Emil var að klára sóttkvína í gær og hefði náð leiknum: Ætlar á EM 2021 Íslenski knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson var nýfluttur aftur til Ítalíu þegar hann flúði heim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann er núna laus úr sóttkví og hefur sett stefnuna á að spila með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar. Fótbolti 26. mars 2020 10:00
Fyrrum forseti Juventus allt annað en sáttur með Ronaldo Giovanni Cobolli Gigli, fyrrum forseti Juventus, er ekki parsáttur með að félagið hafi leyft Cristiano Ronaldo til þess að ferðast til Portúgal en hann ferðaðist til heimalandsins til þess að heimsækja veika móður sína. Fótbolti 26. mars 2020 09:30
Bruno Fernandes var farinn að ógna meti Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson á met í ensku úrvalsdeildinni sem gæti verið í hættu haldi nýi Portúgalinn hjá Manchester United áfram á sömu braut. Enski boltinn 26. mars 2020 09:00
Óli Kristjáns: Fórum aftur á eyðslufyllerí eftir fjármálahrunið Ólafur Kristjánsson og Hermann Hreiðarsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Sport 26. mars 2020 08:30
Håland valdi Dortmund fram yfir Man. United og önnur félög „því allt félagið vildi fá hann“ Alf Inge Håland faðir hins magnaða framherja Erling Braut Håland segir að sonurinn hafi ákveðið að velja þýska stórliðið eftir að hann hafi fundið að allt félagið vildi fá hann en ekki bara stjórinn. Sport 26. mars 2020 08:00
Fimleikafélagið: Lennon með Atla í golfkennslu og nýliðavígslan „opnaði nýjar víddir af sársauka“ FH-ingar hafa undanfarin tímabil gefið út seríur af þætti sem ber nafnið Fimleikafélagið. Nú er komið að seríu númer þrjú en fyrsti þátturinn er birtur fyrst hér á Vísi. Sport 26. mars 2020 07:30
Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. Sport 25. mars 2020 23:00
Upprifjun á mögnuðum leik United og Real þar sem Ronaldo eldri stal senunni Á miðvikudagskvöldum næstu vikurnar verður þátturinn UCL Classic Matches á dagskrá Stöðvar 2 Sports en þar eru rifjaðir upp þrír klassískir Meistaradeildarinnar og þeir greindir í þaula. Fótbolti 25. mars 2020 22:30
Óvissa með 65% af tekjum KA: Skilar sér í skerðingu á þjónustu eða uppsögnum Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar. Sport 25. mars 2020 20:00
Adebayor fastur í Benín á leið sinni heim til fjölskyldunnar Emmanuel Adebayor, fyrrum leikmaður Arsenal, Tottenham og Manchester City, hefur ekki gengið vel að komast heim til fjölskyldu sinnar í Tógó. Fótbolti 25. mars 2020 17:00
Stærstu fótboltadeildir Evrópu gætu tapað meira en 600 milljörðum á COVID-19 Fimm stærstu fótboltadeildir Evrópu tapa gríðarlegum fjárhæðum á því að ekkert sé spilað vegna kórónuveirunnar. Fótbolti 25. mars 2020 15:00
Segir að Messi og Ronaldo gætu kannski freistast til að spila í Hvíta-Rússlandi Það er aðeins verið að spila fótbolta í einu landi í dag og það er heimaland fyrrum leikmanns Arsenal og Barcelona. Hann vill sjá tvær stærstu stjörnur heims koma til Hvíta Rússlands. Fótbolti 25. mars 2020 14:00
Liverpool og Man. Utd meðal liða sem vilja henda Man. City út úr Meistaradeildinni Manchester City gæti tekið þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð á meðan áfrýjun þeirra á tveggja ára banni UEFA er tekin fyrir. Hin stóru liðin á Englandi eru sögð ekki vera sátt við það. Enski boltinn 25. mars 2020 12:30
Pele segir að Cristiano Ronaldo sé betri en Lionel Messi Pele er hrifnari af Cristiano Ronaldo en Lionel Messi. Brasilíska goðsögnin setur sig sjálfan samt enn í fyrsta sætið. Fótbolti 25. mars 2020 12:00
Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. Fótbolti 25. mars 2020 11:30
Iðar í skinninu að fá að spila með Messi Hinn tvítugi Francisco Trincao er spenntur fyrir því að fá að spila með argentínska snillingnum Lionel Messi en Börsungar festu kaup á Francisco í janúar. Sport 25. mars 2020 10:45
Paul Ince finnst Liverpool liðið ekki frábært Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United og Liverpool, segir að Liverpool-lið Jurgen Klopp sé enn ekki orðið frábært lið. Það þurfi að halda uppteknum hætti næstu árin til þess að geta talist sem frábært lið í sögunni. Sport 25. mars 2020 10:00
Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. Enski boltinn 25. mars 2020 09:30
Messi styrkir baráttuna gegn kórónuveirunni í Barcelona og Argentínu um eina milljón evra Lionel Messi, einn besti knattspyrnur heims og allra tíma, hefur lagt baráttunni gegn kóronuveirunni lið og styrkt heilsugæslustöðvar bæði í Barcelona sem og heimalandinu. Sport 25. mars 2020 08:30
Fabregas útskýrir afhverju hann valdi Chelsea fram yfir City og United Cesc Fabregas, miðjumaður Mónakó, segir að samtal við Jose Mourinho árið 2014 hafi ráðið úrslitum hvert hann ætti að fara þegar hann kom aftur til Englands eftir dvölina hjá Barcelona. Sport 25. mars 2020 08:00
Segir það leiðinlegt fyrir Liverpool en ekkert annað sé í stöðunni en að flauta tímabilið af Fyrrum stjóri enska landsliðsins, Sam Allardyce, segir að það þurfi að enda tímabilið og byrja upp á nýtt næsta haust þrátt fyrir að það sé leiðinlegt fyrir Liverpool. Hann sér ekki hvernig eigi að klára tímabilið. Sport 25. mars 2020 07:30
Real tilbúið að hleypa Bale frá félaginu í sumar eftir stormasamt samband við Zidane Real Madrid hefur opnað dyrnar fyrir Gareth Bale og er tilbúið að láta hann fara í sumar en talið er ólíklegt að Wales-verjinn snúi ekki aftur í ensku úrvalsdeildina því launakröfur hans eru alltof háar. Sport 24. mars 2020 23:00
Stormur í vatnsglasi en lækka um sjö prósent í launum Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir. Sport 24. mars 2020 22:00
Gefur eftir helming launa sinna Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar. Fótbolti 24. mars 2020 19:00
Segist enn elska Liverpool Raheem Sterling var spurður hvort að hann gæti séð sig spila aftur fyrir Liverpool og svarið kom kannski mörgum á óvart. Enski boltinn 24. mars 2020 18:00
Gary Martin segir að dvölin hjá Darlington hafi verið hálfgerð martröð Enski markahrókurinn segist vera ánægður að hafa spilað með sínu heimaliði en segir að dvölin hjá Darlington hafi ekki verið neinn dans á rósum. Íslenski boltinn 24. mars 2020 16:06
Leikmenn eru raunsæir og sætta sig við að þeirra bíða leikir án áhorfenda Æðsti maður leikmannasamtaka enska fótboltans segir leikmennina vita vel að þeir þurfa að sætta sig við ýmislegt og fórna ýmsu til að hægt verði að klára tímabilið í sumar. Enski boltinn 24. mars 2020 16:00
Ísland mætir Rúmeníu í FIFA 20 fimmtudaginn 26. mars Einu landsleikir Íslands þessa dagana eru í rafíþróttum og það verður táknrænn landsleikur spilaður í Laugardalnum á fimmtudaginn. Rafíþróttir 24. mars 2020 15:35
Var búinn að samþykkja að fara til Liverpool en endaði hjá Manchester United Teddy Sheringham átti stóran þátt í því að Manchester United vann þrennuna tímabilið 1998-99 en hann hafði getað endað hjá Liverpool frekar en United. Sport 24. mars 2020 14:00
KR skuldar langmest af íþróttafélögunum í Reykjavík KR skuldar miklu meira en önnur félög í Reykjavík en það eru samt Valsmenn sem greiða langhæstu launin samkvæmt nýrri skýrslu. Sport 24. mars 2020 11:00