Íslenski boltinn

KR búið að tapa 10 stigum á móti fjórum neðstu liðunum á sex vikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gengur lítið hjá KR þessa dagana.
Það gengur lítið hjá KR þessa dagana. Mynd/Valli
KR-ingar hafa gefið mikið eftir í Pepsi-deild karla upp á síðkastið enda búnir að fá sextán stigum minna heldur en nýkrýndir Íslandsmeistarar FH-inga í seinni umferðinni.

KR-liðið gerði jafntefli við Grindavík í gær og hafa þar með aðeins náð í 2 af 12 mögulegum stigum á móti fjórum neðstu liðum deildarinnar undanfarnar sex vikur. Í rauninni gátu Vesturbæingar þakkað fyrir þessu tvö stig því þeir jöfnuðu á móti Fram á 85. mínútu og fengu síðan tvö mörk á útsölu hjá Grindvíkingum eftir að hafa lent 0-2 undir í leiknum.

KR fékk aftur á móti fullt hús á móti umræddum liðum í fyrri umferðinni. KR vann þá Val 1-0, Fram 2-1, Grindavík 4-1 og Selfoss 3-1.

Næsti leikur KR-liðsins er síðan á móti í Árbænum á sunnudaginn en Fylkismenn eru einmitt í fimmta neðsta sæti deildarinnar. Lokaleikur KR er síðan á móti Keflavík en Keflavíkurliðið situr eins og er í 7. sæti eða sjötta neðsta sætinu.

Leikir KR að undanförnu á móti neðstu liðunum:

Valur (9. sæti)

2-3 tap á heimavelli 12. ágúst

Fram (10. sæti)

1-1 jafntefli á heimavelli 27. ágúst

Selfoss (11. sæti)

0-1 tap á útivelli 2. september

Grindavík (12. sæti)

2-2 jafntefli á útivelli 20. september

Samanlagt: 2 stig af 12 mögulegum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×