Ísland mætir Rúmeníu í FIFA 20 fimmtudaginn 26. mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 15:35 Íslenski landsliðsbúningurinn í klefanum á Laugardalsvelli. Getty/Alexander Scheuber Ísland átti að mæta Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 á fimmtudaginn kemur en þjóðirnar munu mætast á öðrum vettvangi á þessum degi eftir að fótboltaleiknum var frestað vegna kórónuveirunnar. Ísland og Rúmenía munu nefnilega leika vináttuleiki í FIFA 20 tölvuleiknum fimmtudaginn 26. mars, en þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu var færður til um rúma tvo mánuði en liðin spila þar um að fá tækifæri til að spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem hefur verið fært til sumarsins 2021. Leikir í umspili um sæti í lokakeppninni eru nú áætlaðir 4. júní (undanúrslitaleikir) og 9. júní (úrslitaleikur). Þar með er ljóst að áætlað er að leikur Íslands og Rúmeníu fari fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 4. júní. FIFA tölvulandsleikurinn í Laugaralnum verður aftur á móti á fimmtudaginn og hefst klukkan 16:30, en Aron Þormar Lárusson og Jóhann Ólafur Jóhannsson, sem léku með landsliði Íslands í PES í undankeppni eEURO 2020, munu skipa lið Íslands í leiknum. Leiknir verða tveir leikir og úrslit svo lögð saman. Stefnt er að því að sýna beint frá leikjunum á miðlum KSÍ. EM 2020 í fótbolta Rafíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn
Ísland átti að mæta Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 á fimmtudaginn kemur en þjóðirnar munu mætast á öðrum vettvangi á þessum degi eftir að fótboltaleiknum var frestað vegna kórónuveirunnar. Ísland og Rúmenía munu nefnilega leika vináttuleiki í FIFA 20 tölvuleiknum fimmtudaginn 26. mars, en þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu var færður til um rúma tvo mánuði en liðin spila þar um að fá tækifæri til að spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem hefur verið fært til sumarsins 2021. Leikir í umspili um sæti í lokakeppninni eru nú áætlaðir 4. júní (undanúrslitaleikir) og 9. júní (úrslitaleikur). Þar með er ljóst að áætlað er að leikur Íslands og Rúmeníu fari fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 4. júní. FIFA tölvulandsleikurinn í Laugaralnum verður aftur á móti á fimmtudaginn og hefst klukkan 16:30, en Aron Þormar Lárusson og Jóhann Ólafur Jóhannsson, sem léku með landsliði Íslands í PES í undankeppni eEURO 2020, munu skipa lið Íslands í leiknum. Leiknir verða tveir leikir og úrslit svo lögð saman. Stefnt er að því að sýna beint frá leikjunum á miðlum KSÍ.
EM 2020 í fótbolta Rafíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn