Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Óli Stefán: Ógeðslega fúll

Óli Stefán Flóventsson var allt annað en ánægður eftir ósigurinn gegn Fram og sérstaklega í ljósi þess að hann var líklega að kveðja Grindavíkurvöll sem leikmaður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Markaveisla á Meistaravöllum

Þeir rúmlega þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína á leik KR og Stjörnunnar fengu heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Tíu mörk voru skoruð og þar af skoraði KR sjö. Fimm mörk voru skoruð á níu mínútna kafla í leiknum. Þetta var ævintýralegur leikur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Njarðvík fylgir Gróttu upp í 1. deildina

Njarðvík og Reynir Sandgerði gerðu 2-2 jafntefli í algjörum úrslitaleik í 2. deild karla í dag. Jafnteflið nægði Njarðvíkingum til þess að komast upp í 1. deild en útlitið var ekki gott lengi vel því markvörðurinn Ingvar Jónsson hjá Njarðvík fékk rautt spjald strax á fyrstu mínútu leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Greinilegt að leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði liðin

„Þetta var nú ekki besti leikur sem maður hefur séð því mér fannst sjást greinilega að leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði liðin. Annars voru þeir bara betri en við í fyrri hálfleik og við betri í þeim seinni,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis eftir 2-3 sigur sinna manna gegn ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tölfræðin úr leiknum í kvöld - Hólmfríður átti 12 af 42 skotum

Hólmfríður Magnúsdóttir skaut oftast á marki Eistlendinga í 12-0 sigri íslenska kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í kvöld en Dóra María Lárusdóttir skapaði aftur á móti flest skotfæri fyrir félaga sína eða alls 6. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum og Edda Garðarsdóttir átti fjórar stoðsendingar.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára: Vonandi búnar að setja smá pressu á þær frönsku

„Það er langt síðan að maður hefur spilað leik þar sem að maður hefur verið í sókn í 90 mínútur," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir 12-0 sigur á Eistlandi í kvöld. Margrét Lára skoraði þrennu í fyrri hálfleik en annað mark hennar í leiknum var það fimmtugasta sem hún skorar fyrir kvennalandsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Katrín: Þrennan kemur bara einhvern tímann seinna

„Mótspyrnan var ekki mikil í dag en ég vissi ekkert um þetta lið og ég hélt að þær væru aðeins betri en þetta," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins eftir 12-0 sigur á Eistlendingum í Laugardalnum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Eistland er búið að vinna alla landsleiki ársins

Íslenska kvennalandsliðið mætir því eistneska í undankeppni HM á Laugardalsvellinum í kvöld. Það er lítið vitað um eistneska landsliðið sem er í 78. sæti á Styrkleikalista FIFA eða 59 sætum neðar en íslenska liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára: Það Þarf líka að vinna þessa leiki

Kvennalandslið Íslands mætir Eistlandi í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Fyrirfram má áætla að íslenska liðið sé sterkara og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir segir kærkomið að fá þennan leik á þessum tímapunkti eftir að hafa mætta nokkrum af sterkustu þjóðum heims.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Meistaravon KR lifir eftir sigur á Blikum

KR-ingar minnkuðu forskot FH-inga aftur í fimm stig eftir að liðið vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogsvellinum í 20. umferð Pespi-deildar karla í dag. Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk KR-liðsins. Allt annað en KR-sigur hefði gert FH að Íslandsmeisturum.

Íslenski boltinn