Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 2-2 | ÍBV náði Evrópusætinu Guðmundur Tómas skrifar 23. september 2012 15:15 Mynd/Anton Eyjamönnum tókst að tryggja sér Evrópusætið þrátt fyrir að missa niður 2-0 forystu á síðustu þrettán mínútunum á móti Íslandsmeisturum FH á Hásteinsvellinum í dag. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði fyrra mark Eyjamanna en það seinna var sjálfsmark FH-inga. FH-ingar gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum á lokamínútunum. Stigið nægir ÍBV þar sem að helstu keppinautar þeirra, Stjarnan og Breiðablik, mætast í lokaumferðinni. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hvíldi lykilmennina Bjarka Gunnlaugsson, Frey Bjarnason og Gunnleif Gunnleifsson í þessum leik. Þórarinn Ingi Valdimarsson kom ÍBV í 1-0 á 57. mínútu með frábæru skoti eftir stoðsendingu frá Tryggva Guðmundssyni Seinna mark ÍBV kom á 75. mínútu eftir hornspyrnu Guðmundar Þórarinssonar en Ólafur Páll Snorrason varð þá fyrir því að skalla boltann í eigið mark og ÍBV var því komið í 2-0. FH-ingar voru ekkert á því að gefast upp. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn fyrir FH á 79. mínútu eftir sendingu frá Ólafi Pál Snorrasyni og Albert brynjar Ingason jafnaði síðan leikinn á 85. mínútu eftir frábæra sókn og aðra stoðsendingu frá Ólafi Páli sem var því búinn að bæta fyrir sjálfsmarkið. Heimir: Sáttur með stigin úr því sem komið var„Það er ekki spurning að ég sé sáttur með stigin, úr því sem komið var. Mér fannst við vera sterkir í fyrri hálfleik, létum boltann ganga ágætlega. Í seinni hálfleik voru ÍBV betri og komust verðskuldað í 2-0 en eftir það er ég sáttur með þá baráttu sem að strákarnir sýndu," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í lok leiks, en FH er nú þegar búið að tryggja sér titilinn og tefldi ekki fram sínu sterkasta liði í dag. „Óli Palli og Emil Páls komu báðir mjög sterkir inn, þeir eiga stóran þátt í því að við komum til baka í dag. Óli Palli er með frábærar fyrirgjafir, um leið og hann kom inn á þá kom hætta með fyrirgjöfum, hann er með flottan fót og setur boltann í svæðið milli varnar og markmanns," sagði Heimir um Ólaf Pál og Emil Pálsson, sem komu sterkir inn á í leiknum í dag. Guðmundur Þórarins: Okkur líður eins og við höfum tapað 3-0„Þetta er vissulega svekkjandi, okkur líður eins og við höfum tapað 3-0, þó að við gerum jafntefli og tryggjum okkur Evrópusæti. Stemningin í klefanum er allavega ekki eins og við höfum verið að tryggja okkur Evrópusæti," sagði Guðmundur Þórarinsson í lok leiks, hann átti hornspyrnu sem Ólafur Páll skallaði í eigin net í leiknum. „Við stefndum á það að vinna meistarana, það er alltaf frekar skemmtilegt. Við vorum grátlega nálægt því, svekkjandi mörk sem við fáum á okkur, en á móti kemur að við höfum að einhverju að keppa í leiknum gegn Fram. Við stefnum á að vinna þann leik," sagði Guðmundur, en hann var ekki sáttur með að liðið hafi hætt að spila sinn leik og gefið FH-ingum þessi tvö mörk. „FH er með þvílíkt flottan hóp, það koma auðvitað 3 góðir leikmenn inn á völlinn í stað þeirra sem yfirgefa hann, en ég held að þetta hafi nú frekar verið okkur sjálfum að kenna að við unnum ekki þennan leik. Við förum í „panic" og gefum langa bolta og völlurinn var erfiður, boltinn fleyttist alltaf áfram. Við hefðum átt að halda áfram að spila okkar leik en því miður gerðum við það ekki," sagði Guðmundur, sem getur borið höfuðið hátt eftir þennan leik, sem hann spilaði vel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Eyjamönnum tókst að tryggja sér Evrópusætið þrátt fyrir að missa niður 2-0 forystu á síðustu þrettán mínútunum á móti Íslandsmeisturum FH á Hásteinsvellinum í dag. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði fyrra mark Eyjamanna en það seinna var sjálfsmark FH-inga. FH-ingar gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum á lokamínútunum. Stigið nægir ÍBV þar sem að helstu keppinautar þeirra, Stjarnan og Breiðablik, mætast í lokaumferðinni. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hvíldi lykilmennina Bjarka Gunnlaugsson, Frey Bjarnason og Gunnleif Gunnleifsson í þessum leik. Þórarinn Ingi Valdimarsson kom ÍBV í 1-0 á 57. mínútu með frábæru skoti eftir stoðsendingu frá Tryggva Guðmundssyni Seinna mark ÍBV kom á 75. mínútu eftir hornspyrnu Guðmundar Þórarinssonar en Ólafur Páll Snorrason varð þá fyrir því að skalla boltann í eigið mark og ÍBV var því komið í 2-0. FH-ingar voru ekkert á því að gefast upp. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn fyrir FH á 79. mínútu eftir sendingu frá Ólafi Pál Snorrasyni og Albert brynjar Ingason jafnaði síðan leikinn á 85. mínútu eftir frábæra sókn og aðra stoðsendingu frá Ólafi Páli sem var því búinn að bæta fyrir sjálfsmarkið. Heimir: Sáttur með stigin úr því sem komið var„Það er ekki spurning að ég sé sáttur með stigin, úr því sem komið var. Mér fannst við vera sterkir í fyrri hálfleik, létum boltann ganga ágætlega. Í seinni hálfleik voru ÍBV betri og komust verðskuldað í 2-0 en eftir það er ég sáttur með þá baráttu sem að strákarnir sýndu," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í lok leiks, en FH er nú þegar búið að tryggja sér titilinn og tefldi ekki fram sínu sterkasta liði í dag. „Óli Palli og Emil Páls komu báðir mjög sterkir inn, þeir eiga stóran þátt í því að við komum til baka í dag. Óli Palli er með frábærar fyrirgjafir, um leið og hann kom inn á þá kom hætta með fyrirgjöfum, hann er með flottan fót og setur boltann í svæðið milli varnar og markmanns," sagði Heimir um Ólaf Pál og Emil Pálsson, sem komu sterkir inn á í leiknum í dag. Guðmundur Þórarins: Okkur líður eins og við höfum tapað 3-0„Þetta er vissulega svekkjandi, okkur líður eins og við höfum tapað 3-0, þó að við gerum jafntefli og tryggjum okkur Evrópusæti. Stemningin í klefanum er allavega ekki eins og við höfum verið að tryggja okkur Evrópusæti," sagði Guðmundur Þórarinsson í lok leiks, hann átti hornspyrnu sem Ólafur Páll skallaði í eigin net í leiknum. „Við stefndum á það að vinna meistarana, það er alltaf frekar skemmtilegt. Við vorum grátlega nálægt því, svekkjandi mörk sem við fáum á okkur, en á móti kemur að við höfum að einhverju að keppa í leiknum gegn Fram. Við stefnum á að vinna þann leik," sagði Guðmundur, en hann var ekki sáttur með að liðið hafi hætt að spila sinn leik og gefið FH-ingum þessi tvö mörk. „FH er með þvílíkt flottan hóp, það koma auðvitað 3 góðir leikmenn inn á völlinn í stað þeirra sem yfirgefa hann, en ég held að þetta hafi nú frekar verið okkur sjálfum að kenna að við unnum ekki þennan leik. Við förum í „panic" og gefum langa bolta og völlurinn var erfiður, boltinn fleyttist alltaf áfram. Við hefðum átt að halda áfram að spila okkar leik en því miður gerðum við það ekki," sagði Guðmundur, sem getur borið höfuðið hátt eftir þennan leik, sem hann spilaði vel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira