Sport

Iðar í skinninu að fá að spila með Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi fær liðsfélaga frá Portúgal í sumar.
Messi fær liðsfélaga frá Portúgal í sumar. Vísir/Getty

Hinn tvítugi Francisco Trincao er spenntur fyrir því að fá að spila með argentínska snillingnum Lionel Messi en Börsungar festu kaup á Francisco í janúar.

Börsungar borguðu 31 milljónir evra fyrir Trincao frá Braga í janúar en hann segir í viðtali við Mundo Deportivo vera spenntur fyrir komandi tímum.

„Ég er mjög spenntur að hitta hann og spila við hlið hans,“ sagði þessi ungi og efnilegi leikmaður sem hefur leikið 23 leiki fyrir aðallið Braga og skorað í þeim sex mörk. 

„Þegar það var klárt að ég myndi fara til þeirra þá var það draumur að ræðast hjá mér. Abel, sem er á láni hjá Braga frá Barcelona, talar vel um það sem bíður mín. Leikmennirnir, borgin og allt.“

Þrátt fyrir að vera keyptur í janúar mun Trincao fyrst ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.