fjallaði um leikinn á fréttastöð sinni, Eurosport 2, í gærkvöldi og í nótt. Það er ekkert óvenjulegt við að nema að þar var alltaf talað um að Aktobe hafi farið í góða ferð til Færeyja en ekki til Íslands. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 18:00
Hægt að hlusta á nýja FH-lagið á netinu - "FH fyrir alla" FH-ingar eru kannski ennþá að sleikja sárin eftir slæma útreið í Evrópukeppninni í gær en liðið tapaði þá 0-4 fyrir Aktobe frá Kasakstan. Þeir ættu að geta tekið gleði sína með því að hlusta á nýja FH-lagið sem var kynnt á leiknum í gær. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 17:00
Andri Steinn samdi við Fjölni Andri Steinn Birgisson hefur skrifað undir samning við Fjölni eins og búist var við. Samningurinn er út tímabilið en Andri yfirgaf herbúðir norska neðrideildarliðsins Asker fyrir skömmu. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 17:00
Tap hjá stelpunum - tvö sænsk mörk á síðustu fimmtán mínútunum Íslenska 19 ára landslið kvenna tapaði 1-2 á móti Svíþjóð í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Hvíta-Rússlandi í dag en liðið gerði markalaust jafntefli í fyrsta leiknum á móti Noregi. Íslenska liðið var yfir allt þar til á 76. mínútu leiksins. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 14:45
Sigurður Ragnar valdi Þóru í markið gegn Englandi Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir vináttulandsleikinn á móti Englandi í kvöld. Þar vekur athygli að Þóra Björg Helgadóttir er í markinu og að Blikinn Erna Björk Sigurðardóttir er í hægri bakverðinum. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 09:00
Sverrir: Við áttum engin svör við þeirra leik „Stundum verður maður bara að játa sig sigraðan og reyna að draga einhvern lærdóm af þessu. FK Aktobe sundurspilaði okkur hreinlega í síðari hálfleik og við áttum engin svör við þeirra leik,“ segir Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson í leikslok á Kaplakrikavelli eftir 0-4 tap FH gegn FK Aktobe í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Íslenski boltinn 15. júlí 2009 23:00
Davíð Þór: Vorum á hælunum nánast allan leikinn Fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hjá FH var hundóánægður með frammistöðu FH eftir 0-4 tapið gegn FK Aktobe í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli í kvöld. Íslenski boltinn 15. júlí 2009 22:56
Umfjöllun: FH beið afhroð gegn FK Aktobe Íslandsmeistarar FH gerðu nánast út um vonir sínar um að komast áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 fyrir FK Aktobe frá Kasakstan á Kaplakrikavelli. Íslenski boltinn 15. júlí 2009 22:01
Þróttur í leikmannaleit Þróttarar, sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar, ætla að styrkja leikmannahóp sinn nú í félagaskiptaglugganum. Íslenski boltinn 15. júlí 2009 20:15
FH-ingar kjöldregnir í seinni hálfleik Íslandsmeistarar FH töpuðu illa fyrir FK Aktobe frá Kasakstan í kvöld 0-4 á Kaplakrikavelli eftir að staðan í hálfleik var markalaus. Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en staða Íslandsmeistarana er nánast vonlaus fyrir seinni leikinn. Íslenski boltinn 15. júlí 2009 20:02
Arnar og Bjarki hættir hjá ÍA Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa látið af störfum sem þjálfarar og leikmenn hjá ÍA. Skagamenn hafa ollið miklum vonbrigðum á tímabilinu og sitja sem stendur í þriðja neðsta sæti 1. deildarinnar. Markmiðið fyrir sumarið var að fara beint aftur upp í efstu deild. Íslenski boltinn 15. júlí 2009 19:44
Viktor í byrjunarliði FH-inga í Meistaradeildinni í kvöld FH-ingar mæta Aktobe frá Kasakstan í 2.umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Á stuðningsmannasíðunni, fhingar.net, er birt líklegt byrjunarlið FH-liðsins og þar er Viktor Örn Guðmundsson, 20 ára vinstri bakvörður, sagður vera í byrjunarliðinu í þessum leik. Íslenski boltinn 15. júlí 2009 14:30
Gæti orðið uppselt á leik KR og Larissa strax í kvöld KR mætir gríska liðinu Larissa í undankeppni Evrópudeild UEFA á KR-vellinum á morgun. KR-ingar ætla spila á sínum heimavelli í Frostaskjóli þótt að þeir megi aðeins taka við fólki í sæti. Íslenski boltinn 15. júlí 2009 14:00
Hörður Sveinsson frá í 8-12 vikur Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflvíkinga, er með brákað bein í ristinni og verður líklega frá keppni næstu 8-12 vikurnar. Frá þessu er greint á vefsíðunni Sport.is. Íslenski boltinn 15. júlí 2009 13:46
Hjörtur Hjartarson í Selfoss Sóknarmaðurinn Hjörtur Hjartarson er á leið í raðir Selfyssinga sem trjóna á toppi 1. deildarinnar. Hjá Selfossi hittir hann gamlan félaga, Gunnlaug Jónsson, sem er spilandi aðstoðarþjálfari. Íslenski boltinn 14. júlí 2009 23:45
Gunnlaugur Jónsson sótti þrjú stig upp á Skaga Gunnlaugur Jónsson, spilandi þjálfari Selfyssinga, gerði góða ferð á kunnuglegar slóðir í kvöld en þá vann Selfoss 2-1 útisigur gegn ÍA í 1. deildinni. Eftir þennan sigur hefur Selfoss sex stiga forystu í deildinni. Íslenski boltinn 14. júlí 2009 22:02
Haukar töpuðu heima fyrir Þór - HK vann KA Tveimur af fimm leikjum kvöldsins í 1. deild karla er lokið. Haukar misstigu sig á heimavelli og töpuðu 1-2 fyrir Þór Akureyri. Þá komst HK uppfyrir KA með því að vinna 3-1 útisigur á Akureyrarvelli. Íslenski boltinn 14. júlí 2009 20:53
Ingvar: Þetta þarf að fara að smella Norskur sóknarmaður er mættur til landsins og mun æfa með Grindavík næstu daga. Félagaskiptaglugginn hér á landi opnar á morgun en þá mun Óli Stefán Flóventsson formlega verða leikmaður liðsins á ný. Íslenski boltinn 14. júlí 2009 17:00
Andri Steinn líklega í Fjölni „Viðræður eru á algjöru byrjunarstigi en ég myndi segja að það væri líklegast að ég fari í Fjölni, enda mitt uppeldisfélag," sagði Andri Steinn Birgisson í samtali við Vísi. Íslenski boltinn 14. júlí 2009 16:22
Hægt að gerast heiðursáskrifandi að bók um sögu bikarkeppni KSÍ Knattspyrnusamband Íslands gefur í ár út bók um sögu bikarkeppni karla og kvenna í tilefni af fimmtugasta bikarúrslitaleik KSÍ. Nú býðst knattspyrnuáhugamönnum, aðildarfélögum, sveitarfélögum og fleirum að kaupa bókina í heiðursáskrift og gá um leið nafn sitt birt í nafnalisti heiðursáskriftar sem kemur fram í lok bókar. Íslenski boltinn 14. júlí 2009 15:00
Jón Orri lenti skelfilega - einstakar myndir af atvikinu Framarinn Jón Orri Ólafsson fékk slæma byltu á 60. mínútu í leik Þróttar og Fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Eins og sjá má á mynd Valgarðs Gíslason, ljósmyndara Fréttablaðsins á leiknum, þá datt Jón Guðni beint á hausinn og fékk slæmt högg. Íslenski boltinn 13. júlí 2009 22:28
Davíð Þór: Úrvalsdeildin refsar Davíð Þór Rúnarsson leikmaður Þróttar var niðurlútur að leik loknum þegar Vísir náði af honum tali. Enn eitt tapið staðreynd og það virtist hvíla þungt á þessum ágæta leikmanni sem átti þó ekki sinn besta leik í kvöld. Íslenski boltinn 13. júlí 2009 22:24
Lúkas Kostic: Yfirspiluðum þá í fyrri hálfleik „Við vorum miklu betri í fyrri hálfleiknum og mér finnst þessi úrslit ekki vera sanngjörn. Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur eftir 0-1 tap fyrir Breiðabliki í kvöld Íslenski boltinn 13. júlí 2009 21:54
Gunnar: Gáfum þeim tvö mörk Gunnar Oddsson var ekki sáttur eftir leik kvöldsins en Þróttarar sitja enn á botninum með fimm stig. Hann var þó ekki sammála því að fyrri hálfleikur hefði verið slakur. “Við sköpuðum færi og settum þrýsting á þá, þeir voru allavega ekki að spila neinn glansbolta,” sagði Gunnar. Íslenski boltinn 13. júlí 2009 21:52
Arnar: Sanngjarn sigur „Þetta var mjög góður sigur hjá okkur í kvöld því okkur hefur gengið illa á þessum velli. Svo var þetta líka mjög mikilvægt til að lyfta okkur frá þessum pakka þarna niðri," sagði Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í Grindavík í kvöld. Íslenski boltinn 13. júlí 2009 21:42
Umfjöllun: Blikar unnu loks í Grindavík Breiðablik vann 1-0 útisigur á Grindavík í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleiknum en leikurinn var hálfleikjaskiptur, heimamenn sterkari í þeim fyrri en gestirnir í síðari. Íslenski boltinn 13. júlí 2009 18:15
Stelpurnar gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik Kvennalandsliðið U19 gerði í dag markalaust jafntefli við Noreg í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi. Fanndís Friðriksdóttir lék með íslenska liðinu og náði að skapa usla í vörn Noregs. Íslenski boltinn 13. júlí 2009 15:57
Blikar hafa aldrei unnið í Grindavík - breyta þeir því í kvöld? Blikar sækja Grindvíkinga heim í 11. umferð Pepsi-deild karla og eiga þar möguleika á að gera það sem engu Breiðabliksliðið hefur tekist í efstu deild sem að koma með þrjú stig til baka úr Grindavík. Íslenski boltinn 13. júlí 2009 15:45