Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 3-2 Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. september 2012 00:01 Mynd/HAG Fylkismenn unnu góðan 3-2 sigur á KR í dag og tryggðu endanlega veru sína í Pepsi deildinni á næsta ári. Þeir komust í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks en gestirnir klóruðu í bakkann í þegar dróg á seinni hálfleik en náðu ekki að bjarga stigi. Fylkismenn gátu með stigi endanlega tryggt stöðu sína í deildinni í dag. Þótt staða þeirra hafi verið vænleg var ennþá tölfræðilegur möguleiki á að Fylkismenn myndu falla fyrir kvöldið. Leikmenn KR vilja hinsvegar eflaust klára tímabilið sem fyrst, eftir að stimpla sig aftur inn í toppbaráttuna með sigri á FH hefur gengi þeirra hrunið. Fjörið hófst strax á fyrstu sekúndum leiksins, bæði Gary Martin og Björgólfur Takefusa fengu dauðafæri sem þeir settu í tréverkið á fyrstu 3 mínútum leiksins. Björgólfur nýtti færið betur eftir 35 mínútna leik þegar hann fékk stungusendingu, nýtti sér sofandihátt leikmanna KR og skoraði úr þröngu færi framhjá Hannesi. Björgólfur meiddist stuttu síðar og þurfti að fara af velli en það kom ekki að sökum, Jóhann Þórhallsson sem kom inná lagði upp annað mark Fylkismanna rétt fyrir hálfleik. Jóhann og Ingimundur spiluðu sig í gegnum varnarleik KR og komst Ingimundur einn gegn Hannesi og vippaði boltanum yfir hann og staðan orðin 2-0, rétt áður en Valgeir flautaði til hálfleiks. Fylkismenn virtust svo gera endanlega út við leikinn þegar 53. mínútur voru búnar. Þá átti Ingimundur Níels góðan sprett, komst upp að endamörkum og lagði boltann fyrir markið þar sem Emil Ásmundarsson var mættur og skoraði framhjá Hannesi. Viktor Bjarki Arnarsson náði hinsvegar að klóra í bakkann þegar 25 mínútur voru eftir eftir góðan undirbúning Guðmunds Reynis. Viktor Bjarki var svo aftur á ferðinni á lokamínútum leiksins, þá kom sama formúlan, góð sending inn af vinstri kanti frá Guðmundi Reyni en í þetta sinn skallaði hann boltann framhjá Kristjáni Finnbogasyni sem kom inná í hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum því með sigri Fylkismanna. Þeir færa sig upp í sjötta sæti með sigrinum og geta komist yfir KR með sigri í seinustu umferðinni. Ásmundur: Þokkalega sáttir við tímabilið„Öll mörkin voru mjög mikilvæg eins og kom í ljós í endann, leikurinn var mjög kaflaskiptur og opinn og mörkin hefðu getað verið fleiri," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Mér fannst við vera sterkari lengst af en við lendum í að þurfa þrjár skiptingar vegna meiðsla, svo fara menn að fá krampa. Síðustu 15-20 mínúturnar voru basl en við náðum að lifa það af." Kristján Finnbogason kom inná í hálfleik gegn sínum gömlu félögum. „Bjarni var eitthvað meiddur og hann var tilbúinn. Hann hefur gaman af því að spila en honum fannst eflaust ekki leiðinlegt að spila á móti KR og vinna þá." Fylkismenn gulltryggðu sæti sitt í deildinni með sigrinum en eiga ekki mögulega á sæti í Evrópukeppninni. „Auðvitað hefðum við viljað meira, það voru leikir sem við hefðum viljað fá meira. Í síðasta leik fáum við á okkur mark á seinustu sekúndunum og það reynist okkur dýrt, ef við hefðum klárað það værum við ennþá í sjéns." Þetta er fyrsta tímabil Ásmundar og var hann ánægður með margt þótt hann viti að margt megi betur fara. „Ef við lítum yfir allt getum við verið þokkalega sáttir, það er margt jákvætt og eitthvað neikvætt. Við lentum í þremur mjög neikvæðum leikjum en í heildina erum við þokkalega sáttir með tímabilið," sagði Ásmundur. Hannes: Orðnir mjög pirraðir á genginu„Þetta á ekki að ganga hjá okkur, þetta er orðið full langt síðan við náðum sigri og við erum allir orðnir mjög pirraðir á því," sagði Hannes Þór Halldórsson, markmaður KR eftir leikinn. „Menn eru vægt til orða pirraðir, menn eru ekki í fótbolta til að taka þátt í svona rugli og það er sárt þegar það heldur áfram. Að bjóða upp á svona spilamennsku leik eftir leik, það er ekki hægt að bjóða upp á þetta." „Mér fannst við vera betri í dag en við getum ekki alltaf skýlt okkur á bakvið að hlutirnir séu ekki að detta með okkur, þetta er bara búið að vera lélegt." KR var alls ekki lakari aðilinn framan af og fengu fjöldan allra af góðum færum í fyrri hálfleik. Hinsvegar fóru þeir inn í hálfleikinn 2-0 undir. „Þetta er búið að vera svona, þetta var líka svona í seinasta leik og það sama var upp á teningum hér í dag. Við fáum svo á okkur þriðja markið en hengjum sem betur fer ekki haus eins og margir hefðu gert, við börðumst áfram og reyndum að minnka bilið." Öfugt við síðasta tímabil þar sem KR gaf í á seinustu metrunum. „Við erum ekki búnir að vera nógu góðir, skortur á gæðum og óheppni hefur blandast inn í og við höfum ekki spilað betur," sagði Hannes. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira
Fylkismenn unnu góðan 3-2 sigur á KR í dag og tryggðu endanlega veru sína í Pepsi deildinni á næsta ári. Þeir komust í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks en gestirnir klóruðu í bakkann í þegar dróg á seinni hálfleik en náðu ekki að bjarga stigi. Fylkismenn gátu með stigi endanlega tryggt stöðu sína í deildinni í dag. Þótt staða þeirra hafi verið vænleg var ennþá tölfræðilegur möguleiki á að Fylkismenn myndu falla fyrir kvöldið. Leikmenn KR vilja hinsvegar eflaust klára tímabilið sem fyrst, eftir að stimpla sig aftur inn í toppbaráttuna með sigri á FH hefur gengi þeirra hrunið. Fjörið hófst strax á fyrstu sekúndum leiksins, bæði Gary Martin og Björgólfur Takefusa fengu dauðafæri sem þeir settu í tréverkið á fyrstu 3 mínútum leiksins. Björgólfur nýtti færið betur eftir 35 mínútna leik þegar hann fékk stungusendingu, nýtti sér sofandihátt leikmanna KR og skoraði úr þröngu færi framhjá Hannesi. Björgólfur meiddist stuttu síðar og þurfti að fara af velli en það kom ekki að sökum, Jóhann Þórhallsson sem kom inná lagði upp annað mark Fylkismanna rétt fyrir hálfleik. Jóhann og Ingimundur spiluðu sig í gegnum varnarleik KR og komst Ingimundur einn gegn Hannesi og vippaði boltanum yfir hann og staðan orðin 2-0, rétt áður en Valgeir flautaði til hálfleiks. Fylkismenn virtust svo gera endanlega út við leikinn þegar 53. mínútur voru búnar. Þá átti Ingimundur Níels góðan sprett, komst upp að endamörkum og lagði boltann fyrir markið þar sem Emil Ásmundarsson var mættur og skoraði framhjá Hannesi. Viktor Bjarki Arnarsson náði hinsvegar að klóra í bakkann þegar 25 mínútur voru eftir eftir góðan undirbúning Guðmunds Reynis. Viktor Bjarki var svo aftur á ferðinni á lokamínútum leiksins, þá kom sama formúlan, góð sending inn af vinstri kanti frá Guðmundi Reyni en í þetta sinn skallaði hann boltann framhjá Kristjáni Finnbogasyni sem kom inná í hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum því með sigri Fylkismanna. Þeir færa sig upp í sjötta sæti með sigrinum og geta komist yfir KR með sigri í seinustu umferðinni. Ásmundur: Þokkalega sáttir við tímabilið„Öll mörkin voru mjög mikilvæg eins og kom í ljós í endann, leikurinn var mjög kaflaskiptur og opinn og mörkin hefðu getað verið fleiri," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Mér fannst við vera sterkari lengst af en við lendum í að þurfa þrjár skiptingar vegna meiðsla, svo fara menn að fá krampa. Síðustu 15-20 mínúturnar voru basl en við náðum að lifa það af." Kristján Finnbogason kom inná í hálfleik gegn sínum gömlu félögum. „Bjarni var eitthvað meiddur og hann var tilbúinn. Hann hefur gaman af því að spila en honum fannst eflaust ekki leiðinlegt að spila á móti KR og vinna þá." Fylkismenn gulltryggðu sæti sitt í deildinni með sigrinum en eiga ekki mögulega á sæti í Evrópukeppninni. „Auðvitað hefðum við viljað meira, það voru leikir sem við hefðum viljað fá meira. Í síðasta leik fáum við á okkur mark á seinustu sekúndunum og það reynist okkur dýrt, ef við hefðum klárað það værum við ennþá í sjéns." Þetta er fyrsta tímabil Ásmundar og var hann ánægður með margt þótt hann viti að margt megi betur fara. „Ef við lítum yfir allt getum við verið þokkalega sáttir, það er margt jákvætt og eitthvað neikvætt. Við lentum í þremur mjög neikvæðum leikjum en í heildina erum við þokkalega sáttir með tímabilið," sagði Ásmundur. Hannes: Orðnir mjög pirraðir á genginu„Þetta á ekki að ganga hjá okkur, þetta er orðið full langt síðan við náðum sigri og við erum allir orðnir mjög pirraðir á því," sagði Hannes Þór Halldórsson, markmaður KR eftir leikinn. „Menn eru vægt til orða pirraðir, menn eru ekki í fótbolta til að taka þátt í svona rugli og það er sárt þegar það heldur áfram. Að bjóða upp á svona spilamennsku leik eftir leik, það er ekki hægt að bjóða upp á þetta." „Mér fannst við vera betri í dag en við getum ekki alltaf skýlt okkur á bakvið að hlutirnir séu ekki að detta með okkur, þetta er bara búið að vera lélegt." KR var alls ekki lakari aðilinn framan af og fengu fjöldan allra af góðum færum í fyrri hálfleik. Hinsvegar fóru þeir inn í hálfleikinn 2-0 undir. „Þetta er búið að vera svona, þetta var líka svona í seinasta leik og það sama var upp á teningum hér í dag. Við fáum svo á okkur þriðja markið en hengjum sem betur fer ekki haus eins og margir hefðu gert, við börðumst áfram og reyndum að minnka bilið." Öfugt við síðasta tímabil þar sem KR gaf í á seinustu metrunum. „Við erum ekki búnir að vera nógu góðir, skortur á gæðum og óheppni hefur blandast inn í og við höfum ekki spilað betur," sagði Hannes.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira