Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans. Innlent 15.1.2026 19:02
„Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Pétur Marteinsson, sem vill leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, segir að markmið hans hafi aldrei verið að kaupa lóðir til þess að selja síðar með hagnaði. Fram hefur komið að hann hafi fengið 69 milljónir króna í sinn hlut eftir sölu á lóð í Skerjafirði fyrir tveimur árum. Hann segir undirbúning byggingu ódýrra íbúða á lóðinni hafa verið aðalstarf hans í fimm ár. Fyrir það hafi hann verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir króna, sem gerir 417 þúsund krónur á mánuði. Innlent 15.1.2026 13:23
Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Tveir ráðuneytisstjórar hafa verið færðir til á milli ráðuneyta í framhaldi af breytingum sem gerðar voru á ríkisstjórn um helgina. Breytingarnar hafa þegar tekið gildi. Innlent 12.1.2026 13:03
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Skoðun 4.1.2026 09:30
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent 29.12.2025 07:00
Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Fasteignamarkaðurinn er enn kaupendamarkaður, samkvæmt svörum fasteignasala við könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þeim fækkaði hins vegar úr 91 prósent í 79 prósent milli nóvember og desember sem töldu virkni markaðarins frekar litla eða mjög litla. Viðskipti innlent 18. desember 2025 06:52
Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Stefnir, sem rekur sex sjóði fyrir verktaka sem bjóða upp á svokallað sameignarform í fasteignaviðskiptum, hefur gjörbreytt forminu í kjölfar breytinga sem Seðlabankinn gerði nýverið á lánþegaskilyrðum. Breytingarnar fela í sér að leiga fyrir eignarhlut verktakans verður greidd mánaðarlega í stað þess að safnast upp. Viðskipti innlent 17. desember 2025 16:19
Leysum húsnæðisvandann Húsnæðisvandinn hefur fylgt okkur í áratugi. Hann birtist í síendurteknum sveiflum: skortur, verðþensla, hrun, stöðnun, síðan aftur skortur og svo framvegis. Afleiðingarnar eru alvarlegar fyrir tugi þúsunda fólks sem vantar viðráðanlegar íbúðir og efnahagslífið í heild. Skoðun 14. desember 2025 22:02
270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Íbúum í Ölfusi hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu átta árum og eru nú komnir á fjórða þúsund. Í dag eru 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn. Innlent 14. desember 2025 13:06
„Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“. Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið. Menning 9. desember 2025 07:09
Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Skoðun 6. desember 2025 07:30
Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Við búum í þjóðfélagi skoðanna, áhrifa og umræðu þar sem oft er erfitt að greina hvað er rétt og hvað er rangt. Skoðun 5. desember 2025 14:00
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Umræðan um svokallaðan „íbúðaskort“ á Íslandi hefur á undanförnum árum orðið svo samofin pólitískum frásögnum að fáir staldra við og skoða forsendurnar sjálfar. Skoðun 5. desember 2025 10:30
Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala og framkvæmdastjóri Landmarks, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 4. desember 2025 09:21
Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir útspil fjármálastöðugleikanefndar í morgun hafa komið á óvart. Hann veltir því fyrir sér hvernig markaðurinn eigi að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði þegar hið opinbera grípur ítrekað inn í. Viðskipti innlent 3. desember 2025 14:29
Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hvetja fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands sameiginlega til þess að rýmka lánþegaskilyrði fyrstu kaupenda enn frekar. Nefndin kemur saman til fundar á morgun. Innlent 2. desember 2025 14:05
Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Forsætisráðherra telur það ósanngjarnt að kólnun húsnæðismarkaðsins bitni á fyrstu kaupendum. Tækifæri landsmanna á húsnæðiskaupum ættu ekki að ráðast af því hvaða manna þeir eru. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að koma til móts við fyrstu kaupendur með ívilnunum. Innlent 30. nóvember 2025 13:03
Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Skattheimta í formi gatnagerðargjalda átta stærstu sveitarfélaganna hefur hækkað hressilega undanfarin ár og í sumum þeirra langt umfram hækkun almenns verðlags. Þegar litið er á þróun gatnagerðargjalda fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með stæði í bílakjallara má sjá að hún hefur í þessum sveitarfélögum að jafnaði hækkað um 67 prósent eða 1,8 milljónir króna á íbúð á tímabilinu frá 2020 til 2025. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 37 prósent og hækkun gatnagerðagjalda er því talsvert umfram þá hækkun. Gatnagerðargjöld voru að jafnaði 2,7 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð árið 2020 en voru komin í 4,5 milljónir króna árið 2025. Viðskipti innlent 27. nóvember 2025 13:04
Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Ingibjörg Magnúsdóttir, mannfræðingur og viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu, segir lélega innivist geta haft bein áhrif á afköst og líðan starfsfólks auk þess að geta aukið líkur á veikindum og þannig fjölgað fjarvistum. Viðskipti innlent 27. nóvember 2025 06:45
Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Borgarstjóri segir þéttingu byggðar í Grafarvogi mun minni en áætlað var og að hún sé ekki að forðast íbúa hverfisins. Það sé mikilvægt að hverfi borgarinnar haldi sínum sérkennum. Innlent 26. nóvember 2025 22:00
Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Íbúar í fjölbýlishúsi á suðvesturhorni landsins anda léttar eftir að héraðsdómur bannaði karlmanni að dvelja í íbúð foreldra sinna og flytja með allt sitt hafurtask innan mánaðar. Íbúarnir lýsa ógnandi hegðun, hávaða og skemmdarverkum yfir rúmlega þriggja ára tímabil. Innlent 26. nóvember 2025 11:16
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. Innlent 25. nóvember 2025 16:05
Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Íbúar í Gufunesi í Reykjavík segjast upplifa sig sem strandaglópa innan eigin hverfis þar sem bílastæði eru af skornum skammti og engar almenningssamgöngur í boði. Mikil gremja er meðal íbúanna eftir að hafa verið sektaðir fyrir að leggja ólöglega. Innlent 24. nóvember 2025 23:46
Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst ráðast í greiningu á nýrri fjármögnunarleið til húsnæðiskaupa sem nú býðst í vaxandi mæli á markaði. Minnst fimm sjóðir í eigu byggingaverktaka bjóðast nú til að vera meðeigendur með kaupendum sem kaupa íbúðir í nýbyggingum á þeirra vegum. Eignamyndun er minni fyrir kaupendur sem einnig þurfa að greiða hluta í leigu, en á móti getur lausnin gert fleirum kleift að komast inn á markaðinn að sögn hagfræðings HMS. Viðskipti innlent 21. nóvember 2025 12:31
Íbúðir með froðu til sölu Núna árið 2025 eru íbúðir sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu almennt yfirverðlagðar um 20%. Síðustu 9 ár frá ársbyrjun 2016 til loka 2024 fór fasteignaverð langt framúr eðlilegum framleiðslukostnaði, froðan mun sjatna og verð lækka á næstu árum. Skoðun 20. nóvember 2025 19:00
Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Kaupsamningum þar sem lögaðilar eru skráðir meðal kaupenda fasteigna hefur fjölgað úr átta prósent að meðaltali það sem af er ári, í þrettán prósent í október. Meðal annars er um að ræða kaupsamninga þar sem fjárfestingasjóðir bjóðast til að kaupa allt að fjórðungshlut í fasteignum sem þeir eru að selja. Viðskipti innlent 20. nóvember 2025 07:02