Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segja fulla á­stæðu til að hafa á­hyggjur af stöðu efna­hags og vinnu­markaðar

Halla Gunnars­dóttir for­maður VR og Vil­hjálmur Birgis­son for­maður Starfs­greina­sam­bandsins segja fullt til­efni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri að­gerðum til að tryggja betra húsnæðis­verð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súr­efni bæði til heimila og fyrir­tækja“. Halla og Vil­hjálmur voru til viðtals í Bítinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Langt í frá að málinu sé lokið

Búseti íhugar alvarlega að leita réttar síns fyrir dómstólum til að verja hagsmuni íbúa félagsins við Árskóga. Félagið lítur enda svo á að enn séu uppi álitamál þrátt fyrir niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem hafnaði kröfum Búseta um að vöruskemman alræmda í Álfabakka yrði rifin.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju­legt fólk

Í fyrradag kynnti ríkisstjórnin fyrsta „húsnæðispakka“ sinn með pompi og prakt í Fram heimilinu í Úlfarsárdal. Í pakkanum kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna nokkrar afbragðs hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir en hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarflokkana, líkt og að séreignarsparnaðarleiðin sem flokkurinn hefur lengi haldið á lofti verði fest í sessi, breytingar á byggingarreglugerð og skilvirkara eftirlit og því ber að fagna.

Skoðun
Fréttamynd

Minna tal, meiri upp­bygging

Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax.

Skoðun
Fréttamynd

Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir húsnæðispakkann, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, tímamótapakka. Hún vonast til að geta séð byggingakrana í Úlfarsárdal, þar sem reisa á fjögur þúsund íbúðir, strax á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Land rutt fyrir þúsundir í­búða í Úlfarsár­dal

Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði.

Skoðun
Fréttamynd

Séreignarleiðin gerð varan­leg og nýtist til tíu ára

Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Boða rót­tækar breytingar á byggingarreglugerð

Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Draga úr skatt­frelsi fólks sem safnar í­búðum

Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli.

Innlent
Fréttamynd

Eyða ó­vissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkis­stjórnarinnar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Fram-salnum í Úlfarsárdal klukkan 16:30 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ráðuneytið hafa undanfarið haft til skoðunar hvernig lánastofnanir geti áfram boðið fasteignalán. Lánastofnanir hafa flestar stöðvað lánveitingar tímabundið vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða.

Viðskipti innlent