
Betri lánskjör - betri lífskjör
Það eru æði ólíkegar skoðanir á stöðu húsnæðismarkaðsins á Íslandi.
Það eru æði ólíkegar skoðanir á stöðu húsnæðismarkaðsins á Íslandi.
Í liðinni viku var rædd á Alþingi skýrsla um aðgerðir í stjórnsýslu samkvæmt ábendingum í rannsóknarskýrslum um hrunið. Er gagn að slíkri úttekt.
Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja.
Það er svolítið lýsandi fyrir þorpið okkar að það er hvergi hægt að ganga að upplýsingum um skiptingu húsnæðismarkaðarins.
Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu.
Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi.
Nú þegar aðalfundatími húsfélaga er byrjaður er ekki úr vegi að minna á að húsreglur eiga að vera til í öllum fjölbýlishúsum.
Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum.
140 til 150 manns mættu til að skoða einbýlishús í Hafnarfirði nýlega á opnu húsi. Húsið seldist síðan á 8% yfir ásettu verði. Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Borg sem sá um söluna á húsinu, segir þetta til marks um skort á íbúðarhúsnæði.
Félags- og barnamálaráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til breytinga á fjöleignarhúsalögum. Þær breytingar sem hann hefur boðað er ætlað að nútímavæða fjöleignarhúsalögin að fenginni reynslu undanfarinna ára og þá einkum varðandi tækninýjungar og breyttrar samfélagsmyndar frá því lögin tóku fyrst gildi.
Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi.
Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér á landi en í nágrannalöndum á síðustu fimm árum. Mælist hækkunin yfir 40% í heildina frá 2015 á Íslandi en er á bilinu 1 til 20% á hinum Norðurlöndunum.
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala segja brýnt að auka byggingarframkvæmdir ella sé hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Met var slegið í veltu á fasteignamarkaði á síðasta ári.
Þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði fyrir árið 2020 eru 14% fleiri en árið 2019 eða tæplega 12.100 á móti um 10.600.
Gunnar Smári fjallar um húsnæðismarkað, miðar við liðna tíma og útreikningar hans eru athyglisverðir.
Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir óeðlilegt að bærinn eigi hlutfallslega fleiri félagslegar íbúðir en önnur bæjarfélög en bærinn stefni að því að selja hundrað íbúðir í eigu bæjarins sem og íbúðir fyrir aldraða til óhagnaðardrifinna félaga. Afraksturinn yrði meðal annars notaður til að auka framboð á húsnæði fyrir aldraða.
Fyrir um 20 árum síðan tóku Kópavogsbær og Sjómannadagsráð upp samstarf um skipulag nýs hverfis í Boðaþingi. Meginhugmyndin var að skipuleggja þétta byggð sem sérstaklega yrði skipulögð með þarfir eldra fólks í Kópavogi í huga.
Framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi á Flúðum eru nú að hefjast en mikill skortur er á leiguhúsnæði og minni íbúðum í þorpinu. Auk íbúða verða í nýja hverfinu söfn og ferðatengd þjónusta.
Enn ein skýrslan um bágt ástand á húsnæðismarkaði leit dagsins ljós í upphafi vikunnar. Í henni voru ekki að finna ný tíðindi heldur staðfestingu á því sem hefur verið til umfjöllunar áður: Það vantar íbúðir, við byggjum ekki nóg, margir búa í hræðilegu húsnæði, það er ólíðandi.
Gerð er krafa um að ungt fólk eigi til 10-15% af kaupverði íbúðar en illa gengur hjá fólki á leigumarkaði að ná því marki.