Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Segir ÍA hafa hafnað mettilboði í íslenskum fótbolta

FH-ingar vilja endurheimta bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson frá ÍA og eru tilbúnir að borga hærra verð en áður hefur verið greitt fyrir leikmann í félagaskiptum á milli tveggja íslenskra knattspyrnufélaga. Skagamenn vilja hins vegar halda leikmanninum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hláturmildur Mourinho skemmti skólakrökkum

Jose Mourinho hefur ekki haft mikla ástæðu til að kætast undanfarið eftir tap í Meistaradeild Evrópu í vikunni og eftir að Son Heung-min meiddist á hendi á sunnudag og bættist þar með á meiðslalistann hjá Tottenham.

Enski boltinn
Fréttamynd

Syrtir enn í álinn hjá Birki og félögum

Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eru í næstneðsta sæti ítölsku deildarinnar og máttu sætta sig við 2-1 tap á heimavelli gegn Napoli í kvöld þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

KR gerði jafntefli við Cincinnati

Íslandsmeistarar KR skoruðu þrívegis gegn FC Cincinnati þegar liðin mættust í æfingaleik í Bandaríkjunum í dag. Um var að ræða seinni leik KR í Bandaríkjaferð liðsins og síðasta leik Cincinnati fyrir nýja leiktíð í MLS-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ragnar hinn ryðgaði“

Ragnar Sigurðsson fékk lægstu einkunn leikmanna FCK hjá miðlinum BT er dönsku meistaranir gerðu 1-1 jafntefli við Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Fótbolti