Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 2-2 | ÍBV náði Evrópusætinu

Eyjamönnum tókst að tryggja sér Evrópusætið þrátt fyrir að missa niður 2-0 forystu á síðustu þrettán mínútunum á móti Íslandsmeisturum FH á Hásteinsvellinum í dag. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði fyrra mark Eyjamanna en það seinna var sjálfsmark FH-inga. FH-ingar gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum á lokamínútunum. Stigið nægir ÍBV þar sem að helstu keppinautar þeirra, Stjarnan og Breiðablik, mætast í lokaumferðinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Selfoss 4-2

Stjarnan lyfti sér upp í þriðja sæti Pepsí deildarinnar með 4-2 sigri á Selfossi. Stjarnan mætir því Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Evrópusæti í loka umferðinni en Selfoss þarf á kraftaverki að halda í síðustu umferðinni þar sem liðið er þremur stigum á eftir Fram og með mun lakari markatölu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 3-2

Fylkismenn unnu góðan 3-2 sigur á KR í dag og tryggðu endanlega veru sína í Pepsi deildinni á næsta ári. Þeir komust í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks en gestirnir klóruðu í bakkann í þegar dróg á seinni hálfleik en náðu ekki að bjarga stigi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrettán ár síðan meistararnir unnu næsta leik eftir að titilinn vannst

FH-ingar léku sinn fyrsta leik sem nýkrýndir Íslandsmeistarar í gær þegar þeir mættu Skagamönnum í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Atli Guðnason tryggði FH-liðinu öll þrjú stigin í uppbótartíma og sá til þess að FH er fyrsti Íslandsmeistari karla í þrettán ár sem klárar titilinn fyrir síðustu umferð og vinnur næsta leik eftir að titilinn er í höfn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 20. umferð

Tuttugasta. umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gærkvöld. Hér má sjá öll mörkin úr leikjunum og helstu tilþrifin sem sýnd voru í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gærkvöld. Næsta umferð fer fram á sunnudaginn. Ásgeir Trausti sá um tónlistina - lagið heitir Nýfallið regn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Magnús Gylfason mætti á leik ÍBV í gær og settist hjá Eyjamönnum

Magnús Gylfason hætti óvænt sem þjálfari ÍBV-liðsins daginn fyrir leikinn á móti Val í Pepsi-deildinni sem fram fór á Vodafone-vellinum í gær. Það vakti athygli að karlinn var engu að síður mættur til að horfa á leikinn og settist ennfremur hjá þeim Heimi Hallgrímssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara ÍBV, og Hermanni Hreiðarssyni, verðandi þjálfara ÍBV.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslensku stelpurnar mæta Úkraínu í umspilinu

Það er búið að draga fyrir umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru í pottinum þegar dregið var í í höfuðstöðvum UEFA í dag og mæta Úkraínu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-1

Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 2-1 með dramatísku sigurmarki Atla Guðnasonar úr síðustu spyrnu leiksins. ÍA komst yfir þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum en FH sótti án afláts á loka kafla leiksins og uppskar tvö mörk og verðskuldaðan sigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-1

Leikmenn Fram geta nagað sig í handarbökin eftir 1-1 jafntefli þeirra við Stjörnuna í Laugardalnum í kvöld. Þeir voru manni fleiri í tæplega hálftíma og klúðruðu víti en náðu ekki að slíta sig frá Stjörnumönnum sem nældu sér í stig á lokamínútum leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍBV 0-3

ÍBV vann öruggan þriggja marka sigur á Val í 20. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Eyjamenn mættu með nýja þjálfara í leikinn en Magnús Gylfason gekk úr starfi sínu sem þjálfari daginn áður. Ian Jeffs leikmaður liðsins sér um að þjálfa liðið ásamt Dragan Kazic það sem eftir er af tímabilinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helena tekur við Val af Gunnari

Helena Ólafsdóttir var í kvöld ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val og tekur hún við starfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni. Gunnar Rafn tók við Val árið 2010 og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Það fór að heillirigna á stelpurnar á síðustu æfingunni fyrir leik

Íslenska kvennalandsliðið fékk óblíðar viðtökur hjá veðurguðunum á á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag þegar stelpurnar voru á síðustu æfingu sinni fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni sem verður á móti Noregi á morgun. Íslenska liðinu nægir jafntefli til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Einar: Þetta er rosalega stórt skref

Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga, var mættur út á sjó aðeins nokkrum tímum eftir að Ólafsvíkur-Víkingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla. Skipstjórinn var á leiknum og hafði alveg skilning á því að Einar mætti syfjaður í vinnuna í gærmorgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Getum verið mjög ánægðir með tímabilið

Keflavík nánast gulltryggði sæti sitt í Pepsi-deild karla með 5-0 sigri á Fram á sunnudagskvöldið. Sigurbergur Elísson skoraði tvö marka Keflavíkur en þessi tvítugi miðjumaður er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarki Gunnlaugs: Átti eitthvað inni hjá fótboltaguðinum

Bjarki Gunnlaugsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag og ræddi þá um Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann með FH í gærkvöldi. Bjarki hefur ákveðið að þetta sé hans síðasta tímabil í boltanum og það tókst hjá honum að enda ferilinn sem Íslandsmeistari.

Íslenski boltinn